Innlent

Vill endurskoða Íbúðalánasjóð

Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir það ekki tilgang með starfsemi Íbúðalánasjóðs að ýta undir neyslulán og telur brýnt að endurskoða lög um sjóðinn. Hann segir sjóðinn, bankana og lántakendur fara offari á lánamarkaði. Fram kom í fréttum Stöðvar tvö í fyrradag að Íbúðalánasjóður hefði með ríkistryggðu lánsfé endurlánað bönkum og sparisjóðum yfir áttatíu milljarða króna. Eiríkur segir enga ástæðu til að ætla að Íbúðalánsjóður sé að fara út fyrir þann ramma sem honum er ætlaður eða úr fyrir þau lög sem gilda um hann. Hann segir jafnframt að aðstæður séu mjög óvenjulegar á íbúðalánamarkaðnum og segir Seðlabankannn telja nauðsynlegt að endurskkoða lög um Íbúðalánasjóð. Hann telur koma til greina að gera Íbúðalánasjóð að heildsölubanka í einhverjum mæli þannig að hann afli fjár með ríkisábyrgð og endurláni bönkum og sparisjóðum vegna þeirra íbúðalána. Hann gagnrýnir þó Íbúðalánasjóð fyrir að hækka lánshlutfall í 90 prósent í fyrra, og bankana fyrir að ganga enn lengra og segir að innan Seðlabankans ríki sú skoðun að farið sé offari bæði hjá lánþegum og lánveitendum. Hann segir líka að að það bendi allt til þess að þó nokkuð af þessum lánum til neyslu en bendir líka á að önnur fari til íbúðakaupa. Aðspurður að því hvort að það væru ekki öfugmæli að sjóður sem  lýtur í raun stjórn Ríkisstjórnarinnar skuli beint eða óbeint, með þessum aðgerðum ýta undir neyslulán, segir hann að það sé ekki tilgangur með starfsemi sjóðsins. Um ummæli forstjóra Íbúðalánsjóðs í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag þess efnis sjóðurinn fengi lakari ávöxtun og tæki meiri áhættu með því að geyma fé í Seðlabankanum segist Eiríkur hafa undrast þau ummæli og sagði Íbúðalánasjóð geta fengið 9,1 prósents ársávöxtun í Seðlabankanum, sem í innan við þriggja prósenta verðbólgu séu býsna góð kjör. Hann segir þessi ummæli vekja margar spurningar og vert sé að athuga hvernig bankarnir ávaxta fé sitt ef þeir taka það að láni á svona dýrum kjörum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×