Fleiri fréttir Tala látinna enn á reiki Tala þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á Lundúnaborg í morgun er enn mjög á reiki. Reuters-fréttaþjónustan hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist; staðfest tala frá Lundúnalögreglunni er þrjátíu og þrír. Slasaðir eru sagðir á bilinu hundrað og fimmtíu, sem eru alvarlega slasaðir, til eitt þúsund. 7.7.2005 00:01 Al-Qaida enn á ný? Al-Qaida er enn á ný á kreiki í Evrópu, miðað við yfirlýsingu sem birtist undir hádegi. Samtökin hóta þar Dönum og Ítölum vegna starfa þarlendra í Írak og Afganistan. 7.7.2005 00:01 Ánægð með Ólympíuleikana Ánægja greip um sig meðal starfsfólks og viðskiptavina Söluturnsins London í Austurstræti í Reykjavík þegar spurðist að Ólympíuleikarnir verði haldnir í stórborginni London á Englandi árið 2012. 7.7.2005 00:01 Leifsstöð brýtur samkeppnislög "Nú viljum við láta á það reyna hvort þessi starfsemi stenst lög með því að leggja fram kæru og fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. 7.7.2005 00:01 Lennon og McCartney Bíldudals Blómlegt menningarlíf á Bíldudal í Arnarfirði hefur vakið landsathygli enda virðist sem bærinn geti státað af fleiri listamönnum en önnur þorp á landinu. </font /></b /> 7.7.2005 00:01 Sýni samstöðu með fórnarlömbum Íslandsdeild Amnesty International hvetur almenning til að koma á Lækjartorg klukkan fimm í dag til að sýna samstöðu með fórnarlömbum árásanna í Lundúnum,og standa vörð um mannréttindi. Er fólk hvatt til að taka með sér kerti og tendra þau. 7.7.2005 00:01 Kirkjur verði opnaðar í kvöld Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, bendir þeim tilmælum til presta að þeir, eftir því sem því verður við komið, opni kirkjur sínar klukkan 18 í kvöld til að taka þar á móti fólki og leiða það í fyrirbæn fyrir fórnarlömbum atburðanna í London í morgun. 7.7.2005 00:01 Tugir breyttu ferðaáætlun Ekki varð röskun á áætlunarflugi Icelandair og Iceland Express milli Keflavíkur og Lundúna í gær. Vélar beggja félaga lentu þar um hádegisbil og héldu til Íslands á ný klukkan eitt. 7.7.2005 00:01 Enn ekki náðst í 20 Íslendinga Ekki hefur enn tekist að ná í rúmlega tuttugu Íslendinga, sem talið er að séu í Lundúnum, en hjá utanríkisráðuneytinu er verið að reyna að hafa uppi á þeim að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra. 7.7.2005 00:01 Fréttamönnum fækkað á RÚV Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður fréttamönnum fækkað hjá Ríkisútvarpinu vegna niðurskurðar á seinni helmingi ársins. Hjá fréttastofu útvarps verður fækkað um einn í ritstjórn bæði Spegilsins og Morgunvaktarinnar, en nú eru þrír fréttamenn í ritstjórn hvors þáttar. Ekki á hins vegar að stytta þættina. 7.7.2005 00:01 Annmarkar á málsmeðferð Umboðsmaður Alþingis telur að verulegir annmarkar hafi verið á málsmeðferð ríkissaksóknara þegar hann staðfesti ákvörðun lögreglu um að rannsókn kærumáls yrði hætt. 7.7.2005 00:01 Lítið um pestir hjá börnum Heilsufar barna hefur verið með betra móti enn sem komið er í sumar en það er töluverð breyting frá fyrri hluta ársins. "Okkur finnst sumarið alls ekki hafa farið illa af stað og heilsufar barna er með betra móti ef eitthvað er," segir Atli Árnason, yfirlæknir á heilsugæslunni í Grafarvogi. 7.7.2005 00:01 Taxtahækkanir yfirvofandi Hækkanir á töxtum leigu- og sendibifreiða standa fyrir dyrum eftir breytingar þær sem urðu á olíugjaldinu þann fyrsta júlí síðastliðinn. Hafa breytingar í för með sér talsverðan kostnaðarauka fyrir þær starfsstéttir og reyndar fleiri. 7.7.2005 00:01 Útiloka ekki fleiri árásir Almenningur verður að vera vel á verði, segja talsmenn lögregluyfirvalda í London, þar sem ekki sé ljóst hvort að hrinu hryðjuverkaárása í borginni sé lokið. Bandarísk yfirvöld hafa einnig ákveðið að hækka viðbúnaðarstigið þar í landi, þó aðeins fyrir lestarkerfi og neðanjarðarlestir. Flugsamgöngur verða eftir sem áður með sama hætti og venjulega. 7.7.2005 00:01 Neyðarfundur hjá öryggisráðinu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi fyrir stundu til að fordæma hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum í morgun sem kostuðu minnst 45 manns lífið. Tölur um slasaða í árásunum eru enn nokkuð á reiki en samkvæmt bresku sjónvarpsstöðinni Sky er óttast að um þúsund manns hafi slasast, þar af á annað hundrað alvarlega. 7.7.2005 00:01 Hefur ekki áhrif á flug Sprengingarnar í Lundúnum hafa ekki áhrif á áætlunarflug Icelandair og Iceland Express. Hundruð Íslendinga eiga pantaða ferð með flugfélögunum til og frá Lundúnum í dag. 7.7.2005 00:01 Öryggisgæsla hert í Leifsstöð "Það er ekki hægt að segja að viðbúnaður hér hafi verið aukinn en það var skerpt á allri öryggisgæslu í kjölfar hryðjuverkanna í London," sagði Jóhann R. Benediktsson, Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. 7.7.2005 00:01 Björgunarskip kallað út Björgunarskipið Húnbjörg var kallað út ásamt Björgunarsveit Skagastrandar rúmlega fjögur í dag vegna trillu sem strandað hafði við Skagaströnd. Skipið var komið úr höfn nokkrum mínútum eftir útkallið og klukkan fimm var björgunarskipið komið á vettvang og bjargaði manninum frá borði. 7.7.2005 00:01 Hið minnsta 37 látnir Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum í dag. Tala þeirra sem fórust hefur verið mjög á reiki í dag. Reuters-fréttaþjónustan hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist. 7.7.2005 00:01 Hóta Dönum og Ítölum sömu meðferð "Hin Leynilegu samtök heilags stríðs al-Kaida í Evrópu" sem lýst hafi sig ábyrg fyrir hryðjuverkunum í London í gær hafa hótað Dönum og Ítölum sömu örlögum styðji þessar þjóðir áfram við bakið á Bandaríkjamönnum í hernaði þeirra í Írak og Afganistan. 7.7.2005 00:01 50 látnir segir innanríkisráðherra Fimmtíu létust í árásunum í London að sögn innanríkisráðherra Bretlands, Charles Clarke. Þetta var haft eftir ráðherranum fyrir stundu. 7.7.2005 00:01 37 látnir; al-Qaida ábyrg Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni. 7.7.2005 00:01 Taka árás með stillingu "Það er sérkennilegt að vera hér," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem stödd er í London. "Það er mikil þögn yfir borginni og nánast engir bílar á ferli." 7.7.2005 00:01 Lýðræðisleg öfl hljóta að sigra "Við Íslendingar, eins og aðrar þjóðir fordæmum þessi grimmilegu hryðjuverk sem beinast gagnvart saklausum borgurum," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. 7.7.2005 00:01 Vilja listamiðstöð á Laugarvatni "Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi við hugmyndir okkar um að hús Héraðsskólans á Laugarvatni verði gert að alþjóðlegri listamiðstöð," segir Alda Sigurðardóttir en hún fer fyrir hópi fólks sem hefur þetta að baráttumáli. 7.7.2005 00:01 Spyr um launamál borgarinnar "Ég vildi einfaldlega fá úr því skorið hvort laun þeirra sem nú eru titlaðir sem sviðstjórar hafi hækkað verulega við stjórnkerfisbreytingarnar þó svo að ábyrgðin eða umsvifin hafi ekki aukist í flestum tilfellum," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. 7.7.2005 00:01 Bænastund í Dómkirkjunni Boðað var til bænastundar í Dómkirkjunni klukkan átta í gærkvöldi vegna atburðanna í London. "Með þessu viljum við sýna vinarþjóð okkar samstöðu og þá sérstaklega fórnarlömbum þar í landi og ættingjum þeirra," segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. 7.7.2005 00:01 Fögnuður varð að hryllingi Dagarnir sjötti og sjöundi júlí 2005 marka djúp spor í sögu Lundúnabúa, hvor með sínum hætti. Fyrri daginn ljómaði borgin af æstum fögnuði yfir því að hafa verið útnefnd til að hýsa Ólympíuleikana árið 2012, en morguninn eftir brast á hryllingur hryðjuverka með röð sprenginga í almenningssamgöngukerfi borgarinnar. 7.7.2005 00:01 Fánar í hálfa stöng í gær Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi í gær fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands samúðarskeyti til Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, vegna hryðjuverkanna í Lundúnum í gærmorgun. 7.7.2005 00:01 Forsetinn vottar samúð sína "Ég votta yður og bresku þjóðinni djúpa samúð mína, konu minnar og Íslendinga allra vegna hinna hræðilegu hryðjuverkaárása í London," segir í skeyti sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sendi í gær til Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og Elísabetar Bretadrottningar. 7.7.2005 00:01 Dæmdur fyrir flöskubrot Maður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að berja annan í höfuðið með flösku fyrir utan Félagsheimili Húsavíkur aðfararnótt sunnudagsins 6. júní í fyrra. Flaskan brotnaði og skarst sá nokkuð sem fyrir högginu varð. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum, fullur og æstur. 7.7.2005 00:01 Öll heimili tengd árið 2011 Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur hafa skrifað undir samning um að ljósleiðaravæðingu allra heimila borgarinnar ljúki árið 2011. Sambærilegir samningar hafa verið gerðir við Akraneskaupstað og Seltjarnarnes. 7.7.2005 00:01 Veikur af vosbúð við Kárahnjúka "Minn maður liggur fárveikur eftir kulda og vosbúð á Kárahnjúkum," sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Ólafs Páls Sigurðssonar, þegar gerð var tilraun til að þingfesta mál á hendur honum fyrir að sprauta grænu skyri á gesti álráðstefnu á hótel Nordica í Reykjavík um miðjan júní. 7.7.2005 00:01 Máli flugskóla vísað frá Kærumáli Flugmálastjórnar á hendur forsvarsmanna flugskóla í Reykjavík frá í apríl í fyrra var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun vikunnar. Lögregla kærði stjórnarmann félagsins fyrir brot gegn loftferðalögum og almennum hegningarlögum. 7.7.2005 00:01 Kertaljós tendruð á Lækjartorgi Kertaljós voru tendruð á mótmælafundi Amnesty International við Lækjartorg klukkan fimm. Opinberar stofnanir flögguðu í hálfa stöng og íslenskir þjóðarleiðtogar sendu Bretum samúðarkveðjur í kjölfar atburðanna í dag. Fyrirbænastund verður í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan átta í kvöld. 7.7.2005 00:01 Árás á alþjóðasamfélagið Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands var staddur í London í gærmorgun þegar hryðjuverkaárásirnar áttu sér stað. Hann segist þó hafa verið í nokkurri fjarlægð frá þeim stöðum þar sem sprengingarnar urðu og því hafi hann ekki orðið þeirra var fyrst í stað. 7.7.2005 00:01 Múslimar harma árásirnar Ahmed Sheikh, forseti félags múslima í London fordæmir árásirnar í London og segist óttast að múslimar þurfi að gjalda fyrir hryðjuverkin. Hann segist hafa mestar áhyggjur af konum sem bera höfuðslæður og mæltist til þess við alla múslima að þeir færu varlega næstu daga og létu lítið fyrir sér fara. 7.7.2005 00:01 Full samúðar "Maður verður óttalaga máttlaus og lítill þegar slíkt gengur á," segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. 7.7.2005 00:01 Fordæma árásirnar Hamid Karzai, forseti Afganistans, segir hryðjuverkin í Lundúnum viðurstyggileg og hneykslanleg. Hann segir það liggja fyrir að tilgangurinn hafi verið að myrða saklausa borgara og fordæmir árásirnar harðlega. 7.7.2005 00:01 Háannatími valinn fyrir árásirnar Á tæpri klukkustund tókst hryðjuverkamönnum að valda meiri glundroða í Lundúnum en dæmi eru um síðan frá stríðslokum. Sprengjur sprungu á fjórum stöðum og í það minnsta 38 manns týndu lífi. 7.7.2005 00:01 Stríð uppræta ekki hatur "Við fordæmum þetta auðvitað," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, aðspurður um viðbrögð við hryðjuverkaárásunum. 7.7.2005 00:01 Samstaða með fórnarlömbum Íslandsdeild Amnesty International efndi til stundar á Lækjartorgi í gær til að sýna fórnarlömbum hryðjuverkaárásana í Lundúnum samstöðu og samúð. 7.7.2005 00:01 Áfallahjálp í nauð Jóhann Thoroddsen sálfræðingur þekkir vel til þess ferlis sem fer í gang þegar veita þarf áfallahjálp. 7.7.2005 00:01 Vottar fjölskyldum látinna samúð Elísabet önnur Bretadrottning sendi frá sér tilkynningu í kjölfar hryðjuverkaárásanna í gærmorgun. 7.7.2005 00:01 Samfelld byggð á strandlínunni Skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögur um breytingar á deiliskipulagi við Baróns- og Skuggareit við norðurströndina í Reykjavík. Eftir að byggingar hafa risið á þessum reitum er gert ráð fyrir að samfelld byggð myndist þegar litið er á strandlínuna frá Laugarnesi. 7.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Tala látinna enn á reiki Tala þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á Lundúnaborg í morgun er enn mjög á reiki. Reuters-fréttaþjónustan hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist; staðfest tala frá Lundúnalögreglunni er þrjátíu og þrír. Slasaðir eru sagðir á bilinu hundrað og fimmtíu, sem eru alvarlega slasaðir, til eitt þúsund. 7.7.2005 00:01
Al-Qaida enn á ný? Al-Qaida er enn á ný á kreiki í Evrópu, miðað við yfirlýsingu sem birtist undir hádegi. Samtökin hóta þar Dönum og Ítölum vegna starfa þarlendra í Írak og Afganistan. 7.7.2005 00:01
Ánægð með Ólympíuleikana Ánægja greip um sig meðal starfsfólks og viðskiptavina Söluturnsins London í Austurstræti í Reykjavík þegar spurðist að Ólympíuleikarnir verði haldnir í stórborginni London á Englandi árið 2012. 7.7.2005 00:01
Leifsstöð brýtur samkeppnislög "Nú viljum við láta á það reyna hvort þessi starfsemi stenst lög með því að leggja fram kæru og fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. 7.7.2005 00:01
Lennon og McCartney Bíldudals Blómlegt menningarlíf á Bíldudal í Arnarfirði hefur vakið landsathygli enda virðist sem bærinn geti státað af fleiri listamönnum en önnur þorp á landinu. </font /></b /> 7.7.2005 00:01
Sýni samstöðu með fórnarlömbum Íslandsdeild Amnesty International hvetur almenning til að koma á Lækjartorg klukkan fimm í dag til að sýna samstöðu með fórnarlömbum árásanna í Lundúnum,og standa vörð um mannréttindi. Er fólk hvatt til að taka með sér kerti og tendra þau. 7.7.2005 00:01
Kirkjur verði opnaðar í kvöld Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, bendir þeim tilmælum til presta að þeir, eftir því sem því verður við komið, opni kirkjur sínar klukkan 18 í kvöld til að taka þar á móti fólki og leiða það í fyrirbæn fyrir fórnarlömbum atburðanna í London í morgun. 7.7.2005 00:01
Tugir breyttu ferðaáætlun Ekki varð röskun á áætlunarflugi Icelandair og Iceland Express milli Keflavíkur og Lundúna í gær. Vélar beggja félaga lentu þar um hádegisbil og héldu til Íslands á ný klukkan eitt. 7.7.2005 00:01
Enn ekki náðst í 20 Íslendinga Ekki hefur enn tekist að ná í rúmlega tuttugu Íslendinga, sem talið er að séu í Lundúnum, en hjá utanríkisráðuneytinu er verið að reyna að hafa uppi á þeim að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra. 7.7.2005 00:01
Fréttamönnum fækkað á RÚV Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður fréttamönnum fækkað hjá Ríkisútvarpinu vegna niðurskurðar á seinni helmingi ársins. Hjá fréttastofu útvarps verður fækkað um einn í ritstjórn bæði Spegilsins og Morgunvaktarinnar, en nú eru þrír fréttamenn í ritstjórn hvors þáttar. Ekki á hins vegar að stytta þættina. 7.7.2005 00:01
Annmarkar á málsmeðferð Umboðsmaður Alþingis telur að verulegir annmarkar hafi verið á málsmeðferð ríkissaksóknara þegar hann staðfesti ákvörðun lögreglu um að rannsókn kærumáls yrði hætt. 7.7.2005 00:01
Lítið um pestir hjá börnum Heilsufar barna hefur verið með betra móti enn sem komið er í sumar en það er töluverð breyting frá fyrri hluta ársins. "Okkur finnst sumarið alls ekki hafa farið illa af stað og heilsufar barna er með betra móti ef eitthvað er," segir Atli Árnason, yfirlæknir á heilsugæslunni í Grafarvogi. 7.7.2005 00:01
Taxtahækkanir yfirvofandi Hækkanir á töxtum leigu- og sendibifreiða standa fyrir dyrum eftir breytingar þær sem urðu á olíugjaldinu þann fyrsta júlí síðastliðinn. Hafa breytingar í för með sér talsverðan kostnaðarauka fyrir þær starfsstéttir og reyndar fleiri. 7.7.2005 00:01
Útiloka ekki fleiri árásir Almenningur verður að vera vel á verði, segja talsmenn lögregluyfirvalda í London, þar sem ekki sé ljóst hvort að hrinu hryðjuverkaárása í borginni sé lokið. Bandarísk yfirvöld hafa einnig ákveðið að hækka viðbúnaðarstigið þar í landi, þó aðeins fyrir lestarkerfi og neðanjarðarlestir. Flugsamgöngur verða eftir sem áður með sama hætti og venjulega. 7.7.2005 00:01
Neyðarfundur hjá öryggisráðinu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi fyrir stundu til að fordæma hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum í morgun sem kostuðu minnst 45 manns lífið. Tölur um slasaða í árásunum eru enn nokkuð á reiki en samkvæmt bresku sjónvarpsstöðinni Sky er óttast að um þúsund manns hafi slasast, þar af á annað hundrað alvarlega. 7.7.2005 00:01
Hefur ekki áhrif á flug Sprengingarnar í Lundúnum hafa ekki áhrif á áætlunarflug Icelandair og Iceland Express. Hundruð Íslendinga eiga pantaða ferð með flugfélögunum til og frá Lundúnum í dag. 7.7.2005 00:01
Öryggisgæsla hert í Leifsstöð "Það er ekki hægt að segja að viðbúnaður hér hafi verið aukinn en það var skerpt á allri öryggisgæslu í kjölfar hryðjuverkanna í London," sagði Jóhann R. Benediktsson, Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. 7.7.2005 00:01
Björgunarskip kallað út Björgunarskipið Húnbjörg var kallað út ásamt Björgunarsveit Skagastrandar rúmlega fjögur í dag vegna trillu sem strandað hafði við Skagaströnd. Skipið var komið úr höfn nokkrum mínútum eftir útkallið og klukkan fimm var björgunarskipið komið á vettvang og bjargaði manninum frá borði. 7.7.2005 00:01
Hið minnsta 37 látnir Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum í dag. Tala þeirra sem fórust hefur verið mjög á reiki í dag. Reuters-fréttaþjónustan hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist. 7.7.2005 00:01
Hóta Dönum og Ítölum sömu meðferð "Hin Leynilegu samtök heilags stríðs al-Kaida í Evrópu" sem lýst hafi sig ábyrg fyrir hryðjuverkunum í London í gær hafa hótað Dönum og Ítölum sömu örlögum styðji þessar þjóðir áfram við bakið á Bandaríkjamönnum í hernaði þeirra í Írak og Afganistan. 7.7.2005 00:01
50 látnir segir innanríkisráðherra Fimmtíu létust í árásunum í London að sögn innanríkisráðherra Bretlands, Charles Clarke. Þetta var haft eftir ráðherranum fyrir stundu. 7.7.2005 00:01
37 látnir; al-Qaida ábyrg Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni. 7.7.2005 00:01
Taka árás með stillingu "Það er sérkennilegt að vera hér," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem stödd er í London. "Það er mikil þögn yfir borginni og nánast engir bílar á ferli." 7.7.2005 00:01
Lýðræðisleg öfl hljóta að sigra "Við Íslendingar, eins og aðrar þjóðir fordæmum þessi grimmilegu hryðjuverk sem beinast gagnvart saklausum borgurum," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. 7.7.2005 00:01
Vilja listamiðstöð á Laugarvatni "Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi við hugmyndir okkar um að hús Héraðsskólans á Laugarvatni verði gert að alþjóðlegri listamiðstöð," segir Alda Sigurðardóttir en hún fer fyrir hópi fólks sem hefur þetta að baráttumáli. 7.7.2005 00:01
Spyr um launamál borgarinnar "Ég vildi einfaldlega fá úr því skorið hvort laun þeirra sem nú eru titlaðir sem sviðstjórar hafi hækkað verulega við stjórnkerfisbreytingarnar þó svo að ábyrgðin eða umsvifin hafi ekki aukist í flestum tilfellum," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. 7.7.2005 00:01
Bænastund í Dómkirkjunni Boðað var til bænastundar í Dómkirkjunni klukkan átta í gærkvöldi vegna atburðanna í London. "Með þessu viljum við sýna vinarþjóð okkar samstöðu og þá sérstaklega fórnarlömbum þar í landi og ættingjum þeirra," segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. 7.7.2005 00:01
Fögnuður varð að hryllingi Dagarnir sjötti og sjöundi júlí 2005 marka djúp spor í sögu Lundúnabúa, hvor með sínum hætti. Fyrri daginn ljómaði borgin af æstum fögnuði yfir því að hafa verið útnefnd til að hýsa Ólympíuleikana árið 2012, en morguninn eftir brast á hryllingur hryðjuverka með röð sprenginga í almenningssamgöngukerfi borgarinnar. 7.7.2005 00:01
Fánar í hálfa stöng í gær Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi í gær fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands samúðarskeyti til Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, vegna hryðjuverkanna í Lundúnum í gærmorgun. 7.7.2005 00:01
Forsetinn vottar samúð sína "Ég votta yður og bresku þjóðinni djúpa samúð mína, konu minnar og Íslendinga allra vegna hinna hræðilegu hryðjuverkaárása í London," segir í skeyti sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sendi í gær til Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og Elísabetar Bretadrottningar. 7.7.2005 00:01
Dæmdur fyrir flöskubrot Maður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að berja annan í höfuðið með flösku fyrir utan Félagsheimili Húsavíkur aðfararnótt sunnudagsins 6. júní í fyrra. Flaskan brotnaði og skarst sá nokkuð sem fyrir högginu varð. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum, fullur og æstur. 7.7.2005 00:01
Öll heimili tengd árið 2011 Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur hafa skrifað undir samning um að ljósleiðaravæðingu allra heimila borgarinnar ljúki árið 2011. Sambærilegir samningar hafa verið gerðir við Akraneskaupstað og Seltjarnarnes. 7.7.2005 00:01
Veikur af vosbúð við Kárahnjúka "Minn maður liggur fárveikur eftir kulda og vosbúð á Kárahnjúkum," sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Ólafs Páls Sigurðssonar, þegar gerð var tilraun til að þingfesta mál á hendur honum fyrir að sprauta grænu skyri á gesti álráðstefnu á hótel Nordica í Reykjavík um miðjan júní. 7.7.2005 00:01
Máli flugskóla vísað frá Kærumáli Flugmálastjórnar á hendur forsvarsmanna flugskóla í Reykjavík frá í apríl í fyrra var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun vikunnar. Lögregla kærði stjórnarmann félagsins fyrir brot gegn loftferðalögum og almennum hegningarlögum. 7.7.2005 00:01
Kertaljós tendruð á Lækjartorgi Kertaljós voru tendruð á mótmælafundi Amnesty International við Lækjartorg klukkan fimm. Opinberar stofnanir flögguðu í hálfa stöng og íslenskir þjóðarleiðtogar sendu Bretum samúðarkveðjur í kjölfar atburðanna í dag. Fyrirbænastund verður í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan átta í kvöld. 7.7.2005 00:01
Árás á alþjóðasamfélagið Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands var staddur í London í gærmorgun þegar hryðjuverkaárásirnar áttu sér stað. Hann segist þó hafa verið í nokkurri fjarlægð frá þeim stöðum þar sem sprengingarnar urðu og því hafi hann ekki orðið þeirra var fyrst í stað. 7.7.2005 00:01
Múslimar harma árásirnar Ahmed Sheikh, forseti félags múslima í London fordæmir árásirnar í London og segist óttast að múslimar þurfi að gjalda fyrir hryðjuverkin. Hann segist hafa mestar áhyggjur af konum sem bera höfuðslæður og mæltist til þess við alla múslima að þeir færu varlega næstu daga og létu lítið fyrir sér fara. 7.7.2005 00:01
Full samúðar "Maður verður óttalaga máttlaus og lítill þegar slíkt gengur á," segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. 7.7.2005 00:01
Fordæma árásirnar Hamid Karzai, forseti Afganistans, segir hryðjuverkin í Lundúnum viðurstyggileg og hneykslanleg. Hann segir það liggja fyrir að tilgangurinn hafi verið að myrða saklausa borgara og fordæmir árásirnar harðlega. 7.7.2005 00:01
Háannatími valinn fyrir árásirnar Á tæpri klukkustund tókst hryðjuverkamönnum að valda meiri glundroða í Lundúnum en dæmi eru um síðan frá stríðslokum. Sprengjur sprungu á fjórum stöðum og í það minnsta 38 manns týndu lífi. 7.7.2005 00:01
Stríð uppræta ekki hatur "Við fordæmum þetta auðvitað," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, aðspurður um viðbrögð við hryðjuverkaárásunum. 7.7.2005 00:01
Samstaða með fórnarlömbum Íslandsdeild Amnesty International efndi til stundar á Lækjartorgi í gær til að sýna fórnarlömbum hryðjuverkaárásana í Lundúnum samstöðu og samúð. 7.7.2005 00:01
Áfallahjálp í nauð Jóhann Thoroddsen sálfræðingur þekkir vel til þess ferlis sem fer í gang þegar veita þarf áfallahjálp. 7.7.2005 00:01
Vottar fjölskyldum látinna samúð Elísabet önnur Bretadrottning sendi frá sér tilkynningu í kjölfar hryðjuverkaárásanna í gærmorgun. 7.7.2005 00:01
Samfelld byggð á strandlínunni Skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögur um breytingar á deiliskipulagi við Baróns- og Skuggareit við norðurströndina í Reykjavík. Eftir að byggingar hafa risið á þessum reitum er gert ráð fyrir að samfelld byggð myndist þegar litið er á strandlínuna frá Laugarnesi. 7.7.2005 00:01