Innlent

Gekk vel fyrir sig

Flugslysaæfing var haldin á Akureyrarflugvelli um helgina. Yfir þrjú hundruð manns tóku þátt í æfingunni og voru heilbrigðisstarfsfólk, björgunarsveitir, lögreglan, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, að ógleymdum miklum fjölda fólks sem lék slasaða, í aðalhlutverkum. Að sögn Árna Birgissonar, æfingastjóra hjá flugmálastjórn Íslands, gekk æfingin nokkuð vel. "Það komu upp örlitlir hnökrar í kringum fjarskipti, en að öðru leyti gekk þetta alveg ágætlega," sagði Árni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×