Innlent

Foreldrum dæmdar bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið og Þóru Fischer kvensjúkdómalækni til að greiða hjónum 7,6 milljónir króna í bætur vegna missis sonar þeirra, sem lést á kvennadeild Landspítalans fyrir tæpum þremur árum, fjórum dögum eftir fæðingu. Fjölskipaður dómur, með tveim kvensjúkdómalæknum, komst að þeirri niðurstöðu að um stórfellt gáleysi hefði verið að ræða á spítalanum. Fóstrinu, sem var heilbrigt, hefði verið augljós hætta búin eftir að legvatnsstunga leiddi til blæðingar. Eftirliti hefði síðan verið mjög ábótavant og seint og illa hefði verið brugðist við skýrum merkjum um að fóstrið væri orðið alvarlega veikt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×