Innlent

Efast um lögmætið

Neytendasamtökin hafa falið lögmanni að kanna lögmæti þess að sjónvarpsstöðin SKY taki ekki við íslenskum greiðslukortum. Smáís, sem eru samtök myndrétthafa á Íslandi, náðu samkomulagi um það við stöðina á dögunum, en strangt til tekið eiga innlendir aðilar rétt hér á landi á efni sem SKY sýnir. Neytendasamtökin líta þetta alvarlegum augum þar sem heimili þurfi nú að kaupa þjónustu, þar á meðal enska boltann, á hærra verði en áður og telja með þessu sé dregið úr samkeppni og þjónustu við íslenska neytendur. "Fjöldamörg heimili hafa keypt gervihnattadisk til að taka við efni og það er verið að skerða rétt þeirra til að nýta fjárfestinguna," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. "Útsjónarsamir neytendur hafa ýmis ráð og til dæmis geta menn fengið vini erlendis til að kaupa áskriftina fyrir sig. Ég efast um að aðgerðin skili þeim árangri sem til er ætlast, en mun gera mörgum heimilum erfitt fyrir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×