Erlent

Vaxandi vinsældir Angelu Merkel

Sífellt meira kapp færist í kosningabaráttuna í Þýskalandi og ýmislegt bendir til þess að flokksformaður og kanslaraframbjóðandi Kristilegra demókrata eigi vaxandi vinsældum að fagna. Angela Merkel þótti eitt sinn þurrpumpuleg en það virðist hafa breyst. Susanne Knoll getur borið vitni um það, en hún er tvífari Merkel og gerir það gott þessa dagana. Knoll er bókuð frá morgni til kvöld við að koma fram og leika Merkel við ýmis tækifæri. Knoll segist ekki hafa verið sérlega ánægð með að vera sögð lík Merkel í fyrstu, enda hafi Merkel á þeim tíma verið sérlega hallærisleg, en nú sé þetta allt í lagi, því hún græði vel á því og fataskápurinn sé við það að fyllast. Það versta er hins vegar að Knoll styður meginandstæðinga Merkels og kristilegra demókrata: jafnaðarmannaflokk Schröders kanslara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×