Innlent

Ráðuneytið opnar upplýsingasíma

Um tvö þúsund Íslendingar eru búsettir í London. Utanríkisráðuneytið hefur opnað upplýsingasíma vegna atburðanna þar. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að sín fyrsta hugsun sé samúð með vinaþjóð Íslendinga, Bretum, en jafnframt að kanna hvort Íslendingar hafi skaðast. Sendiherra Íslands í London, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, er staddur á Íslandi en hann kom inn í utanríkisráðuneytið í morgun til fundar við Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Gunnar Snorra Gunnarsson ráðuneytisstjóra. Davíð var þá að ljúka símtali við Sigurð Arnarson sendiráðsprest í London. Davíð kveðst vona að enginn Íslendingur sé meðal hinna slösuðu en það liggur ekki fyrir á þessari stundu.  Númer upplýsingasímans er 545 9900.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×