Innlent

Friðargæsluliðar til Afghanistan

MYND/Tímarit Víkurfrétta
Íslenskir friðargæsluliðar halda til þjálfunar hjá norska hernum í lok júlímánaðar vegna fyrirhugaðrar þátttöku í starfi endurreisnar- og uppbyggingarsveita á vegum friðargæsluliðs Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. Þjálfuninni lýkur í byrjun september og fer fyrsti hópurinn til Norður-Afganistan um miðjan þann mánuð. Annar hópur fer til starfa í vesturhluta landsins í október en í hvorum hópi verða átta til níu manns. Báðir hóparnir verða að störfum í landinu að jafnaði í fjóra mánuði. Starf íslensku friðargæsluliðanna felst einkum í því að fara um og kanna aðstæður í þorpum og sveitum og gera tillögur um úrbætur til viðeigandi hjálparsamtaka og alþjóðastofnana. Jeppabifreiðar, sem hafa verið sérbúnar hér á landi, verða notaðar við störf friðargæsluliðanna í Afganistan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×