Erlent

Tvöfalda þróunaraðstoð

Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims lofuðu í gær að styrkja ríki Afríku um fimmtíu milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar 3.300 milljörðum íslenskra króna. Einnig var ákveðið að styrkja stjórnvöld í Palestínu um þrjá milljarða dala, eða um 200 milljarða íslenskra króna. Þessi styrkur er hluti af nýrri stefnu helstu iðnríkjanna í þróunaraðstoð sem felur einnig í sér niðurfellingu skulda fátækustu ríkjanna, áform um nýtt samkomulag í viðskiptamálum og aðgang fyrir alla að lyfjum gegn alnæmi. Tony Blair kynnti þessa ákvörðun í Skotlandi í gær með leiðtoga hinna G8 ríkjanna sér við hlið. Leiðtogar annarra G8 ríkja virðast hafa látið undan þrýstingi Bandaríkjamanna í loftslagsmálum. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing um loftslagsmál en í henni kom ekkert fram um aðgerðir, markmið eða tímamörk í tengslum við minnkun gróðurhúsalofttegunda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×