Innlent

SÁÁ byggir við Efstaleiti

Skóflustunga að nýrri byggingu SÁÁ við Efstaleiti var tekin í fyrradag en stefnt er að því að byggingu hússins verði lokið haustið 2006. Það mun stórbæta meðferðar- og félagsstarf SÁÁ og á að hýsa göngudeildarþjónustu, skrifstofu og félagsstarf samtakanna. Árið 2002 var gerð úttekt á ástandi húsa SÁÁ og reyndist það bágborið. Í framhaldinu var ákveðið að ráðast í byggingu hússins við Efstaleiti og hefur núverandi húsnæði samtakanna við Síðumúla verið sett á sölu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×