Innlent

Kynnir sér vísindi, orku og lyf

Indlandsforseti mun kynna sér sérstaklega viðvörunarkerfi vegna aðsteðjandi jarðskjálfta og aðra náttúruvá í Íslandsheimsókn sinni sem hefst á mánudag. Heimsóknin stendur í tvo daga en þetta er í fyrsta sinn sem forseti Indlands kemur í opinbera heimsókn til Íslands. Einnig mun hann kynna sér samvinnu Íslendinga og Indverja á sviði lyfjaþróunar og lyfjaframleiðslu sem og nýtingu jarðhita og hvaða lærdóm Indverjar geti dregið af íslenska vetnisverkefninu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×