Fleiri fréttir

Íslandsdagar í Japan

Fjölmargir íslenskir listamenn koma fram á sérstökum þjóðardegi Íslands sem efnt verður til í borginni Chiryu í Japan 15. júlí næstkomandi. Hápunktur dagskránnar er eflaust flutningur á tónverkinu Bergmál eftir Ragnhildi Gísladóttur en Sjón ljáði verkinu ljóð. Skólakór Kársness, Kammerkór Skálholts ljá verkinu rödd auk tónskáldins sjálfs.

Níu ára fangelsi fyrir manndráp

Magnús Einarsson var dæmdur í 9 ára fangelsi í dag fyrir að bana 25 ára gamalli eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Atburðurinn átti sér stað á heimili hjónanna í Kópavogi í nóvember á síðasta ári. Magnús brá þvottasnúru um háls konu sinnar og þrengdi að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar.

G8 ráðherrar ósammála

Leiðtogar helstu iðnríkja heims kynntu niðurstöður fundar síns í Gleneagles í Skotlandi, sem lauk í dag. Ákveðið var að tvöfalda fjárframlög til Afríkuríkja. Á það má líta sem áfangasigur, ólíkt því sem gerðist með umbætur í umhverfismálum. Þar virðast leiðtogarnir seint ætla að verða sammála.

Foreldrum dæmdar bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið og Þóru Fischer kvensjúkdómalækni til að greiða hjónum 7,6 milljónir króna í bætur vegna missis sonar þeirra, sem lést á kvennadeild Landspítalans fyrir tæpum þremur árum, fjórum dögum eftir fæðingu.

Varnarsamningur enn á umræðustigi

Fyrstu umferð viðræðna íslenskra og bandarískra stjórnvalda um framtíð varnarsamningsins, lauk í Washington í gær án nokkurs teljandi árangurs. Þrátt fyrir það er undirbúningur vegna fyrirhugaðra breytinga á Keflvíkurstöðinni þegar hafinn. Tíu manna sendinefnd þriggja íslenskra ráðuneyta gerði grein fyrir afstöðu ríkisstjórnarinnar á fundum með Bandaríkjamönnum í vikunni.

Tvöfalda þróunaraðstoð

Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims lofuðu í gær að styrkja ríki Afríku um fimmtíu milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar 3.300 milljörðum íslenskra króna. Einnig var ákveðið að styrkja stjórnvöld í Palestínu um þrjá milljarða dala, eða um 200 milljarða íslenskra króna.

Ótti á Ítalíu

Mikill viðbúnaður hefur verið hjá ítölsku lögreglunni í kjölfar hryðjuverkaárásanna í London í fyrradag en leynileg samtök Al-Kaída í Evrópu, sem lýstu ábyrgð árásanna á hendur sér, tiltóku Ítalíu og Danmörku sérstaklega sem skotmörk fyrir stuðninginn við innrásir í Írak og Afganistan.

Mikið bloggað eftir árásirnar

Fjöldamargir virðast hafa leitað á náðir bloggsins eftir árásirnar í Lundúnum. Þeir sem voru í nánd við árásirnar hafa skrifað um reynslu sína og birt myndir teknar með GSM-símum á vettvangi.

Fjölmiðlar óánægðir með stjórnvöld

Vegna tregðu enskra stjórnvalda til að gefa upp dánartölur greindu franskir fjölmiðlar á undan þeim bresku frá því að fjöldi látinna væri yfir fimmtíu. Þeir fengu upplýsingarnar frá frönskum ráðherra.

Taldi sig sjá grunsamlegan mann

Farþegar í strætisvagni sem var sprengdur telja sig hafa séð sjálfsmorðssprengjuárásarmann um borð í honum. Eitt vitni segir að maðurinn hafi hegðað sér grunsamlega, virst stressaður og hafi sífellt fitlað við eitthvað í bakpokanum sínum.

Hrósar þrautseigju þjóðarinnar

Karl Bretaprins hrósaði í gær þrautseigju bresku þjóðarinnar í kjölfar hryðjuverkaárásanna. Hann heimsótti St. Mary´s sjúkrahúsið í London ásamt konu sinni, Camillu Parker Bowles, en sjúkrahúsið er einmitt skammt frá neðanjarðarlestarstöð þar sem ein af sprengjunum sprakk í fyrradag.

Litill árangur en annar fundur

Árangur af viðræðum um framtíð varnarsamningsins urðu minni en íslensk stjórnvöld væntu, en fyrsta fundi um málið lauk í Washington fyrir helgina. Ákveðið er að næstu fundur verði hér á landi í september.

Ósætti um sameiningu

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar mótmælir nýrri reglugerð sem Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur undirritað, en hún miðar að sameiningu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðsins, segir að bæjarstjórnin öll sé einhuga í andstöðu sinni við þessi áform.

Lífið í Lundúnum heldur áfram

Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður, er í London og hún segir ótrúlegt að meiri háttar hryðjuverkaárás hafi verið gerð í borgina í gær því lítil ummerki eru sýnileg. Hún segir að það sé í við rólegra í borginni en á hefðbundnum föstudegi og ekki að sjá að borgin sé í helgreipum óttans. Lundúnabúar virðast ekki ætla að láta sigra sig svo auðveldlega.

Dvelja áfram við Tavistock torg

Búið er að finna alla þá Íslendinga sem voru í London í gær.  Bæði þá tvö þúsund sem hér búa og einnig þá Íslendinga sem voru á ferðalagi. Íslensk fjölskylda sem gisti á hóteli við Tavistock torg horfði á sprenginguna í strætisvagningum.

Vítisenglar á Íslandi

Lögregluyfirvöld staðfesta að Vítisenglar hafi náð hlutdeild á fíkniefnamarkaðnum á Íslandi og lögreglan segir jafnframt að erlendir glæpamenn komi reglulega við sögu hjá lögreglunni, sem er viðbúin frekari starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka á Íslandi.

Sprungur á Norðlingaholti

Ein af stóru jarðskjálftasprungunum, sem ganga í gegnum Rauðavatn og Norðlingaholt, er nú vel sýnileg. Hún er það breið að nær væri að kalla gjá. Lægðin í landslaginu upp af Rauðavatni norðaustanverðu er í raun ein sprungan. Hún liggur síðan undir Suðurlandsveginn og áfram í gegnum nýbyggingasvæðið á Norðlingaholti.

Í gæsluvarðhaldi fram í ágúst

Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag framlengingu gæsluvarðhalds yfir tveimur litháenskum karlmönnum, 55 og 27 ára gömlum, sem reyndu að smygla um fjórum kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu 30. júní síðastliðinn.

Austurbær verður gerður upp

Austurbær við Snorrabraut í Reykjavík hefur skipt um eigendur. Til stendur að gera húsið upp jafnt að utan sem innan. Í húsinu verður áfram menningar- og tónleikastaður. Borgin hugleiðir breytt skipulag til að leysa bílastæðavanda við húsið.

Dæmdur í níu ára fangelsi

Magnús Einarsson var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að kyrkja Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sína, með þvottasnúru í íbúð þeirra í Kópavogi í byrjun nóvember í fyrra. Gæsluvarðhald frá 1. nóvember kemur til frádráttar refsingunni.

Hnífjafnt í borginni

Samkvæmt nýrri könnun IMG Gallup fengi Sjálfstæðisflokkurinn helming atkvæða yrði gengið til kosninga nú. Reykjavíkurlistinn fengi 49 prósent og Frjálslyndi flokkurinn 0,8 prósent. Munur á stóru framboðunum er innan skekkjumarka.

Minnst fimmtíu létust í árásunum

Tala látinna eftir sprengjuárásirnar í Lundúnum á fimmtudagsmorgun var í gærkvöld komin í 49, að sögn lögreglu ytra og ljóst að hún ætti enn eftir að hækka. 22 voru enn sagðir í lífshættu og ekki er vitað um afdrif fjölda fólks. Ekki liggja þó fyrir upplýsingar um nákvæmlega hversu margra er saknað. Hinir látnu voru af átta þjóðernum hið minnsta.

ESB ræðir öryggismál eftir árásir

Charles Clarke, innanríkisráðherra Breta, stýrir viðbragðsfundi dóms- og innanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna á miðvikudaginn í næstu viku. Meta á öryggisviðbrögð Evrópusambandsins eftir árásirnar í Lundúnum á fimmtudag, að því er fram kemur í tilkynningu breskra stjórnvalda í gær, en Bretar fara með forsæti í sambandinu..

Þriggja bíla árekstur í Keflavík

Laust eftir klukkan fimm, síðdegis í dag, varð þriggja bíla árekstur á gatnamótum Aðalgötu og Suðurvalla í Keflavík. Að sögn lögreglu urðu engin slys á fólki við áreksturinn en bílarnir, tveir jeppar og fólksbíll, voru allir óökufærir á eftir.

Franskri þotu snúið frá BNA

Yfirvöld í Bandaríkjunum létu í gær snúa til baka farþegaþotu franska flugfélagsins Air France á leið Chicago frá París vegna þess að einn farþeganna um borð þótti grunsamlegur. Vélin hafði þá verið í loftinu í um tvo klukkutíma, að því er fréttastofa BBC segir.

Héraðsverk bauð lægst í veginn

Tíu fyrirtæki skiluðu tilboðum í gerð malarvegs inn með austurströnd væntanlegs Hálslóns við Kárahnjúka, frá gatnamótum á Kárahnjúkavegi sunnan Sandfells að Litlu-Sauðá inn undir Brúarjökli. Vegurinn verður um 18 kílómetra langur.

Bretar ósammála um næstu skref

Menn greinir á um hvort rétta leiðin til að bregðast við hryðjuverkaárásunum í London sé að heyja áfram stríðið gegn hryðjuverkum eða hvort eina leiðin til friðar sé að ráðast gegn þeirri fátækt og fáfræði, sem er gróðrarstía hryðjuverka.

Lífið heldur áfram í London

Rúmum sólarhring eftir að sprengjuárásirnar dundu yfir Lundúnir var lífið í borginni smátt og smátt farið að færast í sitt fyrra horf. Svipaða sögu er að segja um sumarfrí íslenskrar fjölskyldu sem Sveinn Guðmarsson hitti á Leicester Square. </font /></b />

Þögnin grúfir yfir torginu

Sorgin liggur í loftinu á götunum sem liggja að Tavistock Square og hún verður greinilegri eftir því sem nær dregur. Í það minnsta þrettán manns biðu bana þegar strætisvagn sem þeir voru í sprakk í loft upp við torgið og fjölmargir slösuðust.

Allir Íslendingarnir fundnir

Starfsmenn utanríkisráðuneytisins og sendiráðsins í Lundúnum hafa gengið úr skugga um að enginn Íslendingur var á meðal fórnarlamba tilræðanna í fyrradag.

Fimmtán hið minnsta létust

Fellibylurinn Dennis olli gríðarlegu tjóni þegar hann reið yfir Kúbu í kvöld. Í það minnsta tíu manns létu lífið þegar vindurinn fór á 215 kílómetra hraða á klukkustund yfir eynna. Skömmu áður en fellibylurinn reið yfir Kúbu hafði hann farið yfir Haiti, þar létust fimm hið minnsta.

16 ára palestínskur piltur drepinn

Ísraelskir hermenn drápu í morgun sextán ára gamlan palestínskan uppreisnarmann. Að sögn vitna byrjuðu lætin á því að nokkur ungmenni hentu steinum í hermennina sem svöruðu með byssuskotum.

Sprengingar í Lundúnum

Röð sprenginga hefur átt sér stað í neðanjarðarlestakerfi Lundúna undanfarnar mínútur. Að sögn lögeglunnar á svæðinu eru einhver meiðsli á fólki en ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu alvarleg þau eru eða eða hversu umfangsmikill mannskaðinn er.

Fjöldi slasaðra í Lundúnum

Innanríkisráðherra Bretlands, Charles Clarke, sagði í samtali við fjölmiðla fyrir stundu að þó nokkur fjöldi fólks hefði slasast í sprengingunum í Lundúnum í morgun. Talsmaður lögreglunnar vill ekki fullyrða að um hryðjuverkaárás sé að ræða á þessari stundu.

Enn sett ofan í við sýslumann

Enn fá sýslumenn á baukinn frá dómurum fyrir slægleg vinnubrögð við framgang refsimála. Nú síðast setur Héraðsdómur Reykjaness ofan í við Sýslumann í Keflavík þar sem sýslumaður birti síbrotamanni ekki ákæru fyrr en 30 mánuðum eftir að rannsókn lauk.

Blair verður áfram í Skotlandi

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ekki yfirgefa G8-fundinn í Skotlandi þrátt fyrir atburðina í Lundúnum að sögn talsmanns ráðherrans. Blair mun flytja ávarp klukkan ellefu að íslenskum tíma.

A.m.k. tveir látnir og 90 slasaðir

Hið minnsta tveir eru látnir og 90 eru slasaðir eftir sprengingarnar í Lundúnum í morgun. Að sögn talsmanns lögreglunnar var um sex sprengingar að ræða.

Rafmagnslaust á Grandanum

Rafmagnslaust varð á Grandanum og hluta af Tryggvagötu og Hafnarstræti upp úr klukkan þrjú í nótt og stóð í tæpa klukkustund. Bilun varð í háspennuvirki og smátruflana gætti víðar í Vesturbænum þótt rafmagn færi þar ekki alveg af.

Sjónarvottar segja fleiri látna

Breska útvarpið, BBC, segir að árás hafi verið gerð á Lundúnir. Yfirvöld vilja ekki segja neitt um hvað kann að hafa gerst en engir aðrir velkjast í vafa um að hryðjuverkaárásir hafi verið gerðar. Fjöldi fólks hefur slasast og og staðfestu hefur verið að tveir féllu. Sjónarvottar sem breskir fjölmiðlar ræða við greina frá mun fleiri föllnum.

Þrír handteknir fyrir innbrot

Lögreglan í Reykjavík handtók undir morgun þrjá pilta á aldrinum 14 til 17 ára á bíl á Hringbrautinni eftir að þeir höfðu brotist inn í blómabúð við Hagamel. Vitni að því gátu vísað á piltana.

Í nafni Al-Qaida

Áður óþekkt samtök hafa lýst sprengingunum í Lundúnum á hendur sér í nafni Al-Qaida. Samtökin kalla sig "Leynisamtök heilags stríðs Al-Qaida í Evrópu" í tilkynningu sem birt var á íslamskri vefsíðu fyrir skömmu.

Ráðuneytið opnar upplýsingasíma

Um tvö þúsund Íslendingar eru búsettir í London. Utanríkisráðuneytið hefur opnað upplýsingasíma vegna atburðanna þar. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að sín fyrsta hugsun sé samúð með vinaþjóð Íslendinga, Bretum, en jafnframt að kanna hvort Íslendingar hafi skaðast.

Tíu létust við King´s Cross

CNN greindi rétt í þessu frá því að tíu hefðu farist í árásinni við King´s Cross stöðina. Ferðir Eurostar-lesta um Ermasundsgöngin hafa verið felldar niður í kjölfar árásanna. Víðar í Evrópu berast fregnir sem ýta undir óttann: tvær stórar verslunarmiðstöðvar hafa til að mynda verið rýmdar í Búdapest og í Varsjá varð mikið uppnám vegna bruna í megin stjórnarbyggingunni þar.

Bankastarfsmenn heilir á höldnu

Fjölmargir Íslendingar búa og starfa í London. Þar á meðal eru á fimmta tug starfsmanna Landsbankans. Búið er að hafa uppi á þeim öllum að sögn talsmanns bankans.

Sjá næstu 50 fréttir