Innlent

Með stærstu háspennulínum í heimi

Fjögur íslensk fyrirtæki koma að byggingu rúmlega sjö megavatta vatnsaflsvirkjunar á Grænlandi fyrir grænlensku orkuveituna. Það eru fyrirtækin Ístak, Landsvirkjun, Línuhönnun og Afl sem koma að byggingu virkjunarinnar sem staðsett verður á Suður Grænlandi. Byrjað er að reisa stálmöstur fyrir sjötíu kílómetra háspennulínu við virkjunarstaðinn og er þyrla notuð við verkið. Háspennulínan liggur meðal annars yfir Einarsfjörð, 3,7 kílómetra leið og verður línan ein af tíu lengstu í heimi. Stöguðu möstrin og víranir yfir fjörðinn virka líkt og hengibrýr þar sem togkraftur frá mannvirkinu er færður til jarðar með vírum sem festir eru í klappir. Má geta þess til samanburðar að miðhafið milli uppistaða í Golden Gate-brúnni við San Fransico er 1.280 metra langt. Línan yfir Einarsfjörð samsvarar því þremur slíkum höfum. Framkvæmdum við virkjunina á að vera lokið í október 2007.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×