Össur segir ekki nei 19. júlí 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson segir að mikil umfjöllun sín um málefni R- listans á sama tíma og aðrir aðstandendur listans þegja þunnu hljóði, sé ekki til marks um það að hann ætli að snúa sér aftur að borgarmálunum og telur afar ólíklegt að nafn hans komi upp sem borgarstjóraefni listans, en útilokar það þó ekki með öllu. Áhugamenn um stjórnmál hafa velt þeim möguleika fyrir sér að með því að gera Össur óvænt að borgarstjórnarefni listans , komi það sem ferskur vindur inn í borgarpólitíkina og leysi hugsanlegan vandræðagang Samfylkingarinnar í R listanum með að velja á milli Steinunnar Valdísar og Stefáns jóns Hafstein, sem borgarstjóraefnis. Hann hafi reynslu af borgarmálum, auk þess sem Össur geti verið vænlegur til að ná almanna hylli meðal kjósenda. Aðspurður segir Össur að þetta komi flatt upp á sig og erfitt sé að bregðast við. Hann sagði einnig að þetta hefði aldrei flögrað að sér, hann væri þingmaður fyrir Reykvíkinga og hefði ekki í hyggju að láta af því. Honum fannst möguleikinn líka töluvert fjarstæðukenndur. Spurður að því hvort að þetta væri útlokað þá gaf hann þau svör að svo væri nánast. Hann sagðist aldrei hafa velt fyrir sér að gefa kost á sér í borgartstjórn en benti á að hann væri gamall varaborgarfulltrúi og þekkti því til. Ef til hans yrði leitað sagði hann að sér sýndist vera meira framboð en eftirspurn og hann efaðist um að á væri bætandi. Hann taldi jafnframt að ekki kæmi til þess að til hans yrði leitað og því gæti hann ekki svarað öðruvísi en að ef "gott fólk kæmi og talaði við menn og biður þá að hugsa mál, þá geri menn það yfirleitt." Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Össur Skarphéðinsson segir að mikil umfjöllun sín um málefni R- listans á sama tíma og aðrir aðstandendur listans þegja þunnu hljóði, sé ekki til marks um það að hann ætli að snúa sér aftur að borgarmálunum og telur afar ólíklegt að nafn hans komi upp sem borgarstjóraefni listans, en útilokar það þó ekki með öllu. Áhugamenn um stjórnmál hafa velt þeim möguleika fyrir sér að með því að gera Össur óvænt að borgarstjórnarefni listans , komi það sem ferskur vindur inn í borgarpólitíkina og leysi hugsanlegan vandræðagang Samfylkingarinnar í R listanum með að velja á milli Steinunnar Valdísar og Stefáns jóns Hafstein, sem borgarstjóraefnis. Hann hafi reynslu af borgarmálum, auk þess sem Össur geti verið vænlegur til að ná almanna hylli meðal kjósenda. Aðspurður segir Össur að þetta komi flatt upp á sig og erfitt sé að bregðast við. Hann sagði einnig að þetta hefði aldrei flögrað að sér, hann væri þingmaður fyrir Reykvíkinga og hefði ekki í hyggju að láta af því. Honum fannst möguleikinn líka töluvert fjarstæðukenndur. Spurður að því hvort að þetta væri útlokað þá gaf hann þau svör að svo væri nánast. Hann sagðist aldrei hafa velt fyrir sér að gefa kost á sér í borgartstjórn en benti á að hann væri gamall varaborgarfulltrúi og þekkti því til. Ef til hans yrði leitað sagði hann að sér sýndist vera meira framboð en eftirspurn og hann efaðist um að á væri bætandi. Hann taldi jafnframt að ekki kæmi til þess að til hans yrði leitað og því gæti hann ekki svarað öðruvísi en að ef "gott fólk kæmi og talaði við menn og biður þá að hugsa mál, þá geri menn það yfirleitt."
Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira