Fleiri fréttir

Rafræn skráning framför

Aðstoðarlækningaforstjóri Landspítalans segir rafræna skráningu um sjúklinga framför. Hann segir kerfið gott og minnir á að læknar hafi haft jafnan aðgang að heilsufarsupplýsingum áður, en þá hafi tekið lengri tíma að safna þeim saman.

Mótmælir niðurstöðu geðrannsóknar

Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær mál 34 ára gamals manns sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í rúmar 10 vikur, eftir að hafa ráðist á lækni sem meðal annars sinnir rannsókn í sakamálum fyrir lögreglu og í barnsfaðernismálum. Þá er maðurinn kærður fyrir hótanir gegn lækninum og fjölskyldu hans, auk brota á fíkniefnalöggjöf.

Fundu tæp 200 grömm af hassi

Maður á þrítugsaldri hlaut í gær skilorðsbundið mánaðarfangelsi auk 180.000 króna sektar fyrir brot á fíkniefnalöggjöf og umferðarlögum. Hann var að auki sviptur ökuleyfi í þrjú ár og þarf að greiða kostnað upp á 203.501 krónu.

30 grömm urðu 77 með blöndun

31 árs gamall maður var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær, en undir lok febrúar sl. fann lögreglan í Kópavogi tæp 77 grömm af amfetamíni á heimili hans.

Ósáttur við DV fékk tvo mánuði

Jón Trausti Lúthersson var í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa í október í fyrra ráðist á þáverandi fréttastjóra DV. Jón Trausti ruddist með tveimur félögum sínum inn á ritstjórn blaðsins í Reykjavík og vildi hitta fyrir ritstjóra.

Aukningin hjá Cantat-3 ekki FARICE

Rannsókna- og háskólanet Íslands tengist ekki um FARICE sæstrenginn nýja og varð því ekki fyrir truflunum þegar samband rofnaði nýverið við Skotland. Verð gagnaflutninga um FARICE strenginn, sem stjórnvöld standa að, sætir gagnrýni.

Vill endurskoða Íbúðalánasjóð

Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir það ekki tilgang með starfsemi Íbúðalánasjóðs að ýta undir neyslulán og telur brýnt að endurskoða lög um sjóðinn. Hann segir sjóðinn, bankana og lántakendur fara offari á lánamarkaði. Fram kom í fréttum Stöðvar tvö í fyrradag að Íbúðalánasjóður hefði með ríkistryggðu lánsfé endurlánað bönkum og sparisjóðum yfir áttatíu milljarða króna.

Burðardýr segir sögu sína

Fíkniefnasalar senda oft fleiri en eitt burðardýr með sömu flugvél til að villa um fyrir tollgæslunni. Burðardýr, sem var gómað í Leifsstöð, heldur að sér hafi verið att á foraðið til að annar kæmist í gegnum nálaraugað, kannski með miklu meira magn.

Hrefnuveiði hafin

Þrjár hrefnur veiddust í dag, á fyrsta veiðidegi. Um leið og hvalveiðiflotinn hélt úr höfn sást til hvala í Keflavíkurhöfn. Þrjár hrefnur veiddust í dag, á fyrsta veiðidegi. Hrefnuveiðimaðurinn Konráð Eggertsson á Ísafirði lagði úr höfn eldsnemma í morgun til veiða. Um leið og hvalveiðiflotinn hélt úr höfn sást til hvala í Keflavíkurhöfn.

Bílvelta og hraðakstur

Lögregluumdæmin á Íslandi höfðu í einu og öðru að snúast í gær. Flest af því var þó smávægilegt.

Bush hjólar á lögregluþjón

George W. Bush Bandaríkjaforseti fékk sér hjólreiðatúr við komuna til Gleneagles í Skotlandi í gær þar sem leiðtogafundur G8-ríkjanna fer fram. Ekki vildi hins vegar betur til en svo að forsetinn rann í bleytu og lenti í árekstri við lögreglumann sem var á gangi á svæðinu.

Verðlækkanirnar gengu til baka

Verðlækkanir lágvöruverðsverslananna frá því í vor hafa að mestu gengið til baka. Þetta leiðir ný verðkönnun Alþýðusambands Íslands í ljós.

Lundúnir hrepptu hnossið

Mikill fögnuður braust út í Lundúnum í gær þegar tilkynnt var að Ólympíuleikarnir 2012 verði haldnir í borginni. París hafði fram til gærdagsins verið talin líklegust til að verða valin og því voru vonbrigði Frakka með ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar mikil.

Ófriðarský yfir Arnardal

Leiðtogafundur G8-ríkjanna hófst í gær í skugga fjölmennra mótmæla. Fámennur hópur óeirðaseggja stal þó senunni þar sem hann óð uppi með ofbeldi og skrílslátum.

Hugmyndir um niðurrif húss Vistors

Í Garðabæ eru uppi hugmyndir um að rífa hús lyfjafyrirtækisins Vistor til að rýma fyrir stækkun miðbæjarins. Minnihlutinn vill að tillögur þessa efnis verði nú þegar lagðar á hilluna. Vistor vill ekki færa sig um set.

ASÍ gagnrýnir hagstjórn ríkisins

Alþýðusamband Íslands segir að búast megi við harkalegri lendingu við lok stóriðjuframkvæmda. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að mikilvægasta verkefnið sé aðhald í launamálum hins opinbera.

Framsókn undir 4% í Reykjavík

Framsóknarflokkurinn mælist með minna en fjögurra prósenta fylgi í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Gallup. Flokkurinn tapar einu prósentustigi milli mánaða í Reykjavíkurkjördæmunum. Frjálslyndi flokkurinn mælist með tæp tvö prósent.

Hér & Nú ehf. kærir Hér & Nú

Hér & Nú ehf. hefur kært tímaritið Hér & Nú til Samkeppnisstofnunar vegna ruglings sem skapast hefur á nafni hins nýja tímarits. Hér & Nú ehf. ákvað að leggja fram kæru þar sem efnistök tímaritsins Hér & Nú og sú slæma umræða í kringum það í fjölmiðlum að undanförnu hefur neikvæð áhrif á rekstur Hér & Nú ehf.

Upplýsingaútvarp á ensku

Upplýsingaútvarp á ensku fyrir erlenda ferðamenn er komið í loftið á Suðurnesjum. Því er ætlað að auðvelda erlendum ferðamönnum til muna aðgang að gagnlegum upplýsingum.

Skotárás í Bagdad

Fimm opinberir starfsmenn voru skotnir til bana í Bahgdad, höfuðborg Íraks í morgun. Mennirnir voru á leið til vinnu þegar vopnaðir menn hófu skothríð með fyrrgreindum afleiðingum. Þá sprakk bílsprengja við sendiráð Írans í Írak í morgun, en enginn slasaðist í árásinni.

Innbrot í ljósmyndavöruverslun

Brotist var inn í ljósmyndavöruverslun í austurborginni um klukkan fimm í morgun og þaðan stolið á annan tug dýrra myndavéla. Þjófurinn komst undan og er hans nú leitað.

Jarðskjálfti á Súmötru

Öflugur jarðskjálfti upp á sex til sex komma sjö á richter skók eyjuna Súmötru á Indónesíu rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Ekki hafa borist neinar fregnir af skaða á fólki, né eignatjóni. Fjöldi fólks hljóp upp á hæðir af ótta við flóðbylgju í kjölfar skjálftans.

Hamas samtökin hafna aðild

Hamas samtökin í Palestínu hafa hafnað tilboði Mahmoud Abbas, leiðtoga landsins, um aðild að ríkisstjórn Palestínu. Abbas bauð forsvarsmönnum samtakanna til viðræðna um hugsanlega þátttöku í samsteypustjórn, en án árangurs.

Kauptilboð í Somerfield í óvissu

Einhverjir hinna erlendu aðila sem standa að kauptilboði í stórverslanakeðjuna Somerfield ásamt Baugi hafa hótað að hætta við tilboð sín, ef Baugur dregur sig ekki út úr hópnum, að sögn Financial Times. Ástæðan er ákæran, sem Ríkislögreglustjóri hefur gefið út á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs, og fleirum.

Júlílaun kennara skert

Júlílaun grunnskólakennara á meðallaunum eru skert um rúmlega áttatíu þúsund krónur vegna verkfallsins í fyrrahaust.

Eiturlyfjamarkaðurinn

Götuverð á kókaíni hefur hríðfallið á einum mánuði úr tólf þúsund krónum grammið niður í sjö þúsund og fimm hundruð krónur, samkvæmt verðkönnun SÁÁ. Þessi verðlækkun getur verið vísbending um að einhverjum hafi nýverið tekist að smygla miklu af efninu til landsins. 

Gistinóttum fer fjölgandi

Gistinætur á hótelum á landinu í maí síðastliðnum voru fimm prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Þær voru nú tæplega 87 þúsund sem er fjölgun um rúmlega fjögur þúsund. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi.

Við öllu búnir í Gleneagle

Lögreglan í Edinborg telur að um hundrað manns sem mótmæltu leiðtogafundi G8 ríkjanna í gær, kunni að sæta ákæru vegna málsins. Til harðra átaka hefur komið á milli mótmælenda og óeirðalögreglu.

Leit að líki í Grafarvogi hætt

Leit að líki í Grafarvogi í Reykjavík sem hófst síðdegis í gær bar ekki árangur og var henni hætt upp ur miðnætti. Þá höfðu björgunarsveitarmenn, lögregla og slökkviliðsmenn kafað, siglt um voginn og gengið fjörur auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið.

Díselolía dýrari en bensín

Díselolían er orðin dýrari en bensín á bensínstöðvum Essó eftir að félagið ákvað í gær að hækka lítrann af díselolíu upp í 110 krónur. Bensínlítrinn hjá sama félagi og hinum stóru olíufélögunum er hinsvegar á hundrað og níu og tuttugu. Díselolían er nú áttatíu aurum dýrari en bensín.

Ögrandi ummæli Chirac um Breta

Matarslagur geisar milli Breta og Frakka vegna niðrandi ummæla Jacques Chiracs Frakklandsforseta um breska matarhefð. Breskir matgæðingar svara fullum hálsi.

Framboðsmál R listans óljós

Samfylkingin og Vinstri grænir eru óhress með þá tillögu Framsóknarmanna að þeir fái tvö örugg sæti á R-listanum þrátt fyrir að skoðanakönnun bendi til þess að Framsóknarflokkurinn fái engan borgarfulltrúa kjörinn í næstu sveitarstjórnarkosningum.

Endurbætur á kostnað flokksins

Endurbætur á húsi Framsóknarflokksins, sem áður var í eigu Kers, voru að fullu á kostnað flokksins sjálfs, segir í tilkynningu frá Framsóknarflokknum.

Hrefnuveiði aukin

Hafrannsóknastofnun ætlar að láta veiða þrjátíu og níu hrefnur í sumar, en tuttugu og fimm voru veiddar í fyrra og þrjátíu og sex árið þar áður. Talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja segja að miklum hagsmunum sé stefnt í hættu með veiðunum.

Lögreglan á Hróarskeldu leit undan

Danska lögreglan horfði gegnum fingur sér með hassneyslu á útitónleikunum á Hróarskeldu, þótt lög sem sett voru í Danmörku fyrir ári geri ráð fyrir að refsa skuli fyrir jafnvel smæstu fíkniefnabrot. Lögreglan segist ekki bregðast við sé farið fínt í hassreykingarnar, aðeins ef þeim er tranað fram.

Búist við mótmælum í Kaupmannhöfn

George Bush, forseti Bandaríkjanna, kemur til Kaupmannahafnar í kvöld. Bush kemur í stutta heimsókn til Danmerkur á leið sinni á G8-fundinn í Skotlandi. Lögreglan bæði í Danmörku og Svíþjóð býr sig nú undir að tugir þúsundir mótmæli heimsókninni.

Sprengjuárás í Rússlandi

Sprengja sprakk við lögreglustöð í bæ nálægt Chechnyu í Rússlandi í dag. Enn er ekki vitað hversu margir kunna að hafa slasast í sprengingunni en unnið er að björgunaraðgerðum. Enginn hefur lýst verknaðinum á hendur sér. Þá fórust tíu manns er sprengja sprakk í sama bæ á föstudag en þá þá báru öfgasinnaðir múslimar ábyrgð á verknaðinum.

Níu mánaða fangelsi

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann á þrítugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir ýmis afbrot, þar á meðal fyrir aðild að innflutningi á rúmum tveimur og hálfu kílói af kannabisefni til landsins. Með brotunum rauf maðurinn í þriðja sinn skilorð dóms sem hann hlaut árið 2003.

Met í sölu nýrra bíla

Aldrei hafa selst jafn margir nýir bílar hér á landi og nú. Á fyrstu sex mánuðum ársins seldust 9687 nýir bílar. Eru það fleiri nýjar fólksbifreiðar en seldust allt árið 2001 og einnig árið 2002.

Sex mánuði fyrir eignaspjöll

Maður var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir stórfelld eignaspjöll Honum var meðal annars gefið að sök að hafa kveikt í íbúðarhúsinu að Kársnesbraut 7 í Kópavogi, eign eiginkonu sinnar, með þeim afleiðingum að húsið stórskemmdist að innan. Hálfs árs fangelsisvistin fellur niður ef ákærði heldur skilorð í tvö ár.

Skotbardagi á Indlandi

Indverskar öryggissveitir skutu í morgun fimm vopnaða menn til bana. Mennirnir fimm réðust í morgun ásamt fleirum inn í bænahús hindúa og múslima vopnaðir byssum. Lögreglan kom þegar á staðinn og til skotbardaga kom. Honum lauk fljótlega með fyrrgreindum afleiðingum.

Icelandic Group með afkomuviðvörun

Icelandic Group hefur sent frá sér afkomuviðvörun og lækkuðu hlutabréf fyrirtækisins lítillega í morgun. Samþætting rekstrar Icelandic Group hf. og Sjóvíkur ehf. stendur yfir og unnið er að heildarstefnumótun sameinaðs félags en áætlanir og framtíðarsýn sameinaðs fyritækis verða kynntar í lok ágúst.

Icelandic Group með afkomuviðvörun

Icelandic Group hefur sent frá sér afkomuviðvörun og lækkuðu hlutabréf fyrirtækisins lítillega í morgun. Samþætting rekstrar Icelandic Group hf. og Sjóvíkur ehf. stendur yfir og unnið er að heildarstefnumótun sameinaðs félags en áætlanir og framtíðarsýn sameinaðs fyritækis verða kynntar í lok ágúst.

Sjálfsíkveikja í Búkarest

Heimilislaus maður kveikti í sér fyrir framan fjölmiðlafyrirtæki í miðbæ Búkarest, höfuðborg Rúmeníu í dag. Maðurinn klifraði upp í tré og sprautaði málningarþynni yfir sig, kveikti síðan í sér og datt úr trénu.

SÁÁ byggir við Efstaleiti

Skóflustunga að nýrri byggingu SÁÁ við Efstaleiti var tekin í fyrradag en stefnt er að því að byggingu hússins verði lokið haustið 2006.

Sjá næstu 50 fréttir