Innlent

Met í sölu nýrra bíla

MYND/vilhelm Gunnarsson
Aldrei hafa selst jafn margir nýir bílar hér á landi og nú. Á fyrstu sex mánuðum ársins seldust 9687 nýir bílar. Eru það fleiri nýjar fólksbifreiðar en seldust allt árið 2001 og einnig árið 2002. Greining Íslandsbanka segir í Morgunkorni sínu í dag að, ef fram fari sem horfi, verði bílasala hér á landi sú mesta í ár síðan á þensluárinu 1987. Greining Íslandsbanka segir einnig að bílasalan nái væntanlega hámarki í ár á þessu efnahagsuppsveiflutímabili. Með lækkun krónunnar, minni vexti kaupmáttar og hækkun vaxta megi þó reikna með minni sölu á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×