Innlent

Aðstoða bát uppi í fjöru

Varðskip og tvö björgunarskip eru á leið til lands með bát sem hafnaði uppi í fjöru við Stigahlíð í Ísafjarðardjúpi. Einn maður var á bátnum en ekki fengust upplýsingar um hann fyrir fréttir. Í sjálfvirku kerfi tilkynningarskyldunnar sást að báturinn var kominn upp í fjöru og voru björgunarskip frá Bolungarvík og Ísafirði send af stað sem og varðskip sem var á þessum slóðum og er báturinn nú í togi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×