Erlent

Sjítamoska sprengd í loft upp

Bílsprengja sprakk fyrir utan mosku sjíta í bænum Mahmoudiya suður af Bagdad í dag með þeim afleiðingum að fimm létust og 19 særðust, meirihlutinn börn. Reuters-fréttastofan hefur eftir vitnum að sprengingin hafi verið svo öflug að moskan hafi hrunið og létust nokkrir innan dyra. Ekki er ljóst á þessari stundu hver stóð á bak við árásina en bæði sjítar og súnnítar búa í bænum og hafa þeir eldað saman grátt silfur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×