Austurbær verður gerður upp 8. júlí 2005 00:01 Fjárfestinga- og framkvæmdafélagið Nýsir hefur fest kaup á Austurbæ, húsinu sem áður var þekkt sem Austurbæjarbíó og síðar Bíóborgin. Félagið ætlar að reka húsið áfram sem menningar- og tónlistarhús. Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis, segir að skrifað hafi verið undir kaupsamning í hádeginu í gær, en félagið keypti af verktakafyrirtækinu Húsbyggi ehf., sem sameinaðist nýverið ÁHÁ-byggingum, sem hafði keypt húsið og sóst eftir leyfi til að rífa það. Sú umleitan vakti upp mótmæli og á endanum fékkst ekki slíkt leyfi hjá borginni. "Við ætlum að gera húsið upp og leigja það svo út líkt og við gerum víðar við fasteignir," segir Sigfús og gerði ráð fyrir að svipaður rekstur yrði í húsinu og verið hefur. "Við leigjum húsið í stök verkefni, hvort sem það verður til tónlistarmanna, leikhópa eða annað." Hvorki verður þó lagt út í rekstur skemmtistaðs né kvikmyndahúss. "Næstur er söngleikurinn Anný, svo er Ávaxtakarfan og hvað þetta heitir allt saman. Eftirspurnin er nóg," segir hann. Kaupverð fæst ekki uppgefið, en nú segir Sigfús að lagst verði yfir að meta hversu umfangsmiklar endurbætur þurfi á húsinu. "Það þarf allavega að fríska þetta upp aðeins og mála í skemmtilegri litum," segir hann og gerir einnig ráð fyrir töluverðum endurbótum á húsmunum. "Við leggjumst yfir það með okkar mönnum að meta hvað þetta kostar, hvað við treystum okkur í mikið og hvað borgar sig að gera." Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, segir fregnirnar af sölunni mjög ánægjulegar. "Ráðagerðir nýrra eigenda falla út af fyrir sig mjög vel að okkar hugmyndum um svæðið í kringum Hlemm. Þar sjáum við á næstu árum sóknarfæri, íbúum gæti fjölgað og úr yrði ungt hverfi með menningarlegt og lifandi yfirbragð," segir hann og bætir við að borgin sé tilbúin að skoða hvað til þurfi að koma í skipulagi eða öðru til að húsið nýtist sem alhliða menningarhús. "Slíkar hugmyndir yrðu skoðaðar í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila á svæðinu." Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Fjárfestinga- og framkvæmdafélagið Nýsir hefur fest kaup á Austurbæ, húsinu sem áður var þekkt sem Austurbæjarbíó og síðar Bíóborgin. Félagið ætlar að reka húsið áfram sem menningar- og tónlistarhús. Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis, segir að skrifað hafi verið undir kaupsamning í hádeginu í gær, en félagið keypti af verktakafyrirtækinu Húsbyggi ehf., sem sameinaðist nýverið ÁHÁ-byggingum, sem hafði keypt húsið og sóst eftir leyfi til að rífa það. Sú umleitan vakti upp mótmæli og á endanum fékkst ekki slíkt leyfi hjá borginni. "Við ætlum að gera húsið upp og leigja það svo út líkt og við gerum víðar við fasteignir," segir Sigfús og gerði ráð fyrir að svipaður rekstur yrði í húsinu og verið hefur. "Við leigjum húsið í stök verkefni, hvort sem það verður til tónlistarmanna, leikhópa eða annað." Hvorki verður þó lagt út í rekstur skemmtistaðs né kvikmyndahúss. "Næstur er söngleikurinn Anný, svo er Ávaxtakarfan og hvað þetta heitir allt saman. Eftirspurnin er nóg," segir hann. Kaupverð fæst ekki uppgefið, en nú segir Sigfús að lagst verði yfir að meta hversu umfangsmiklar endurbætur þurfi á húsinu. "Það þarf allavega að fríska þetta upp aðeins og mála í skemmtilegri litum," segir hann og gerir einnig ráð fyrir töluverðum endurbótum á húsmunum. "Við leggjumst yfir það með okkar mönnum að meta hvað þetta kostar, hvað við treystum okkur í mikið og hvað borgar sig að gera." Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, segir fregnirnar af sölunni mjög ánægjulegar. "Ráðagerðir nýrra eigenda falla út af fyrir sig mjög vel að okkar hugmyndum um svæðið í kringum Hlemm. Þar sjáum við á næstu árum sóknarfæri, íbúum gæti fjölgað og úr yrði ungt hverfi með menningarlegt og lifandi yfirbragð," segir hann og bætir við að borgin sé tilbúin að skoða hvað til þurfi að koma í skipulagi eða öðru til að húsið nýtist sem alhliða menningarhús. "Slíkar hugmyndir yrðu skoðaðar í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila á svæðinu."
Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira