Fleiri fréttir ESA rannsakar stuðning við Farice Eftirlitsstofnun EFTA hefur hafið rannsókn á stuðningi íslenskra stjórnvalda við Farice-verkefnið. Um er að ræða sæstreng sem var tekinn í notkun í fyrra og jók möguleika þjóðarinnar á samskiptum við útlönd um síma eða Netið þúsundfalt. Efasemdir hafa vaknað hjá eftirlitsstofnuninni, sem hefur umsjón með að reglum sé fylgt á evrópska efnahagssvæðinu, um að hlutafjáraukning ríkisins í verkefninu og ríkisábyrgð standist reglurnar. 27.5.2005 00:01 Kynferðisbrotakafli endurskoðaður Dómsmálaráðuneytið vinnur nú að breytingum og er að semja drög að frumvarpi á þeim ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga sem fjalla um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Hefur ráðuneytið fengið Ragnheiði Bragadóttur, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, til að semja drög að frumvarpi vegna breytinga á ákvæðunum. 27.5.2005 00:01 Segir hugmyndir ekki stolnar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, vísar ummælum Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra um að sjálfstæðismenn hafi stolið hugmyndum um uppbyggingu á Örfirisey algjörlega á bug. Steinunn Valdís sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hugmyndirnar hefðu verið kynntar sem trúnaðarmál í hafnarstjórn á sínum tíma og greinilegt væri að sjálfstæðismenn gerðu þær að sinni tillögu nú. Því fagnaði hún. 27.5.2005 00:01 Davíð opnar verksmiðju Lýsis Davíð Oddsson utanríkisráðherra tekur nýja verksmiðju Lýsi hf. formlega í notkun í dag. Verksmiðjan, serm er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, er við Fiskislóð í Örfirisey og er hún 4.400 fermetrar að stærð. Í verksmiðjunni verður hægt að framleiða 6.000 tonn af lýsi á ári en 90 prósent framleiðslunnar fara á markað erlendis. 27.5.2005 00:01 Nýtt fagfélag stofnað Í dag verður stofnað Félag fagfólks í frítímaþjónustu, FFF, en það með rætist draumur um þúsund manns sem starfa á sviði æskulýðsmála víðs vegar um landið. 27.5.2005 00:01 Rannsaka lát fanga í Abu Ghraib Bandaríkjaher hefur hafið rannsókn á dauða íraksk fanga sem var skotinn til bana í Abu Ghraib fangelsinu í nótt. Í tilkynningu frá hernum kemur ekki fram hver aðdragandi málsins hafi verið en að fanginn hafi látist af sárum sínum á sjúkradeild fangelsisins og að unnið sé að rannsókn málsins. 27.5.2005 00:01 Miðar við tveggja milljóna árslaun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt að tjón konu, sem var bjargað frá drukknun úr hvolfdri bifreið í Hólmsá árið 2000, sé að fullu bætt með því að miða við tveggja milljóna króna árslaun. Hún gerði kröfu um þriggja milljóna króna viðmið. Konan, sem er tæplega þrítug, hlaut varanlegan heilaskaða og er metin 100 prósent öryrki eftir slysið og getur ekki snúið aftur á almennan vinnumarkað. 27.5.2005 00:01 Sektaðir fyrir vopnaburð Þrír menn á tvítugsaldri voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir til greiðslu sektar vegna brota á vopnalögum. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa verið með tvo hnífa með 45 sentímetra blaði og höggvoopn í miðborg Reykjavíkur í apríl í fyrra. Mennirnir voru dæmdir til að greiða hver 30 þúsund króna sekt fyrir vopnaburðinn. 27.5.2005 00:01 Nýja Hringbrautin opnuð Syðri akrein hinnar nýju Hringbrautar til austurs verður opnuð fyrir umferð um hádegisbil á morgun en verið er að leggja lokahönd á tengingar og prófun umferðarljósa. 27.5.2005 00:01 Kanna tengsl Viagra og blindu Lyfjaframleiðslurisinn Pfizer greindi frá því í dag að hann ætti í viðræðum við bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið um að fyrirtækið breyti texta á umbúðum stinningarlyfsins Viagra vegna frétta af því að menn hefðu blindast eftir að hafa notað það. Eftirlitið hefur fengið 38 tilkynningar um einhvers konar blindu frá notendum stinningarlyfsins og rannsakar málið. 27.5.2005 00:01 Mál á hendur Ramsey þingfest Þingfest var í Héraðsdómi Reykjaness í dag ákæra á hendur Scott Ramsey sem varð 33 ára dönskum hermanni að bana á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember í fyrra. Sló Ramsey manninn í hálsinn hægra megin með þeim afleiðingum að rifa kom á slagæð sem leiddi til mikilla blæðinga milli heila og heilahimnu af völdum höggsins sem leiddi til dauða hans. 27.5.2005 00:01 Dæmdar bætur vegna uppsagnar Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða starfsmanni sem sagt var upp á sambýli fyrir fatlaða á Blönduósi árið 1998, 800 þúsund krónur í bætur vegna uppsagnarinnar. Í dóminum segir að manninum hafi verið sagt upp störfum vegna vankunnáttu og trúnaðarbrests á milli starfsmannsins og stjórnenda sambýlisins. Hlaut maðurinn einnig tvær áminningar frá sambýlinu en með dómnum voru þær felldar úr gildi. 27.5.2005 00:01 Dæmt til að greiða fyrir akstur Ítalska verktakafyrirtækið Imregilo var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Austfjarðaleið rúmar 5,7 milljónir króna vegna ógreiddra reikninga fyrir rútuakstur með starfsmenn fyrirtækisins. Reis ágreiningur milli fyrirtækjanna um það hvort Impregilo bæri að greiða rútufyrirtækinu eina klukkustund aukalega þar sem keyrt væri með starfsmenn í hádeginu. 27.5.2005 00:01 Norsk félög langt frá markmiðum Hlutfall kvenna í stjórnum norskra fyrirtækja er aðeins fimmtán prósent og fjarri hinu 40 prósenta markmiði sem stefnan er að ná árið 2007. Þetta leiðir ný könnun ljós sem nefnd á vegum viðskipta- og iðnaðarráðuneytis Noregs birti í dag. Þar kemur einnig fram að á bilinu 650-700 konur þurfi í stjórnir fyrirtækjanna til þess að ná markmiðinu, en alls er um að ræða 2500 stjórnarsæti. 27.5.2005 00:01 Lögbrjótar í þúsundavís Vel yfir fjögur þúsund ökumenn óku hraðar en á 110 kílómetra hraða um Ártúnsbrekkuna í vikunni samkvæmt mælum Gatnamálastofu Reykjavíkurborgar en það er 40 kílómetrum hraðar en leyfilegur hámarkshraði. 27.5.2005 00:01 Ánægja með leikskólana Menntaráð Reykjavíkurborgar kynnti í gær niðurstöður úr viðhorfskönnun foreldra leikskólabarna í Reykjavík. Í niðurstöðunum kemur fram að 99% foreldra telja að barni sínu líði mjög eða frekar vel í leikskólanum. 27.5.2005 00:01 Endurskoðun hafin Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsti því yfir á fundi með Samtökum um kvennaathvarf, Stígamót og fleiri samtök í gærmorgun að vinna væri hafin við að endurskoða kynferðiskafla almennra hegningarlaga. 27.5.2005 00:01 Annan kynnir sér ástandið í Darfur Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, kom í dag til Súdans í þriggja daga heimsókn en þar hyggst hann kynna sér ástandið í hinu stríðshrjáða Darfur-héraði. Þar hafa að minnsta kosti 180 þúsund manns látist og tvær milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átaka uppreisnarmanna og arabískra vígamanna sem staðið hafa í rúm tvö ár. 27.5.2005 00:01 Tveir nýir sendiherrar Utanríkisráðherra skipaði í dag þá Helga Gíslason prótokollstjóra og Svein Á. Björnsson sendifulltrúa sendiherra í utanríkisþjónustunni frá og með 1. júní næstkomandi. Helgi Gíslason réðst til starfa í utanríkisþjónustunni árið 1970 og hefur m.a. starfað í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Moskvu, París. Sveinn Á. Björnsson réðst til starfa í viðskiptaráðuneytinu árið 1970 og starfaði m.a. sem viðskiptafulltrúi í París á þess vegum. 27.5.2005 00:01 Fundu gamlar hellaristur við Ósló Fornleifafræðingar í Noregi telja sig hafa fundið hellaristur sem eru 2500-3000 ára gamlar. Risturnar fundust nærri Ósló og eru þær um tvö hundruð talsins. Svæðið sem risturnar eru á fannst fyrir tveimur árum en það var ekki fyrr en í dag sem fornleifafræðingarnir hófu að grennslast fyrir um hvað leyndist á svæðinu. 27.5.2005 00:01 Þarf tvo milljarða í bætt öryggi Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra telur að það þurfi að verja um tveimur milljörðum króna á næstu fjórum árum til að auka öryggi í heilbrigðiskerfinu. 27.5.2005 00:01 Uppi í krana frá því á miðvikudag Lögregla í Atlanta í Bandaríkjunum glímir nú við mann sem grunaður er um að hafa myrt fyrrverandi kærustu sína en hann klifraði upp í byggingarkrana á flótta undan réttvísinni og hefur verið þar síðan á miðvikudag. Maðurinn, Carl Edward Roland, hefur neitað tilboðum lögreglu um mat og vatn og sömuleiðis að stökkva niður á loftdýnur sem komið hefur verið fyrir á þaki byggingarinnar sem kraninn stendur yfir. 27.5.2005 00:01 200 þúsund á málaskrá lögreglu Fjöldi íslenskra ríkisborgara á svokallaðri málaskrá Ríkislögreglustjóra samsvarar öllum Íslendingum á aldrinum 17-80 ára. Á skránni voru um miðjan þennan mánuð skráð nöfn 201.278 einstaklinga en Íslendingar á aldrinum 17-79 ára voru 200.789 um síðustu áramót samkvæmt tölum Hagstofunnar. 27.5.2005 00:01 Aflaði upplýsinga án heimildar Persónuvernd hefur kveðið upp þann úrskurð að Tollstjóranum í Reykjavík hafi verið óheimilt að afla upplýsinga í málaskrá lögreglu um einstakling sem sótti um starf hjá embættinu. 27.5.2005 00:01 Játaði að hafa banað hermanni Scott Ramsey játaði fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag að hafa orðið 33 ára dönskum hermanni að bana á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember í fyrra. Málið var þingfest í héraðsdómi í dag. 27.5.2005 00:01 Kókaíni smyglað í gervibanönum Nýstárlegar smyglaðferðir voru viðhafðar í Miami í Bandaríkjunum í vikunni þegar smyglarar reyndu að koma 340 kílóum af kókaíni inn í landið. Efnið var falið í gervibanönum sem blandað hafði verið í sendingu af alvörubanönum. Gervibananarnir voru í trefjagleri og faldir í yfir þúsund kössum af banönum. 27.5.2005 00:01 Sjóræningjaskip á Reykjaneshrygg Flugvél Landhelgisgæslunnar sá sjö sjóræningjaskip að veiðum á karfaslóð á Reykjaneshrygg í dag. Skipin eru skráð á smáeyju í Karabíska hafinu. 27.5.2005 00:01 Ys og þys á Indlandi Íslandsheimsókn Abdul Kalam, forseta Indlands, hefst í dag og stendur í fjóra daga. Indland er á góðri leið með að verða þriðja stærsta hagkerfi heims en engu að síður fær aðeins hluti Indverja að njóta ávaxtanna af uppsveiflunni. 27.5.2005 00:01 Stinningarlyf virðast valda blindu Bandaríska matar og lyfjastofnunin rannsakar nú hvort 42 þarlendir karlmenn hafi orðið blindir af neyslu stinningarlyfja. Ekki hefur verið tilkynnt um nein slík tilvik hérlendis. 27.5.2005 00:01 20 farast í sprengjutilræði Í það minnsta tuttugu manns biðu bana í sjálfmorðsprengjuárás í Islamabad, höfuðborg Pakistans, í gær. Talið er að illindi á milli trúarhópa í landinu sé kveikja tilræðisins. 27.5.2005 00:01 Einn dagur í þjóðaratkvæðagreiðslu Fátt bendir til að Frakkar muni leggja blessun sína yfir stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem haldin verður á morgun þrátt fyrir mikinn þrýsing frá innlendum og erlendum stjórnmálamönnum. 27.5.2005 00:01 Japanskir hermenn gefast upp Tveir japanskir hermenn, 85 og 87 ára, hafa gefið sig fram á Filippseyjum. Þeir segjast hafa orðið viðskila við flokkinn sinn fyrir sex áratugum. Þeir óttuðust að verða dregnir fyrir herrétt vegna liðhlaups og mættu ekki á fund embættismanna á dögunum. 27.5.2005 00:01 Þjóðverjar samþykkja stjórnarskrá Þýska sambandsþingið staðfesti stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í gær með afgerandi hætti. Aðeins eitt sambandsríkjanna sextán hafnaði honum og alls fékk hann 66 atkvæði af 69. Nú bíður hann formlegrar staðfestingar frá Horst Köhler Þýskalandsforseta. 27.5.2005 00:01 Fær 20 ára fangelsi í Indónesíu Indónesískur dómstóll hefur dæmt hina áströlsku Schapelle Corby í tuttugu ára fangelsi fyrir smygl á fíkniefnum. Corby, sem er 27 ára, var handtekin á flugvellinum í Bali með fjögur kíló af marijúana í október. Hún kveðst saklaus og telur að flugvallarstarfsmenn hafi staðið á bak við smyglið. 27.5.2005 00:01 Óánægja með stjórnvöld ráði höfnun Allt bendir til að Frakkar hafni stjórnarskrá Evrópusambandsins á sunnudaginn. Óánægja með eigin hag virðist ástæða þessa frekar en grundvallarandstaða við efni og tilgang stjórnarskrárinnar. 27.5.2005 00:01 Bandaríkin viðurkenna vanhelgun Bandaríkjaher greindi frá því í gær að rannsókn hefði leitt í ljós að í fimm tilvikum hefði Kóraninn, helgirit múslima, verið vanhelgaður í fangabúðunum við Guantanamo-flóa á Kúbu. Engar sannanir fundust hins vegar fyrir því að honum hefði verið sturtað niður um klósettið. 27.5.2005 00:01 Refsirammi rúmur en dómar of vægir Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor segir að refsirammi kynferðisbrota sé sé rúmur og geri ráð fyrir þungum refsingum. Dómar séu hins vegar oft vægir. Dómsmálaráðherra hefur falið Ragnheiði að skoða ákvæði í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. 27.5.2005 00:01 20 ár fyrir fíkniefnasmygl á Balí Það varð uppi fótur og fit í dag þegar fangelsisdómur var kveðinn upp yfir liðlega tvítugri snyrtidömu fyrir eiturlyfjasmygl á Balí. Málið hefur vakið mikla athygli og hörð viðbrögð í Ástralíu, heimalandi stúlkunnar. 27.5.2005 00:01 Vantar tvöfalt meira fé í Darfur Nærri þrjú hundruð milljónum dollara hefur verið lofað til hjálparstarfa í Darfur-héraði í Súdan en það er aðeins helmingur þess sem þarf til að forða milljónum frá því að svelta. Enn herja skæruliðasveitir á óbreytta íbúa héraðsins. 27.5.2005 00:01 Beið bana í Hvalfirði Karlmaður á þrítugsaldri beið bana í umferðarslysi í Hvalfirði í gærmorgun. Slysið átti sér stað á níunda tímanum þegar flutningabíll og fólksbíll rákust saman. Hinn látni var ökumaður fólksbílsins. 27.5.2005 00:01 Enginn misskilningur Vegna ummæla Steinars Arnar Magnússonar friðargæsluliða um að misskilningur milli stofanna hefði valdið því að þeir hefðu ekki fengið bætur frá Tryggingarstofnun vill Karl Steinar Guðnason forstjóri Tryggingarstofnunar árétta að einskis miskilnings gætti af hálfu stofnunarinnar. 27.5.2005 00:01 Símtal breytti bankasölunni Selja átti Landsbankann og Búnaðarbankann til almennings og tryggja dreifða eignaraðild. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson skiptu um skoðun og ákváðu að selja bankana til eins fjárfestis hvorn um sig eftir að Björgólfur Guðmundsson hringdi í Davíð og vildi kaupa annan hvorn bankann. 27.5.2005 00:01 Stýrðu sölu bankanna Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku völdin af framkvæmdanefnd um einkavæðingu við sölu Landsbankans og Búnaðarbankans til að stýra því hver fengi að kaupa. Átökin um bankana og VÍS voru svo mikil að ríkisstjórnarsamstarfið var í uppnámi um tíma. 27.5.2005 00:01 Fallvölt ímynd í stjórnmálum Hveitibrauðsdögum nýrrar forystu Samfylkingarinnar lauk á fyrsta degi eftir tímamótalandsfund um síðustu helgi. Trúverðugleikinn er á vogarskálum þar sem Ágúst Ólafur Ágústsson verst ásökunum um að hafa beitt sviksamlegum vinnubrögðum í kjöri um embætti varaformanns.</font /></b /> 27.5.2005 00:01 Skorrdælingar velja sér framtíð Íbúar í Skorradalshreppi ákveða um næstu helgi hvort þeir vilja sameinast nágrannasveitarfélögunum eða ekki. Oddvitinn vísar því á bug að þriðjungur þeirra sem eigi lögheimili í Skorradalshreppi séu sumarbústaðareigendur úr höfuðborginni. Blaðamaður kannaði hvort sameiningarmálið væri í raun aðeins átök um auð.</font /></b /> 27.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
ESA rannsakar stuðning við Farice Eftirlitsstofnun EFTA hefur hafið rannsókn á stuðningi íslenskra stjórnvalda við Farice-verkefnið. Um er að ræða sæstreng sem var tekinn í notkun í fyrra og jók möguleika þjóðarinnar á samskiptum við útlönd um síma eða Netið þúsundfalt. Efasemdir hafa vaknað hjá eftirlitsstofnuninni, sem hefur umsjón með að reglum sé fylgt á evrópska efnahagssvæðinu, um að hlutafjáraukning ríkisins í verkefninu og ríkisábyrgð standist reglurnar. 27.5.2005 00:01
Kynferðisbrotakafli endurskoðaður Dómsmálaráðuneytið vinnur nú að breytingum og er að semja drög að frumvarpi á þeim ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga sem fjalla um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Hefur ráðuneytið fengið Ragnheiði Bragadóttur, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, til að semja drög að frumvarpi vegna breytinga á ákvæðunum. 27.5.2005 00:01
Segir hugmyndir ekki stolnar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, vísar ummælum Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra um að sjálfstæðismenn hafi stolið hugmyndum um uppbyggingu á Örfirisey algjörlega á bug. Steinunn Valdís sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hugmyndirnar hefðu verið kynntar sem trúnaðarmál í hafnarstjórn á sínum tíma og greinilegt væri að sjálfstæðismenn gerðu þær að sinni tillögu nú. Því fagnaði hún. 27.5.2005 00:01
Davíð opnar verksmiðju Lýsis Davíð Oddsson utanríkisráðherra tekur nýja verksmiðju Lýsi hf. formlega í notkun í dag. Verksmiðjan, serm er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, er við Fiskislóð í Örfirisey og er hún 4.400 fermetrar að stærð. Í verksmiðjunni verður hægt að framleiða 6.000 tonn af lýsi á ári en 90 prósent framleiðslunnar fara á markað erlendis. 27.5.2005 00:01
Nýtt fagfélag stofnað Í dag verður stofnað Félag fagfólks í frítímaþjónustu, FFF, en það með rætist draumur um þúsund manns sem starfa á sviði æskulýðsmála víðs vegar um landið. 27.5.2005 00:01
Rannsaka lát fanga í Abu Ghraib Bandaríkjaher hefur hafið rannsókn á dauða íraksk fanga sem var skotinn til bana í Abu Ghraib fangelsinu í nótt. Í tilkynningu frá hernum kemur ekki fram hver aðdragandi málsins hafi verið en að fanginn hafi látist af sárum sínum á sjúkradeild fangelsisins og að unnið sé að rannsókn málsins. 27.5.2005 00:01
Miðar við tveggja milljóna árslaun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt að tjón konu, sem var bjargað frá drukknun úr hvolfdri bifreið í Hólmsá árið 2000, sé að fullu bætt með því að miða við tveggja milljóna króna árslaun. Hún gerði kröfu um þriggja milljóna króna viðmið. Konan, sem er tæplega þrítug, hlaut varanlegan heilaskaða og er metin 100 prósent öryrki eftir slysið og getur ekki snúið aftur á almennan vinnumarkað. 27.5.2005 00:01
Sektaðir fyrir vopnaburð Þrír menn á tvítugsaldri voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir til greiðslu sektar vegna brota á vopnalögum. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa verið með tvo hnífa með 45 sentímetra blaði og höggvoopn í miðborg Reykjavíkur í apríl í fyrra. Mennirnir voru dæmdir til að greiða hver 30 þúsund króna sekt fyrir vopnaburðinn. 27.5.2005 00:01
Nýja Hringbrautin opnuð Syðri akrein hinnar nýju Hringbrautar til austurs verður opnuð fyrir umferð um hádegisbil á morgun en verið er að leggja lokahönd á tengingar og prófun umferðarljósa. 27.5.2005 00:01
Kanna tengsl Viagra og blindu Lyfjaframleiðslurisinn Pfizer greindi frá því í dag að hann ætti í viðræðum við bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið um að fyrirtækið breyti texta á umbúðum stinningarlyfsins Viagra vegna frétta af því að menn hefðu blindast eftir að hafa notað það. Eftirlitið hefur fengið 38 tilkynningar um einhvers konar blindu frá notendum stinningarlyfsins og rannsakar málið. 27.5.2005 00:01
Mál á hendur Ramsey þingfest Þingfest var í Héraðsdómi Reykjaness í dag ákæra á hendur Scott Ramsey sem varð 33 ára dönskum hermanni að bana á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember í fyrra. Sló Ramsey manninn í hálsinn hægra megin með þeim afleiðingum að rifa kom á slagæð sem leiddi til mikilla blæðinga milli heila og heilahimnu af völdum höggsins sem leiddi til dauða hans. 27.5.2005 00:01
Dæmdar bætur vegna uppsagnar Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða starfsmanni sem sagt var upp á sambýli fyrir fatlaða á Blönduósi árið 1998, 800 þúsund krónur í bætur vegna uppsagnarinnar. Í dóminum segir að manninum hafi verið sagt upp störfum vegna vankunnáttu og trúnaðarbrests á milli starfsmannsins og stjórnenda sambýlisins. Hlaut maðurinn einnig tvær áminningar frá sambýlinu en með dómnum voru þær felldar úr gildi. 27.5.2005 00:01
Dæmt til að greiða fyrir akstur Ítalska verktakafyrirtækið Imregilo var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða Austfjarðaleið rúmar 5,7 milljónir króna vegna ógreiddra reikninga fyrir rútuakstur með starfsmenn fyrirtækisins. Reis ágreiningur milli fyrirtækjanna um það hvort Impregilo bæri að greiða rútufyrirtækinu eina klukkustund aukalega þar sem keyrt væri með starfsmenn í hádeginu. 27.5.2005 00:01
Norsk félög langt frá markmiðum Hlutfall kvenna í stjórnum norskra fyrirtækja er aðeins fimmtán prósent og fjarri hinu 40 prósenta markmiði sem stefnan er að ná árið 2007. Þetta leiðir ný könnun ljós sem nefnd á vegum viðskipta- og iðnaðarráðuneytis Noregs birti í dag. Þar kemur einnig fram að á bilinu 650-700 konur þurfi í stjórnir fyrirtækjanna til þess að ná markmiðinu, en alls er um að ræða 2500 stjórnarsæti. 27.5.2005 00:01
Lögbrjótar í þúsundavís Vel yfir fjögur þúsund ökumenn óku hraðar en á 110 kílómetra hraða um Ártúnsbrekkuna í vikunni samkvæmt mælum Gatnamálastofu Reykjavíkurborgar en það er 40 kílómetrum hraðar en leyfilegur hámarkshraði. 27.5.2005 00:01
Ánægja með leikskólana Menntaráð Reykjavíkurborgar kynnti í gær niðurstöður úr viðhorfskönnun foreldra leikskólabarna í Reykjavík. Í niðurstöðunum kemur fram að 99% foreldra telja að barni sínu líði mjög eða frekar vel í leikskólanum. 27.5.2005 00:01
Endurskoðun hafin Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsti því yfir á fundi með Samtökum um kvennaathvarf, Stígamót og fleiri samtök í gærmorgun að vinna væri hafin við að endurskoða kynferðiskafla almennra hegningarlaga. 27.5.2005 00:01
Annan kynnir sér ástandið í Darfur Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, kom í dag til Súdans í þriggja daga heimsókn en þar hyggst hann kynna sér ástandið í hinu stríðshrjáða Darfur-héraði. Þar hafa að minnsta kosti 180 þúsund manns látist og tvær milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átaka uppreisnarmanna og arabískra vígamanna sem staðið hafa í rúm tvö ár. 27.5.2005 00:01
Tveir nýir sendiherrar Utanríkisráðherra skipaði í dag þá Helga Gíslason prótokollstjóra og Svein Á. Björnsson sendifulltrúa sendiherra í utanríkisþjónustunni frá og með 1. júní næstkomandi. Helgi Gíslason réðst til starfa í utanríkisþjónustunni árið 1970 og hefur m.a. starfað í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Moskvu, París. Sveinn Á. Björnsson réðst til starfa í viðskiptaráðuneytinu árið 1970 og starfaði m.a. sem viðskiptafulltrúi í París á þess vegum. 27.5.2005 00:01
Fundu gamlar hellaristur við Ósló Fornleifafræðingar í Noregi telja sig hafa fundið hellaristur sem eru 2500-3000 ára gamlar. Risturnar fundust nærri Ósló og eru þær um tvö hundruð talsins. Svæðið sem risturnar eru á fannst fyrir tveimur árum en það var ekki fyrr en í dag sem fornleifafræðingarnir hófu að grennslast fyrir um hvað leyndist á svæðinu. 27.5.2005 00:01
Þarf tvo milljarða í bætt öryggi Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra telur að það þurfi að verja um tveimur milljörðum króna á næstu fjórum árum til að auka öryggi í heilbrigðiskerfinu. 27.5.2005 00:01
Uppi í krana frá því á miðvikudag Lögregla í Atlanta í Bandaríkjunum glímir nú við mann sem grunaður er um að hafa myrt fyrrverandi kærustu sína en hann klifraði upp í byggingarkrana á flótta undan réttvísinni og hefur verið þar síðan á miðvikudag. Maðurinn, Carl Edward Roland, hefur neitað tilboðum lögreglu um mat og vatn og sömuleiðis að stökkva niður á loftdýnur sem komið hefur verið fyrir á þaki byggingarinnar sem kraninn stendur yfir. 27.5.2005 00:01
200 þúsund á málaskrá lögreglu Fjöldi íslenskra ríkisborgara á svokallaðri málaskrá Ríkislögreglustjóra samsvarar öllum Íslendingum á aldrinum 17-80 ára. Á skránni voru um miðjan þennan mánuð skráð nöfn 201.278 einstaklinga en Íslendingar á aldrinum 17-79 ára voru 200.789 um síðustu áramót samkvæmt tölum Hagstofunnar. 27.5.2005 00:01
Aflaði upplýsinga án heimildar Persónuvernd hefur kveðið upp þann úrskurð að Tollstjóranum í Reykjavík hafi verið óheimilt að afla upplýsinga í málaskrá lögreglu um einstakling sem sótti um starf hjá embættinu. 27.5.2005 00:01
Játaði að hafa banað hermanni Scott Ramsey játaði fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag að hafa orðið 33 ára dönskum hermanni að bana á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember í fyrra. Málið var þingfest í héraðsdómi í dag. 27.5.2005 00:01
Kókaíni smyglað í gervibanönum Nýstárlegar smyglaðferðir voru viðhafðar í Miami í Bandaríkjunum í vikunni þegar smyglarar reyndu að koma 340 kílóum af kókaíni inn í landið. Efnið var falið í gervibanönum sem blandað hafði verið í sendingu af alvörubanönum. Gervibananarnir voru í trefjagleri og faldir í yfir þúsund kössum af banönum. 27.5.2005 00:01
Sjóræningjaskip á Reykjaneshrygg Flugvél Landhelgisgæslunnar sá sjö sjóræningjaskip að veiðum á karfaslóð á Reykjaneshrygg í dag. Skipin eru skráð á smáeyju í Karabíska hafinu. 27.5.2005 00:01
Ys og þys á Indlandi Íslandsheimsókn Abdul Kalam, forseta Indlands, hefst í dag og stendur í fjóra daga. Indland er á góðri leið með að verða þriðja stærsta hagkerfi heims en engu að síður fær aðeins hluti Indverja að njóta ávaxtanna af uppsveiflunni. 27.5.2005 00:01
Stinningarlyf virðast valda blindu Bandaríska matar og lyfjastofnunin rannsakar nú hvort 42 þarlendir karlmenn hafi orðið blindir af neyslu stinningarlyfja. Ekki hefur verið tilkynnt um nein slík tilvik hérlendis. 27.5.2005 00:01
20 farast í sprengjutilræði Í það minnsta tuttugu manns biðu bana í sjálfmorðsprengjuárás í Islamabad, höfuðborg Pakistans, í gær. Talið er að illindi á milli trúarhópa í landinu sé kveikja tilræðisins. 27.5.2005 00:01
Einn dagur í þjóðaratkvæðagreiðslu Fátt bendir til að Frakkar muni leggja blessun sína yfir stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem haldin verður á morgun þrátt fyrir mikinn þrýsing frá innlendum og erlendum stjórnmálamönnum. 27.5.2005 00:01
Japanskir hermenn gefast upp Tveir japanskir hermenn, 85 og 87 ára, hafa gefið sig fram á Filippseyjum. Þeir segjast hafa orðið viðskila við flokkinn sinn fyrir sex áratugum. Þeir óttuðust að verða dregnir fyrir herrétt vegna liðhlaups og mættu ekki á fund embættismanna á dögunum. 27.5.2005 00:01
Þjóðverjar samþykkja stjórnarskrá Þýska sambandsþingið staðfesti stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í gær með afgerandi hætti. Aðeins eitt sambandsríkjanna sextán hafnaði honum og alls fékk hann 66 atkvæði af 69. Nú bíður hann formlegrar staðfestingar frá Horst Köhler Þýskalandsforseta. 27.5.2005 00:01
Fær 20 ára fangelsi í Indónesíu Indónesískur dómstóll hefur dæmt hina áströlsku Schapelle Corby í tuttugu ára fangelsi fyrir smygl á fíkniefnum. Corby, sem er 27 ára, var handtekin á flugvellinum í Bali með fjögur kíló af marijúana í október. Hún kveðst saklaus og telur að flugvallarstarfsmenn hafi staðið á bak við smyglið. 27.5.2005 00:01
Óánægja með stjórnvöld ráði höfnun Allt bendir til að Frakkar hafni stjórnarskrá Evrópusambandsins á sunnudaginn. Óánægja með eigin hag virðist ástæða þessa frekar en grundvallarandstaða við efni og tilgang stjórnarskrárinnar. 27.5.2005 00:01
Bandaríkin viðurkenna vanhelgun Bandaríkjaher greindi frá því í gær að rannsókn hefði leitt í ljós að í fimm tilvikum hefði Kóraninn, helgirit múslima, verið vanhelgaður í fangabúðunum við Guantanamo-flóa á Kúbu. Engar sannanir fundust hins vegar fyrir því að honum hefði verið sturtað niður um klósettið. 27.5.2005 00:01
Refsirammi rúmur en dómar of vægir Ragnheiður Bragadóttir lagaprófessor segir að refsirammi kynferðisbrota sé sé rúmur og geri ráð fyrir þungum refsingum. Dómar séu hins vegar oft vægir. Dómsmálaráðherra hefur falið Ragnheiði að skoða ákvæði í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. 27.5.2005 00:01
20 ár fyrir fíkniefnasmygl á Balí Það varð uppi fótur og fit í dag þegar fangelsisdómur var kveðinn upp yfir liðlega tvítugri snyrtidömu fyrir eiturlyfjasmygl á Balí. Málið hefur vakið mikla athygli og hörð viðbrögð í Ástralíu, heimalandi stúlkunnar. 27.5.2005 00:01
Vantar tvöfalt meira fé í Darfur Nærri þrjú hundruð milljónum dollara hefur verið lofað til hjálparstarfa í Darfur-héraði í Súdan en það er aðeins helmingur þess sem þarf til að forða milljónum frá því að svelta. Enn herja skæruliðasveitir á óbreytta íbúa héraðsins. 27.5.2005 00:01
Beið bana í Hvalfirði Karlmaður á þrítugsaldri beið bana í umferðarslysi í Hvalfirði í gærmorgun. Slysið átti sér stað á níunda tímanum þegar flutningabíll og fólksbíll rákust saman. Hinn látni var ökumaður fólksbílsins. 27.5.2005 00:01
Enginn misskilningur Vegna ummæla Steinars Arnar Magnússonar friðargæsluliða um að misskilningur milli stofanna hefði valdið því að þeir hefðu ekki fengið bætur frá Tryggingarstofnun vill Karl Steinar Guðnason forstjóri Tryggingarstofnunar árétta að einskis miskilnings gætti af hálfu stofnunarinnar. 27.5.2005 00:01
Símtal breytti bankasölunni Selja átti Landsbankann og Búnaðarbankann til almennings og tryggja dreifða eignaraðild. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson skiptu um skoðun og ákváðu að selja bankana til eins fjárfestis hvorn um sig eftir að Björgólfur Guðmundsson hringdi í Davíð og vildi kaupa annan hvorn bankann. 27.5.2005 00:01
Stýrðu sölu bankanna Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku völdin af framkvæmdanefnd um einkavæðingu við sölu Landsbankans og Búnaðarbankans til að stýra því hver fengi að kaupa. Átökin um bankana og VÍS voru svo mikil að ríkisstjórnarsamstarfið var í uppnámi um tíma. 27.5.2005 00:01
Fallvölt ímynd í stjórnmálum Hveitibrauðsdögum nýrrar forystu Samfylkingarinnar lauk á fyrsta degi eftir tímamótalandsfund um síðustu helgi. Trúverðugleikinn er á vogarskálum þar sem Ágúst Ólafur Ágústsson verst ásökunum um að hafa beitt sviksamlegum vinnubrögðum í kjöri um embætti varaformanns.</font /></b /> 27.5.2005 00:01
Skorrdælingar velja sér framtíð Íbúar í Skorradalshreppi ákveða um næstu helgi hvort þeir vilja sameinast nágrannasveitarfélögunum eða ekki. Oddvitinn vísar því á bug að þriðjungur þeirra sem eigi lögheimili í Skorradalshreppi séu sumarbústaðareigendur úr höfuðborginni. Blaðamaður kannaði hvort sameiningarmálið væri í raun aðeins átök um auð.</font /></b /> 27.5.2005 00:01