Innlent

Sendiráð á Indlandi

Davíð Oddsson utanríkisráðherra kynnti áform um að opna sendiráð í Indlandi á ríkisstjórnarfundi í morgun. Viðræður standa yfir við Indverja en vonast er til að sendiráðið geti orðið að veruleika um áramót. Davíð Oddsson segir frumkvæðið koma frá Indverskum stjórnvöldum sem sýni þessu máli mikinn áhuga. Hann segir ekki verið að auka útgjöld utanríkisþjónustunnar heldur verði skorið niður í utanríkisþjónustunni til mótvægis. Hann sagði ýmsa niðurskurðarmöguleika til og til að mynda væri hægt að breyta áherslum varðandi Strassbourg. Því þar hafi verið opnað sendiráð þegar Ísland opnaði þar sendiráð. Hægt væri í framtíðinni að þjóna þeim hagsmunum frá París og þannig væri hægt að spara fjármuni. Davbíð sagði að endnalega ákvörðun yrði tekin eftir að viðræðum við Inverja lýkur og hann vonaðist til að þetta yrði komið á koppinn um áramótin. Hann sagði kostnaðinn vera minni en á öðrum stöðum, húsnæðiskostnðaur væri mjög lágur og þess vegna telur hann að hægt sé að opna sendiráð þarna án þess að auka útgjöldin. Hann sagði að á Indlandi væri vaxandi markaður og eitt fjölmenasta ríkki í heimi. Þarna vær þegar 200-300 milljónir manna með og kaupmáttur færi hækkandi og það væru nóg rök til þess að koma þar upp sendiráði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×