Vítisenglar á Íslandi 8. júlí 2005 00:01 Lögregluyfirvöld staðfesta að Vítisenglar hafi náð hlutdeild á fíkniefnamarkaðnum á Íslandi og lögreglan segir jafnframt að erlendir glæpamenn komi reglulega við sögu hjá lögreglunni, sem er viðbúin frekari starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka á Íslandi. Nítján félagar úr dönsku Hells Angels mótorhjólasamtökunum reyndu að komast til landsins fyrir rúmum þremur árum. Ellefu voru sendir til baka í fylgd þrettán lögreglumanna. Þessar aðgerðir dugðu þó ekki því samtökin, sem eru ein alræmdustu glæpasamtök heims virðast hafa komið sér upp starfsemi hér á landi. Jón H. B. Snorrason hjá efnahagsbrotadeild RLS segir að fíkniefnadreifingin hér á 'Islandi sé angi af skiplagðri glæpastarfsemi sem dreifir fíkniefnum. Hann segir líka ástæðu til þess að ætla að Vítisenglar eigi einhvern hluta af þeim fíkniefnum sem hingað koma. Jón H. Snorrason er yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans. Í skýrslu embættisins um skipulagða glæpastarfsemi segir að ekki þurfi nema fáeina félaga úr mótorhjólasamtökum til að hámarksskaði hljótist af. Fréttastofan hefur rætt við menn sem tengjast samtökunum hér á landi en þeir vilja ekki koma fram í mynd, segja vini sína í Danmörku hafa bannað það. Hells Angels glæpasamtökin eru byggð upp eins og mafían. Hershöfðingi, liðþjálfar og fótgönguliðar eru í samstarfi við hina ýmsu glæpahópa. Danska lögreglan hefur áhyggjur fyrir Íslands hönd. Danskur lögreglumaður segir að að Hawkrider gengið í Árósum hafi sent gengi til Íslands og hann telur líklegt að nokkrir hafi sloppið í gegn. Lögreglan telur öruggt að koma hafi átt upp félagsdeild Hawk Riders á Íslandi. Félagar úr mótorhjólaklúbbnum Fáfni telja samtökin saklaus. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segist ekki geta fullyrt hvort Vítisenglar séu með starfsemi á Íslandi en þó segir hann ýmislegt benda til þess að svo sé. Hann segir lögregluyfirvöld reyna að ganga eins langt og lög leyfa í að hindra það að þessir hópar nái hér fótfestu. Jóhann segir einnig að starfsmönnum þeirra hafi verið hótað og segir að þróunin sé lík hér og annars staðar og að þetta komi honum ekki á óvart. Brynjar Níelsson, kunnur verjandi íslenskra og erlendra sakamanna segir að réttarkerfið valdi aukinni hörku á fíkniefnamarkaðnum. Ástæðan re sú að það er svo mikið undir, þungar refsingar og því verði fíknienfnamarkaðurinn sjálfkrafa harðari og skipulagðari. Handtaki lögreglan erlenda glæpamenn þá kynnast þeir íslenskum glæpamönnum í íslenskum fangelsum. Þegar þeir losna út aftur hafa þeir oft myndað sterk tengsl og geta skipulagt saman frekari brotastarfsemi. Um þetta verður fjallað á morgun, í síðustu fréttinni af fimm í fréttaröð fréttastofunnar um alþjóðlega glæpastarfsemi á Íslandi. Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Lögregluyfirvöld staðfesta að Vítisenglar hafi náð hlutdeild á fíkniefnamarkaðnum á Íslandi og lögreglan segir jafnframt að erlendir glæpamenn komi reglulega við sögu hjá lögreglunni, sem er viðbúin frekari starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka á Íslandi. Nítján félagar úr dönsku Hells Angels mótorhjólasamtökunum reyndu að komast til landsins fyrir rúmum þremur árum. Ellefu voru sendir til baka í fylgd þrettán lögreglumanna. Þessar aðgerðir dugðu þó ekki því samtökin, sem eru ein alræmdustu glæpasamtök heims virðast hafa komið sér upp starfsemi hér á landi. Jón H. B. Snorrason hjá efnahagsbrotadeild RLS segir að fíkniefnadreifingin hér á 'Islandi sé angi af skiplagðri glæpastarfsemi sem dreifir fíkniefnum. Hann segir líka ástæðu til þess að ætla að Vítisenglar eigi einhvern hluta af þeim fíkniefnum sem hingað koma. Jón H. Snorrason er yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans. Í skýrslu embættisins um skipulagða glæpastarfsemi segir að ekki þurfi nema fáeina félaga úr mótorhjólasamtökum til að hámarksskaði hljótist af. Fréttastofan hefur rætt við menn sem tengjast samtökunum hér á landi en þeir vilja ekki koma fram í mynd, segja vini sína í Danmörku hafa bannað það. Hells Angels glæpasamtökin eru byggð upp eins og mafían. Hershöfðingi, liðþjálfar og fótgönguliðar eru í samstarfi við hina ýmsu glæpahópa. Danska lögreglan hefur áhyggjur fyrir Íslands hönd. Danskur lögreglumaður segir að að Hawkrider gengið í Árósum hafi sent gengi til Íslands og hann telur líklegt að nokkrir hafi sloppið í gegn. Lögreglan telur öruggt að koma hafi átt upp félagsdeild Hawk Riders á Íslandi. Félagar úr mótorhjólaklúbbnum Fáfni telja samtökin saklaus. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segist ekki geta fullyrt hvort Vítisenglar séu með starfsemi á Íslandi en þó segir hann ýmislegt benda til þess að svo sé. Hann segir lögregluyfirvöld reyna að ganga eins langt og lög leyfa í að hindra það að þessir hópar nái hér fótfestu. Jóhann segir einnig að starfsmönnum þeirra hafi verið hótað og segir að þróunin sé lík hér og annars staðar og að þetta komi honum ekki á óvart. Brynjar Níelsson, kunnur verjandi íslenskra og erlendra sakamanna segir að réttarkerfið valdi aukinni hörku á fíkniefnamarkaðnum. Ástæðan re sú að það er svo mikið undir, þungar refsingar og því verði fíknienfnamarkaðurinn sjálfkrafa harðari og skipulagðari. Handtaki lögreglan erlenda glæpamenn þá kynnast þeir íslenskum glæpamönnum í íslenskum fangelsum. Þegar þeir losna út aftur hafa þeir oft myndað sterk tengsl og geta skipulagt saman frekari brotastarfsemi. Um þetta verður fjallað á morgun, í síðustu fréttinni af fimm í fréttaröð fréttastofunnar um alþjóðlega glæpastarfsemi á Íslandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira