Fleiri fréttir

Haldið í 30 klukkustundir

Tvítug stúlka, Arna Ösp Magnúsdóttir, var í fyrradag handtekin af ísraelskum landamæravörðum á Ben Gurion flugvellinum og virðist hafa verið vísað úr landi. Í tölvupósti sem hún sendi frá Sviss í gær sagði hún að sér hefði verið "haldið í 30 klst án þess að fá að hafa samband við neinn, ekki einu sinni konsúlinn."

Sumarolía hleypur í kekki í kulda

Þeir sem hömstruðu díselolíu í stórum stíl áður en verð olíunnar breyttist, geta lent í stórkostlegum vandræðum í vetur. Þeir keyptu nefnilega sumarolíu, sem hleypur í kekki og stíflar síur þegar frost nær ákveðnu marki. Olían sem seld er yfir sumartímann þolir ellefu gráðu frost, en olían sem seld er yfir vetrartímann þolir 24 gráðu frost.

Njósnahneyksli

Valerie Plame var árum saman njósnari hjá CIA. Hún sinnti leyniverkefnum og beitti AK-47 hríðskotariffli af mikilli færni. En hefur nú látið af störfum eftir að flett var ofan af henni í bandarískum fjölmiðlum. Það er brot á alríkislögum og var hafin rannsókn á lekanum.

Minkar í Laugarnesinu

Minkurinn er ekki jafnskæður fuglabani og kötturinn sem mörgum finnst sjálfsagt að hafa heima í stofu. Hrafn Gunnlaugsson ákvað þó að kalla til meindýraeiði þegar læða og yrðlingar gerðu sig heimakomin á Laugarnesinu. Minkurinn á það til að leita innan marka höfuðborgarinnar fannst minkagreni í fjörunni á lóð Hrafns Gunnlaugssonar, kvikmyndagerðarmanns, í Lauganesinu í síðustu viku þar sem bjó læða með fjóra hvolpa.

Stefán Jón neitar

Stefán Jón Hafstein neitar því alfarið að það hafi verið rætt formlega innan raða Samfylkingarinnar að bjóða fram undir merkjum R-Listans, án Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins. Össur Skarphéðinsson segir Stefán hafa setið við hlið sér á fundi Samfylkingarinnar í Reykjavík þegar þetta var rætt og góður rómur gerður að.

Vonlaust að þagga niður í Össuri

Össur Skarphéðinsson segist ekki vilja útiloka að gefa kost á sér sem borgarstjóraefni en segir að hugmyndin komi honum á óvart. Stefán Jón Hafstein segir erfitt að þagga niður í Össuri.

Konur til friðargæslu í Kabúl

"Stefnt er að því að ein til tvær konur haldi til Afganistan í haust," segir Arnór Sigurjónsson, hjá íslensku friðargæslunni. Í lok júlí halda tveir hópar til þjálfunar í Noregi en í september að þjálfuninni lokinni halda friðargæsluliðarnir til Afganistan.

Íbúðalánasjóð í stjórnsýsluúttekt

Félagsmálanefnd Alþingis hefur verið boðuð til fundar á morgun, en eina málið á dagskrá er 80 milljarða króna útlán Íbúðalánasjóðs til sparisjóða og banka. Fulltrúar frá Íbúðalánasjóði, Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum, viðskiptabönkunum og fleiri verða kallaðir fyrir nefndina.

Framleiða vörubretti úr pappír

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur heimilað Nýsköpunarsjóði að ganga til samninga um kaup á hlutum í félagi sem áformar að framleiða vörubretti úr endurvinnanlegum pappír í Mývatnssveit.

Indland næst á dagskrá

Davíð Oddsson utanríkisráðherra gerði grein fyrir undirbúningi að nýju sendiráði Íslands á Indlandi á ríkisstjórnarfundi í gær.

Bíðum ekki endalaust

Gestur Gestsson formaður Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis norður segir að Framsóknarmenn bíði ekki endalaust eftir niðurstöðu viðræðna um framhald samstarfsins innan R-listans.

Sólarhitinn sprengdi rúðu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk um kvöldmatarleytið í gær tilkynningu um að sprenging hefði orðið á þrettándu hæð fjölbýlishúss við Rjúpnasali í Kópavogi.

Aðgerðarsveitir gegn öfgaöflum

Tony Blair hitti forystumenn breskra múslima í gær og boðaði í kjölfarið til stofnunar aðgerðasveita sem uppræta eiga "illa hugmyndafræði".

Banað vegna nefndarsetu

Mijbil Issa, einn fulltrúi súnnía í stjórnarskrárnefnd Íraks, var skotinn til bana ásamt tveimur aðstoðarmönnum sínum í Bagdad í gær.

Átök lögreglu og mótmælenda

Ísraelskar öryggissveitir vörnuðu andstæðingum brottflutnings landnema frá Gaza-ströndinni vegar í gær. Á sama tíma vex spennan í herbúðum Palestínumanna.

Kvæntist móður sinni

Íraskur flóttamaður með dvalarleyfi í Noregi kvæntist móður sinni í örvæntingarfullri viðleitni við að fá fjölskyldu sína til sín.

Hryðjuverk í Tsjetsjeníu

Fjórtán manns féllu í valinn eftir skotárás og sprengjutilræði tsjetsjenskra uppreisnarmanna í þorpinu Znamenskoje í Tsjetsjeníu. Tuttugu eru særðir.

Tuttugu ára fangelsi

Sakadómur Lundúnaborgar dæmdi í gær Faryadi Zardad, 42 ára stríðsherra frá Afganistan, í 20 ára fangelsi.

Fimmtungur konur og börn

Tæplega 25.000 borgarar hafa látist af völdum átaka í Írak síðan ráðist var þar inn vorið 2003.

Hungursneyð í Níger

Hungursneyð ríkir í Afríkuríkinu Níger en þar búa 3,6 milljónir manna við alvarlega vannæringu. Börn eru talin í sérstakri hættu.

Eftirlit úr lofti

Sjónum verður sérstaklega beint að akstri utan vega í auknu eftirliti lögreglu á hálendi. Lögreglan á Hvolsvelli í samvinnu við Landhelgisgæsluna fór í hálendiseftirlit á þyrlunni TF-SIF á mánudag en samvinnuverkefnið heldur áfram það sem eftir lifir sumars.

Grunaður um að selja vændislista

Lögreglan í Kópavogi hefur yfirheyrt mann sem grunaður er um dreifingu lista með nöfnum vændiskvenna á netinu. Sextán ára stúlka hefur einnig verið yfirheyrð en grunur leikur á því að maðurinn hafi fengið afnot af reikningi hennar til þess að taka við greiðslu fyrir listana.

Kolmunnakvótinn minni en í fyrra

Íslensk skip mega veiða 590.000 lestir af kolmunna á þessu ári að því er sjávarútvegsráðherra ákvað í gær. Kvóti ársins verður því 123.000 lestum minni en árið 2004 að því er segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

Þingmaður á villigötum

Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga, segir Kristinn H. Gunnarsson þingmann á villigötum varðandi áform KEA um fjölgun starfa á Akureyri og eflingu byggðar á Norðurlandi en Kristinn ýjar að því í pistli á heimasíðu sinni að KEA ætli að kaupa stjórnsýsluákvarðanir tveggja ráðherra.

Akureyri ljósleiðaravædd

Akureyrarbær hefur samið við Tengi hf. um lagningu á 250 kílómetra löngu ljósleiðaraneti um nær alla Akureyri á næstu árum. Kostnaðurinn verður um einn milljarður króna.

Fyrsta skipið skemmdi bryggjuna

Nokkurt tjón varð á nýju álvershöfninni í Reyðarfirði í gær þegar Skaftafell lagðist þar að bryggju fyrst skipa. Rúnar Sigurjónsson, hafnarstjóri á Reyðarfirði, segir að skutur skipsins hafi rekist í bryggjuna í vindhviðu en sérfræðingar muni meta skemmdirnar í dag.

Hlekkjuðu sig við vinnuvélar

Átján erlendir mótmælendur stöðvuðu vinnu hluta starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun um rúmar tvær klukkustundir í gær með því að fara í óleyfi fótgangandi inn á vinnusvæðið og hlekkja sig við vinnuvélar og leggjast í veg fyrir vinnutæki.

Komast í samband við börn á Netinu

Menn sem tengjast vændisstarfsemi hér á landi eiga mjög auðvelt með að komast í samband við börn á Netinu, eins og dæmi eru um, og því rík ástæða fyrir foreldra að fylgjast vel með netnotkun barna sinna. Þetta segir heimildarmaður Stöðvar 2 sem hefur skoðað þessi mál sérstaklega.

Mexíkó næst í röðinni

Tæplega þriggja metra háar öldur hafa skollið á Jamaíku og eyðilagt tugi húsa eftir að fellibylurinn Emily gekk þar yfir í nótt. Búist er við að óveðrið skelli á Cancun í Mexíkó í fyrramálið en fréttastofan hefur heimildir fyrir að hópur íslenskra unglinga sé á staðnum. Þrjátíu þúsund ferðamönnum hefur verið skipað að yfirgefa svæðið.

Óafvitandi ekki með réttindi

Meirapróf þarf á flesta þeirra pallbíla sem fluttir eru inn frá Bandaríkjunum en eigendur þeirra gera sér ekki alltaf grein fyrir því. Því eru dæmi um að bílstjórar hafi ekki réttindi til að aka þessum bílum sínum. Ef þeir lenda í umferðaróhappi mega þeir búast við að fá ekki greitt út úr tryggingum hvort sem þeir eru í rétti eða órétti.

Stefnir ekki að borgarstjórastól

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, segist ekki stefna að því að verða borgarstjóraefni R-listans og hefur hann enga ákvörðun tekið í þeim efnum.

220 látnir í flóðum á Indlandi

Alls hafa 220 manns látist og um 150 þúsund heimili eyðilagst í flóðum í norðausturhluta Indlands frá því regntímabilið hófst í vor. Um fjörutíu og fimm þúsund manns hafa verið fluttir í björgunarbúðir og búa nú þúsundir manna í opinberum byggingum, aðallega í skólum og á lestarstöðvum.

Dýrahótelin að fyllast

Nú fer hver að verða síðastur að panta pláss á dýrahóteli fyrir gæludýrin sín en dýrahótel njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi í kjölfar aukinnar gæludýraeignar. Sums staðar eru plássin bókuð langt fram í tímann og jafnvel allt orðið fullt fyrir sumarið.

Fellibylurinn Emily í Mexíkó

Fellibylurinn Emily gengur nú sem stendur yfir Cancun í Mexíkó og hafast um þrjátíu þúsund ferðamenn við í neyðarskýlum. Alls hafa um hundrað og þrjátíu þúsund ferðamenn þurft að færa sig um set í Mexíkó síðan um helgina vegna fellibylsins.

Skógareldar á Spáni

Fjórtán spænskir slökkviliðsmenn fórust í baráttu við skógarelda í gær. Eldarnir hafa þegar eyðilagt um fimm þúsund hektara af skógi vöxnu landi og hafa hundruðir þurft að yfirgefa heimili sín vegna þessa.

Harry Potter í sjö milljónir

Nýjasta bókin um Harry Potter og ævintýri hans seldist í nærri sjö milljón eintökum fyrsta sólarhringinn eftir að hún kom út. Þetta þýðir að meira en tvö hundruð og fimmtíu þúsund eintök seldust á hverjum klukkutíma, en flestar bækur eru ekki gefnar út í svo mörgum eintökum. Þegar hefur verið ákveðið að auka upplag bókarinnar í 13,5 milljónir eintaka.

Ofurölvi undir stýri

Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann þar í bæ í gærkvöldi þar sem ökulag hans þótti ekki yfirvegað. Ökumaðurinn reyndist það ekki heldur og við blóðrannsókn kom í ljós að svo mikið áfengismagn var í blóði hans að hann hefði allt eins átt að vera sofnaður áfengisdauða. Honum var komið heim í háttinn að lokinni skýrslutöku.

Fíkniefni á tónleikum

Sjö fíkniefnamál komu upp á tónleikum rapparans Snoop Dogg í Egilshöll í gærkvöldi. Þar hafði lögregla mikið eftirlit og hafði meðal annars að láni fíkniefnahund frá tollgæslunni. Hann vísaði á nokkra þeirra tónleikagesta, sem brotlegilr reyndust við frekari athugun.

Kennir Ísraelum um

Leiðtogi Palestínumanna kennir Ísraelum um að allt sé á leiðinni á versta veg á Gaza svæðinu. Mahmoud Abbas segist ætla að gera allt til að koma í veg fyrir árásir palestínskra uppreisnarmanna á byggðir Ísraela á gaza svæðinu á næstunni.

Eldur í sumarbústað

Sumarbústaður í Miðfellslandi, við austanvert Þingvallavatn stórskemmdist í eldi í gærkvöld. Bústaðurinn var mannlaus þegar slökkvilið kom á vetvang, en eigendur höfðu verið í honum fyrr um daginn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en bústaðurinn mun vera nánast ónýtur eftir.

Sjítar spá borgarastyrjöld

Írak er á barmi allsherjar borgarastyrjaldar að mati leiðtoga Sjíta í landinu. Sjítaklerkurinn og þingmaðurinn Sjeik- al Saghir sagði á írakska þinginu í gær að stríð gegn sjítum væri að brjótast út og með sama áframhaldi yrði erfitt að stöðva herská samtök Sjíta, sem brátt myndu svara fyrir sig og þá væri voðinn vís.

Svarfdælingar vilja út

Íbúar í Svarfaðardal hafa sent öllum þingmönnum landsins áskorun um að endurskoða forsendur fyrir sameiningu sveitarfélaga og íhuga um leið möguleika á því að sveitarfélög, sem vilja ganga út úr sameiningu, geti gert það.  

Edward Heath látinn

Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, lést í gær áttatíu og níu ára að aldri. Hann var Íslendingum vel kunnur enda forsætisráðherra þegar annað þorskastríðið stóð.

Ofsaveður í Taívan og Mexíkó

Mjög öflugir stormar leika nú bæði Mexíkó og Taívan grátt. Fellibylurinn Emily gengur nú sem stendur yfir Cancun í Mexíkó og hvirfilbylurinn Haitang ber að norðausturströnd Taívans.

Skemmtiferðakskip á Flateyri

Þrjátíu og átta þúsund tonna bandarískt lúxus-skemmtiferðaskip kom til Flateyrar í morgun með 800 farþega innanborðs, og er að öllum líkindum fyrsta skemmtiferðaskipið sem þangað kemur.

Sjá næstu 50 fréttir