Erlent

Skallinn erfist frá mömmu

Sköllóttir karlmenn geta nú kennt mæðrum sínum um skallann. Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að það eru gen móðurinnar sem ráða því hvort karlmenn fá skalla eður ei en ekki föðurins eins og áður hefur verið talið. Vísindamenn við háskólann í Bonn hafa uppgötvað gen á x-litningi sem veldur skalla en genið hefur áhrif á framleiðslu karlhormóns. Þennan tiltekna litning erfa karlmenn eingöngu frá móður, en konur erfa hann hins vegar frá báðum foreldrum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×