Innlent

Burðardýr segir sögu sína

Fíkniefnasalar senda oft fleiri en eitt burðardýr með sömu flugvél til að villa um fyrir tollgæslunni. Burðardýr, sem var gómað í Leifsstöð, heldur að sér hafi verið att á foraðið til að annar kæmist í gegnum nálaraugað, kannski með miklu meira magn. Maður frá Suður-Ameríku en búsettur í suður Evrópu landi stjórnar fíkniefnainnflutningi til Íslands, eða svo fullyrðir burðadýr sem Stöð 2 talaði við. Hún segir hann hafa lofað sér 60 þúsund krónum fyrir að flytja kókaín til landsins. Upphæðin nemur þreföldum mánaðarlaunum þar sem hún býr. Samkvæmt frásögn buðardýrsins átti hún að koma með efnin í ferðatösku og henni talin trú um að ekki væri hægt að gegnumlýsa töskuna og vel frá öllu gengið. Hún segist hafa samþykkt þetta þar sem allt virtist vera í lagi en eftir að flugmiði hafði verið keyptur var henni sagt að ferðataskan væri ekki tilbúin og að ekki mætti tapa miðanum og hún því send af stað með aðra ferðatösku. Hann taldi síðan konunni trú um að allt væri í öruggt og að margir hefðu reynt þetta áður og það væri aldrei leitað á Íslandi. Hún segir að sér hafi verið fórnað og notuð sem tálbeita. Hún segir dópsalana velja hverjum gangi vel og hverjum illa. Sumir eru sendir af stað með eitt kíló og eru teknir og séu þeir teknir þá er tap dópsalanna ekki mikið. En á eftir þeirri manneskju sé jafnvel annar sem er með fimm sinnum meira. Aðferðin er þekkt. Því fleiri burðardýr sem ferðast með hverri flugvél - þeim mun meiri líkur eru á því að einhver sleppi í gegn. Viðtakandi kókaínsins sem hún flutti er sagður vera íslenskur. Hann slapp fyrir algera tilviljun naumlega frá lögreglunni. Burðardýrin, þau sem nást ekki, flytja sum peninga með sér frá landinu. Ýmsar aðferðir eru notaðar til að koma dóppeningunum í hendur erlendra glæpamanna. Jón H. B. Snorrason hjá efnahagsbrotadeild RLS segir þá hafa rakið peningasendingar til ýmissa landa sem á hverjum tíma hafa reynst vera upprunalönd fíkniefnasmygls og til flutnings á fólki sem grunur leikur á að eigi að neyða til vændis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×