Innlent

Frábær aðsókn

"Ég er að undirbúa mig fyrir næstu lotu. Þetta hefur gengið afskaplega vel og það er mikið um að vera," segir Guðrún Kristjánsdóttir, kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík. Hún segir að aðsóknin hafi verið mjög góð og uppselt hafi verið á alla tónlistarviðburði. Enn fremur hafi verið góð aðsókn á myndlistarsýningar og aðsóknin sé svipuð og árið á undan. "Það sem hefur verið öðruvísi en í fyrra er að ef ekki selst á viðburðina dögunum fyrir viðburðina, þá selst upp á staðnum eins og gerðist til dæmis með Beethoven-tónleika í fyrradag. Það er afar ánægjulegt að almenningur tekur þessu svona vel. Það eru margir viðburðir framundan og ekki uppselt á þá alla þannig það er enn hægt að fá miða. Reyndar er uppselt á einhverja þeirra og við gætum í raun haft fleiri en eina uppákomu á sumar uppákomur. Við erum afar ánægð með þær viðtökur sem Listahátíðin hefur fengið í ár," sagði Guðrún.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×