Erlent

Við öllu búnir í Gleneagle

Lögreglan í Edinborg telur að um hundrað manns sem mótmæltu leiðtogafundi G8 ríkjanna í gær, kunni að sæta ákæru vegna málsins. Til harðra átaka hefur komið á milli mótmælenda og óeirðalögreglu. Fundur leiðtoga G8 ríkjanna eða iðnveldanna átta hefst í Gleneagles skammt frá Edinborg á morgun. Þúsundir mótmælenda hafa komið sér fyrir í Edinborg til að mótmæla fundinum. Til harðra átaka kom í gær á milli mótmælenda og óeirðalögreglu. Lögreglan í Edinborg hefur verið sökuð um að beita harðræði, en talsmenn hennar segja að aðeins hafi verið gripið til viðeigandi ráðstafana til að bregðast við ástandinu í borginni. Að minnsta kosti tuttugu manns, bæði mótmælendur og lögreglumenn, slösuðust í átökunum í gær. Talið er að um hundrað manns kunni að sæta ákæru vegna málsins. Charles Michie, lögreglustjóri Edinborgar, segir að átök eins og þau sem voru í borginni í gær, verði ekki liðin og að lögreglumenn séu reiðubúnir að mæta hverju sem er. Loka þurfti götum í miðborg Edinborgar vegna ástandsins gær en þær voru aftur opnaðar í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×