Friðsamleg mótmæli 19. júlí 2005 00:01 Þrettán mótmælendur voru handteknir við Kárahnjúka í dag. Vinna við stíflusvæðið lá niðri í tvær og hálfa klukkustund, þegar þeir hlekkjuðu sig við vörubíla og vinnuvélar. Þá lokuðu þeir aðalveginum frá vinnusvæðinu að steypustöðinni með því að leggja fólksbílum yfir þveran veginn. Átján manns, flestir útlendingar, fóru inn á stíflusvæðið í hádeginu í dag og stöðvuðu umferð að svæðinu í mótmælaskyni við framkvæmdirnar. Þeir hengdu borða á vinnuvélar og bíla og reyndu að tefja starfsmenn frá því að komast til vinnu eftir hádegismat. Þegar komið var niður á vinnusvæðið sjálft gerðu fjórir mótmælendanna sér lítið fyrir og hlekkjuðu sig við vinnuvél og vörubíl, tveir við hvort tæki.Það féll illa í kramið hjá bílstjórunum og hugðist einn aka af stað með einn mótmælandann í eftirdragi en félögum hans tókst að stöðva hann í tæka tíð, áður en illa fór. Þá var bílum einnig lagt yfir þveran veginn að steypustöðinni, þannig að vörubílar komust hvorki að né frá stíflusvæðinu um töluverða stund. Tólf stórir vörubílar voru stopp lengi vel og komust hvorki lönd né strönd. Lögreglan á Egilsstöðum kom síðan á svæðið. Eftir árangurslausar tilraunir til að fá mótmælendur til að losa sig, gerðu lögreglumennirnir sig líklega til að klippa á hlekkina svo að vinna gæti hafist á ný. Ekki kom þó til þess, því að eftir nokkurt þref losuðu allir sig sjálfviljugir. Um klukkan hálf þrjú hafði lögreglu tekist að fá mótmælendurna til að hverfa burt án nokkurra átaka. Þrettán manns voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina við Kárahnjúka, þar sem teknar voru skýrslur og ljósrit af skilríkjum. Skömmu fyrir fréttir hafði öllum verið sleppt og mótmælendurnir aftur komnir í tjaldbúðirnar. Þeir ætla að halda áfram að mótmæla með sýnilegum hætti í allt sumar og beita til þess alls kyns aðferðum. ýmis mótmæli og kröfugöngur munu fara fram og ýmsum aðferðum beitt sagði einn mótmælandinn. Hún saðgi að þær yrðu allar friðsamlegar og færu fram út um allan heim. Og mótmælendurnir óttast hvorki handtökur né sektir, enda sé málstaðurinn svo mikilvægur að það sé þess virði að dúsa í steininum fyrir hann. Vinna við gangagerðina truflaðist ekkert í dag, enda beindust aðgerðirnar bara að stíflusvæðinu. Ekki liggur fyrir hvort Impregilo ætlar að leggja fram kæru vegna vinnutapsins í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Þrettán mótmælendur voru handteknir við Kárahnjúka í dag. Vinna við stíflusvæðið lá niðri í tvær og hálfa klukkustund, þegar þeir hlekkjuðu sig við vörubíla og vinnuvélar. Þá lokuðu þeir aðalveginum frá vinnusvæðinu að steypustöðinni með því að leggja fólksbílum yfir þveran veginn. Átján manns, flestir útlendingar, fóru inn á stíflusvæðið í hádeginu í dag og stöðvuðu umferð að svæðinu í mótmælaskyni við framkvæmdirnar. Þeir hengdu borða á vinnuvélar og bíla og reyndu að tefja starfsmenn frá því að komast til vinnu eftir hádegismat. Þegar komið var niður á vinnusvæðið sjálft gerðu fjórir mótmælendanna sér lítið fyrir og hlekkjuðu sig við vinnuvél og vörubíl, tveir við hvort tæki.Það féll illa í kramið hjá bílstjórunum og hugðist einn aka af stað með einn mótmælandann í eftirdragi en félögum hans tókst að stöðva hann í tæka tíð, áður en illa fór. Þá var bílum einnig lagt yfir þveran veginn að steypustöðinni, þannig að vörubílar komust hvorki að né frá stíflusvæðinu um töluverða stund. Tólf stórir vörubílar voru stopp lengi vel og komust hvorki lönd né strönd. Lögreglan á Egilsstöðum kom síðan á svæðið. Eftir árangurslausar tilraunir til að fá mótmælendur til að losa sig, gerðu lögreglumennirnir sig líklega til að klippa á hlekkina svo að vinna gæti hafist á ný. Ekki kom þó til þess, því að eftir nokkurt þref losuðu allir sig sjálfviljugir. Um klukkan hálf þrjú hafði lögreglu tekist að fá mótmælendurna til að hverfa burt án nokkurra átaka. Þrettán manns voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina við Kárahnjúka, þar sem teknar voru skýrslur og ljósrit af skilríkjum. Skömmu fyrir fréttir hafði öllum verið sleppt og mótmælendurnir aftur komnir í tjaldbúðirnar. Þeir ætla að halda áfram að mótmæla með sýnilegum hætti í allt sumar og beita til þess alls kyns aðferðum. ýmis mótmæli og kröfugöngur munu fara fram og ýmsum aðferðum beitt sagði einn mótmælandinn. Hún saðgi að þær yrðu allar friðsamlegar og færu fram út um allan heim. Og mótmælendurnir óttast hvorki handtökur né sektir, enda sé málstaðurinn svo mikilvægur að það sé þess virði að dúsa í steininum fyrir hann. Vinna við gangagerðina truflaðist ekkert í dag, enda beindust aðgerðirnar bara að stíflusvæðinu. Ekki liggur fyrir hvort Impregilo ætlar að leggja fram kæru vegna vinnutapsins í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira