Innlent

Þyrla upp á Grafarvogskirkju

Þyrla var hífð upp á þak Grafarvogskirkju í dag. Tilefnið er flugmessa sem verður í kirkjunni á morgun. Að sögn séra Vigfúsar Þórs Árnasonar var TF-LÍF of stór til að lenda á þakinu svo að minni þyrla var fengin til að skreyta kirkjuna. TF-LÍF mun hins vegar flytja presta og tónlistarfólk til messu í fyrramálið og lenda með það á hlaðinu. Flugfólk mun annast messuna að mestu leyti en búist er við á annað þúsund kirkjugesta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×