Fleiri fréttir Fuglar geti borið flensu hingað Óttast er að farfuglar sem ferðast heimsálfa á milli beri fuglaflensu landa á milli og jafnvel hingað til lands, segir dýralæknir í alifuglasjúkdómum. 23.5.2005 00:01 Lögeglumaður lenti í árekstri Lögeglumaður viðbeinsbrotnaði eftir að hann lenti í árekstri á bifhjóli sínu við bifreið á gatnamótum Háteygvegsvegi og Stakkahlíðar um fimmleytið í gær 23.5.2005 00:01 Eldur í kjallara fjölbýlishúss Slökkvilið höfuðborgasvæðisins var kallað út eftir að mikils reyks var vart í kjallara í fjölbýlishúsi að Háaleitisbraut um klukkan hálf fimm í gær. Eldur hafði komið upp í þvottavél og þurfti reykkafara til að komast að honum. 23.5.2005 00:01 Deilur um stóriðju innan R-lista Forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur var á síðustu stundu meinað að skrifa undir viljayfirlýsingu um álver í Helguvík. Ástæðan er ágreiningur R-listaflokkanna um stóriðjuuppbyggingu. 23.5.2005 00:01 Þrír handteknir á Selfossi Þrír menn voru handteknir á Selfossi á fimmtudaginn eftir að nokkurt magn af amfetamíni, kannabisefnum og -plöntum fannst við húsleit lögreglunnar. 23.5.2005 00:01 Fimm látnir úr hermannaveiki Fimm Norðmenn eru látnir úr hermannaveiki sem blossaði upp í Fredrikstad í Noregi. Tuttugu og fjórir í viðbót hafa greinst með sjúkdóminn. Enn er ekki vitað hvernig hann barst milli manna. 23.5.2005 00:01 Þjást enn af áfallastreitu Tjón af Suðurlandsskjálftunum sumarið 2000 gæti verið helmingi meira en áður var talið. Sérfræðingar telja í nýrri úttekt að rannsaka verði burðarvirki og undirstöður allt að tvö þúsund húsa nærri upptökunum. Fimm árum eftir skjálftana er talið að allt að þúsund manns búi enn við áfallastreitu. 23.5.2005 00:01 Háskólar semja um nemendaskipti Á næstu árum mun íslenskum háskólanemendum fjölga til mikilla muna, en bæði Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa náð samningum við skóla í Shanghai um að skiptast á nemendum. 23.5.2005 00:01 Fer ekki út vegna flugfélagsreglna Gylfi Baldursson talmeinafræðingur fékk ekki að kaupa ferð til Króatíu með Heimsferðum. Flugfélagið sem ferðaskrifstofan skiptir við neitaði að útvega honum súrefniskút meðan á ferðinni stæði. Þá var honum meinað að koma með sinn eigin kút. 23.5.2005 00:01 Ryðja þurfti snjó á fjallvegum Vinnuvélar Vegagerðarinnar eru ekki komnar í sumarfrí en ryðja þurfti Þorskafjarðarheiði og hreinsa snjó af fjallvegum á Austurlandi í morgun. 23.5.2005 00:01 Frusu í hel Leit stendur enn yfir í hlíðum Andesfjalla af nítján hermönnum sem talið er að hafi orðið úti í mikilli stórhríð í fjöllunum í síðustu viku. 26 lík félaga þeirra hafa þegar fundist. 23.5.2005 00:01 Frá Siglufirði til borgar á hjóli Tíu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar hjóluðu til Reykjavíkur til að taka við viðurkenningu í keppninni <em>Hjólað í vinnuna</em>. 23.5.2005 00:01 Rúmenarnir komnir heim 23.5.2005 00:01 Karpað um kjarnorkumálin Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hvöttu í gær Írana til að sýna sveigjanleika við samningaborðið í viðræðum um kjarnorkumál sem haldnar verða síðar í vikunni. 23.5.2005 00:01 Á fimmta tug beið bana í gær Flugumenn al-Kaída í Írak réðu hátt settan embættismann af dögum í Bagdad í gær. Auk þess beið á fimmta tug Íraka bana í árásum víðsvegar um landið. Í Rúmeníu fögnuðu menn hins vegar frelsun þarlendra blaðamanna sem haldið hafði verið í gíslingu í tæpa tvo mánuði. 23.5.2005 00:01 Ný forystusveit í Samfylkingunni Nánast algerlega ný forystusveit tekur nú við stjórnartaumunum í Samfylkingunni eftir úrslit kosninga á landsfundi flokksins í gær. Auk nýs formanns, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og nýs varaformanns, Ágústs Ólafs Ágústssonar, var Ari Skúlason kjörinn gjaldkeri. 22.5.2005 00:01 Talsvert slasaður eftir bílveltu Ökumaður flutningabíls, sem valt skammt frá Þverá í Þjórsárdal snemma í morgun, slasaðist talsvert. Maðurinn gekk á sokkaleistunum um tveggja og hálfs kílómetra leið að bænum Fossnesi til að láta vita af sér. 22.5.2005 00:01 Útlit fyrir afhroð Schröders Allt útlit er fyrir að flokkur Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, Jafnaðarmannaflokkurinn, bíði afhroð og tapi í kosningum sem fram fara í dag í þýska sambandsríkinu Nordrhein-Westfalen en flokkurinn hefur verið þar við völd í tæpa fjóra áratugi. 22.5.2005 00:01 Erill hjá lögreglu í nótt Það voru víða Evróvisjón-partý í nótt og töluvert að gera í lögregluumdæmum í kringum landið vegna hávaðaútkalla. Lögreglan í Reykjavík var kölluð nokkuð oft út vegna hávaða í heimahúsum sem víða stóð fram yfir miðnætti. Þá voru þrettán ökumenn stöðvaðir í Reykjavík grunaðir um ölvun við akstur. 22.5.2005 00:01 Frostnætur tíðar í maí Það sem af er þessum maímánuði hafa frostnætur verið alltíðar. Lætur nærri að í innsveitum hafi mælst frost aðra hverja nótt í mánuðinum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Í Reykjavík hefur næturfrost einnig verið oftar en venja er til eða átta sinnum líkt og á Akureyri. 22.5.2005 00:01 Ný stjórn Samkeppniseftirlits Viðskiptaráðherra hefur skipað í stjórn Samkeppniseftirlitsins. Í stjórnina voru skipuð Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands sem jafnframt er formaður, Jóna Björk Helgadóttir, aðstoðarmaður hæstaréttardómara, og Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. 22.5.2005 00:01 Kominn tími á kynslóðaskipti Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir kominn tíma á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í borginni og segist sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. 22.5.2005 00:01 S.þ. fordæma meintar pyntingar Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu í morgun meintar pyntingar bandarískra hermanna á afgönskum stríðsföngum í herstöð skammt frá Kabúl árið 2002. Samtökin krefjast þess að málið verði rannsakað. 22.5.2005 00:01 Úr takti við almenna flokksmenn? Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og dósent við Háskóla Íslands, segir úrslitin í kjöri í embætti innan Samfylkingarinnar í gær benda til þess að forystusveit flokksins og þingmenn hafi verið úr takti við hinn almenna flokksmann. Það hljóti að mega túlka niðurstöðurnar sem kröfu um breyttan stjórnunarstíl og vinnubrögð innan flokksins. 22.5.2005 00:01 Steingrímur væntir góðs samstarfs Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, óskar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til hamingju með mjög afgerandi sigur í formannskjöri í gær. Hann fagnar því sérstaklega að nýr formaður vilji stilla saman strengi stjórnarandstöðunnar og fella núverandi ríkisstjórn. Steingrímur væntir góðs samstarfs og er bjartsýnn á árangursríkt samstarf. 22.5.2005 00:01 Sjö unglingsstúlkur drukknuðu Að minnsta kosti sjö unglingsstúlkur drukknuðu undan ströndum Suður-Afríku í dag eftir að hafa farið að synda áður en strandverðir voru mættir á svæðið. Stúlkurnar voru á ferðalagi með skólafélögum og kennurum við austurströnd landsins. 22.5.2005 00:01 Ný framkvæmdastjórn kjörin Ný framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar var kjörin síðdegis á landsfundinum sem fram fer í Egilshöll. Þau sem náðu kjöri eru Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Grendal, Tryggvi Felixson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Karl V. Matthíasson og Ingileif Ástvaldsdóttir. 22.5.2005 00:01 Rúmensku gíslunum sleppt Rúmensku blaðamönnunum þremur, sem verið hafa í haldi mannræningja í Írak í nærri tvo mánuði, var sleppt í dag. Fjórði gíslinn, sem starfað hefur sem túlkur Rúmenanna, fékk einnig frelsi. 22.5.2005 00:01 Kanslaraembættið í hættu Samkvæmt nýjustu útgangsspám bíður þýski Jafnaðarmannaflokkurinn, undir forystu Gerhards Schröders kanslara, afhroð í kosningum sem fram fara í dag í þýska sambandsríkinu Nordrhein-Westfalen. Ef fer sem horfir verður það gríðarlegt áfall fyrir Schröder og gæti orðið til þess að hann nái ekki endurkjöri í þingkosningunum á næsta ári. </font /> 22.5.2005 00:01 Kona vék vegna kynjakvóta Landsfundi Samfylkingarinnar var slitið nú síðdegis með ferföldu húrrahrópi. Þetta var langfjölmennasti landsfundur í sögu flokksins og þátttaka í formannskjörinu var meiri en dæmi eru um í íslenskum stjórnmálaflokki. Ýmsum þótti reyndar nóg um þær breytingar sem hafa orðið á forystunni í þágu kvenna og barna. 22.5.2005 00:01 Sprenging í tveimur kvikmyndahúsum Að minnsta kosti sextán særðust þegar tvær sprengjur sprungu nánast á sama tíma í tveimur kvikmyndahúsum á Indlandi í dag. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort einhver sé lífshættulega særður. Í dag er nákvæmlega ár síðan ný ríkisstjórn tók við völdum á Indlandi og ekki er talið ólíklegt að ódæðið tengist því. 22.5.2005 00:01 Persson fengið nóg af brjóstum Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur fengið nóg af myndum af berbrjósta konum í sænskum fjölmiðlum og boðar lagasetningu sem takmarkar slíkar myndbirtingar. Hann vill skoða leiðir til að koma í veg fyrir sömu þróun og í Bretlandi þar sem fáklæddar konur tröllríða tímaritum og dagblöðum. 22.5.2005 00:01 Júlíus Vífill stefnir líka hátt Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir kominn tíma á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í borginni og segist sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Gísli er ekki einn um að daðra við forystuhlutverk í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna því Júlíus Vífiill Ingvarsson segist vera að kanna bakland sitt í flokknum. 22.5.2005 00:01 Ólga á landsfundi vegna smölunar Ólga var á landsfundi Samfylkingarinnar vegna mikillar kappsemi ungliðanna við að smala í varaformannskjöri flokksins. Fullyrt var að rútur hefðu komið á fundinn með börn og unglinga sem komu í þeim tilgangi einum að kjósa Ágúst Ólaf Ágústsson í kosningunni en hann sigraði með yfirburðum. 22.5.2005 00:01 Gekk beinbrotinn á næsta bæ Ökumaður sandflutningabíls slapp ótrúlega vel frá veltu í Þjórsárdal í gærmorgun. Maðurinn, sem var beinbrotinn og lemstraður, gekk skólaus um þriggja kílómetra leið á næsta bæ eftir hjálp. </font /></b /> 22.5.2005 00:01 Ísland var í sextánda sæti Gríska söngkonan Helena bar sigur úr býtum í Evrópusöngvakeppninni á laugardagskvöldið. Íslendingar héldu sig við sextánda sætið enda er nánast komin hefð fyrir því. 22.5.2005 00:01 Samfélagið þolir ekki meiri bið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í lokaávarpi landsfundar Samfylkingarinnar að íslenskt samfélag þyldi ekki lengur meiri bið eftir breytingum. Fundinum var slitið með húrrahrópum. 22.5.2005 00:01 Á sokkunum að næsta bæ Ökumaður sem grunaður er um ölvunarakstur velti bifreið sinni á Upphéraðsvegi nálægt Egilsstöðum um níuleytið í gærmorgun. Maðurinn rotaðist og meiddist á fæti, en hafðiekki önnur úrræði þegar hann rankaði við sér en að ganga á sokkaleistunum um þrjá til fjóra kílómetra að Hreiðarsstöðum þar sem hann fékk aðhlynningu. 22.5.2005 00:01 Langt sjúkraflug Sækja varð veikan sjómann í gær úr spænska togaranum Hermanos Gandon Quadro sem var á karfaveiðum 220 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Þótti skipverjum allt benda til þess að hann hefði fengið botnlangakast. 22.5.2005 00:01 Þingkosningum flýtt í Þýskalandi Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hefur flýtt almennum þingkosningunum í landinu um eitt ár og boðað þær strax í haust eftir að flokkur hans, þýski Jafnaðarmannaflokkurinn, galt afhroð í kosningum í sambandsríkinu Nordrhein-Westfalen í dag. 22.5.2005 00:01 Víða ölvaðir ökumenn Margir keyrðu fullir um helgina að sögn lögreglu víða um land. Tólf ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt. 22.5.2005 00:01 Kinverjar vilja samstarf Mikill vilji er hjá yfirvöldum í borginni Qingdao í Kína að starfa með Íslendingum á sviði umhverfismála, bæði milli stofnana og fyrirtækja. 22.5.2005 00:01 Í hart við skattinn Bandalag háskólamanna lagði fram stjórnsýslukæru í síðustu viku vegna ákvörðunar skattstórans í Reykjavík í máli eins geislafræðings Landspítalans. Ákvörðunin hefur þau áhrif að skattur er tekinn af ökustyrk mannsins þar sem hann ekur meira en tvö þúsund kílómetra á ári á eigin bifreið til að komast á og af vinnustað í útköllum. 22.5.2005 00:01 Bannað að bera nakið fram Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að banna að matur sé borinn fram á nöktum kvenlíkömum á veitingastöðum í landinu. Í tilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu í Peking segir að slíkt athæfi sé ósiður sem brjóti í bága við almennt velsæmi. 22.5.2005 00:01 Heppinn að lifa af Ökumaður velti bifreið sinni á Borgarhálsi í Hrútafirði í fyrrinótt. Hann var sendur talsvert lemstraður með sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina á Hvammstanga. 22.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fuglar geti borið flensu hingað Óttast er að farfuglar sem ferðast heimsálfa á milli beri fuglaflensu landa á milli og jafnvel hingað til lands, segir dýralæknir í alifuglasjúkdómum. 23.5.2005 00:01
Lögeglumaður lenti í árekstri Lögeglumaður viðbeinsbrotnaði eftir að hann lenti í árekstri á bifhjóli sínu við bifreið á gatnamótum Háteygvegsvegi og Stakkahlíðar um fimmleytið í gær 23.5.2005 00:01
Eldur í kjallara fjölbýlishúss Slökkvilið höfuðborgasvæðisins var kallað út eftir að mikils reyks var vart í kjallara í fjölbýlishúsi að Háaleitisbraut um klukkan hálf fimm í gær. Eldur hafði komið upp í þvottavél og þurfti reykkafara til að komast að honum. 23.5.2005 00:01
Deilur um stóriðju innan R-lista Forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur var á síðustu stundu meinað að skrifa undir viljayfirlýsingu um álver í Helguvík. Ástæðan er ágreiningur R-listaflokkanna um stóriðjuuppbyggingu. 23.5.2005 00:01
Þrír handteknir á Selfossi Þrír menn voru handteknir á Selfossi á fimmtudaginn eftir að nokkurt magn af amfetamíni, kannabisefnum og -plöntum fannst við húsleit lögreglunnar. 23.5.2005 00:01
Fimm látnir úr hermannaveiki Fimm Norðmenn eru látnir úr hermannaveiki sem blossaði upp í Fredrikstad í Noregi. Tuttugu og fjórir í viðbót hafa greinst með sjúkdóminn. Enn er ekki vitað hvernig hann barst milli manna. 23.5.2005 00:01
Þjást enn af áfallastreitu Tjón af Suðurlandsskjálftunum sumarið 2000 gæti verið helmingi meira en áður var talið. Sérfræðingar telja í nýrri úttekt að rannsaka verði burðarvirki og undirstöður allt að tvö þúsund húsa nærri upptökunum. Fimm árum eftir skjálftana er talið að allt að þúsund manns búi enn við áfallastreitu. 23.5.2005 00:01
Háskólar semja um nemendaskipti Á næstu árum mun íslenskum háskólanemendum fjölga til mikilla muna, en bæði Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa náð samningum við skóla í Shanghai um að skiptast á nemendum. 23.5.2005 00:01
Fer ekki út vegna flugfélagsreglna Gylfi Baldursson talmeinafræðingur fékk ekki að kaupa ferð til Króatíu með Heimsferðum. Flugfélagið sem ferðaskrifstofan skiptir við neitaði að útvega honum súrefniskút meðan á ferðinni stæði. Þá var honum meinað að koma með sinn eigin kút. 23.5.2005 00:01
Ryðja þurfti snjó á fjallvegum Vinnuvélar Vegagerðarinnar eru ekki komnar í sumarfrí en ryðja þurfti Þorskafjarðarheiði og hreinsa snjó af fjallvegum á Austurlandi í morgun. 23.5.2005 00:01
Frusu í hel Leit stendur enn yfir í hlíðum Andesfjalla af nítján hermönnum sem talið er að hafi orðið úti í mikilli stórhríð í fjöllunum í síðustu viku. 26 lík félaga þeirra hafa þegar fundist. 23.5.2005 00:01
Frá Siglufirði til borgar á hjóli Tíu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar hjóluðu til Reykjavíkur til að taka við viðurkenningu í keppninni <em>Hjólað í vinnuna</em>. 23.5.2005 00:01
Karpað um kjarnorkumálin Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hvöttu í gær Írana til að sýna sveigjanleika við samningaborðið í viðræðum um kjarnorkumál sem haldnar verða síðar í vikunni. 23.5.2005 00:01
Á fimmta tug beið bana í gær Flugumenn al-Kaída í Írak réðu hátt settan embættismann af dögum í Bagdad í gær. Auk þess beið á fimmta tug Íraka bana í árásum víðsvegar um landið. Í Rúmeníu fögnuðu menn hins vegar frelsun þarlendra blaðamanna sem haldið hafði verið í gíslingu í tæpa tvo mánuði. 23.5.2005 00:01
Ný forystusveit í Samfylkingunni Nánast algerlega ný forystusveit tekur nú við stjórnartaumunum í Samfylkingunni eftir úrslit kosninga á landsfundi flokksins í gær. Auk nýs formanns, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og nýs varaformanns, Ágústs Ólafs Ágústssonar, var Ari Skúlason kjörinn gjaldkeri. 22.5.2005 00:01
Talsvert slasaður eftir bílveltu Ökumaður flutningabíls, sem valt skammt frá Þverá í Þjórsárdal snemma í morgun, slasaðist talsvert. Maðurinn gekk á sokkaleistunum um tveggja og hálfs kílómetra leið að bænum Fossnesi til að láta vita af sér. 22.5.2005 00:01
Útlit fyrir afhroð Schröders Allt útlit er fyrir að flokkur Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, Jafnaðarmannaflokkurinn, bíði afhroð og tapi í kosningum sem fram fara í dag í þýska sambandsríkinu Nordrhein-Westfalen en flokkurinn hefur verið þar við völd í tæpa fjóra áratugi. 22.5.2005 00:01
Erill hjá lögreglu í nótt Það voru víða Evróvisjón-partý í nótt og töluvert að gera í lögregluumdæmum í kringum landið vegna hávaðaútkalla. Lögreglan í Reykjavík var kölluð nokkuð oft út vegna hávaða í heimahúsum sem víða stóð fram yfir miðnætti. Þá voru þrettán ökumenn stöðvaðir í Reykjavík grunaðir um ölvun við akstur. 22.5.2005 00:01
Frostnætur tíðar í maí Það sem af er þessum maímánuði hafa frostnætur verið alltíðar. Lætur nærri að í innsveitum hafi mælst frost aðra hverja nótt í mánuðinum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Í Reykjavík hefur næturfrost einnig verið oftar en venja er til eða átta sinnum líkt og á Akureyri. 22.5.2005 00:01
Ný stjórn Samkeppniseftirlits Viðskiptaráðherra hefur skipað í stjórn Samkeppniseftirlitsins. Í stjórnina voru skipuð Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands sem jafnframt er formaður, Jóna Björk Helgadóttir, aðstoðarmaður hæstaréttardómara, og Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. 22.5.2005 00:01
Kominn tími á kynslóðaskipti Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir kominn tíma á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í borginni og segist sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. 22.5.2005 00:01
S.þ. fordæma meintar pyntingar Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu í morgun meintar pyntingar bandarískra hermanna á afgönskum stríðsföngum í herstöð skammt frá Kabúl árið 2002. Samtökin krefjast þess að málið verði rannsakað. 22.5.2005 00:01
Úr takti við almenna flokksmenn? Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og dósent við Háskóla Íslands, segir úrslitin í kjöri í embætti innan Samfylkingarinnar í gær benda til þess að forystusveit flokksins og þingmenn hafi verið úr takti við hinn almenna flokksmann. Það hljóti að mega túlka niðurstöðurnar sem kröfu um breyttan stjórnunarstíl og vinnubrögð innan flokksins. 22.5.2005 00:01
Steingrímur væntir góðs samstarfs Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, óskar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til hamingju með mjög afgerandi sigur í formannskjöri í gær. Hann fagnar því sérstaklega að nýr formaður vilji stilla saman strengi stjórnarandstöðunnar og fella núverandi ríkisstjórn. Steingrímur væntir góðs samstarfs og er bjartsýnn á árangursríkt samstarf. 22.5.2005 00:01
Sjö unglingsstúlkur drukknuðu Að minnsta kosti sjö unglingsstúlkur drukknuðu undan ströndum Suður-Afríku í dag eftir að hafa farið að synda áður en strandverðir voru mættir á svæðið. Stúlkurnar voru á ferðalagi með skólafélögum og kennurum við austurströnd landsins. 22.5.2005 00:01
Ný framkvæmdastjórn kjörin Ný framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar var kjörin síðdegis á landsfundinum sem fram fer í Egilshöll. Þau sem náðu kjöri eru Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Grendal, Tryggvi Felixson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Karl V. Matthíasson og Ingileif Ástvaldsdóttir. 22.5.2005 00:01
Rúmensku gíslunum sleppt Rúmensku blaðamönnunum þremur, sem verið hafa í haldi mannræningja í Írak í nærri tvo mánuði, var sleppt í dag. Fjórði gíslinn, sem starfað hefur sem túlkur Rúmenanna, fékk einnig frelsi. 22.5.2005 00:01
Kanslaraembættið í hættu Samkvæmt nýjustu útgangsspám bíður þýski Jafnaðarmannaflokkurinn, undir forystu Gerhards Schröders kanslara, afhroð í kosningum sem fram fara í dag í þýska sambandsríkinu Nordrhein-Westfalen. Ef fer sem horfir verður það gríðarlegt áfall fyrir Schröder og gæti orðið til þess að hann nái ekki endurkjöri í þingkosningunum á næsta ári. </font /> 22.5.2005 00:01
Kona vék vegna kynjakvóta Landsfundi Samfylkingarinnar var slitið nú síðdegis með ferföldu húrrahrópi. Þetta var langfjölmennasti landsfundur í sögu flokksins og þátttaka í formannskjörinu var meiri en dæmi eru um í íslenskum stjórnmálaflokki. Ýmsum þótti reyndar nóg um þær breytingar sem hafa orðið á forystunni í þágu kvenna og barna. 22.5.2005 00:01
Sprenging í tveimur kvikmyndahúsum Að minnsta kosti sextán særðust þegar tvær sprengjur sprungu nánast á sama tíma í tveimur kvikmyndahúsum á Indlandi í dag. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort einhver sé lífshættulega særður. Í dag er nákvæmlega ár síðan ný ríkisstjórn tók við völdum á Indlandi og ekki er talið ólíklegt að ódæðið tengist því. 22.5.2005 00:01
Persson fengið nóg af brjóstum Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur fengið nóg af myndum af berbrjósta konum í sænskum fjölmiðlum og boðar lagasetningu sem takmarkar slíkar myndbirtingar. Hann vill skoða leiðir til að koma í veg fyrir sömu þróun og í Bretlandi þar sem fáklæddar konur tröllríða tímaritum og dagblöðum. 22.5.2005 00:01
Júlíus Vífill stefnir líka hátt Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir kominn tíma á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í borginni og segist sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Gísli er ekki einn um að daðra við forystuhlutverk í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna því Júlíus Vífiill Ingvarsson segist vera að kanna bakland sitt í flokknum. 22.5.2005 00:01
Ólga á landsfundi vegna smölunar Ólga var á landsfundi Samfylkingarinnar vegna mikillar kappsemi ungliðanna við að smala í varaformannskjöri flokksins. Fullyrt var að rútur hefðu komið á fundinn með börn og unglinga sem komu í þeim tilgangi einum að kjósa Ágúst Ólaf Ágústsson í kosningunni en hann sigraði með yfirburðum. 22.5.2005 00:01
Gekk beinbrotinn á næsta bæ Ökumaður sandflutningabíls slapp ótrúlega vel frá veltu í Þjórsárdal í gærmorgun. Maðurinn, sem var beinbrotinn og lemstraður, gekk skólaus um þriggja kílómetra leið á næsta bæ eftir hjálp. </font /></b /> 22.5.2005 00:01
Ísland var í sextánda sæti Gríska söngkonan Helena bar sigur úr býtum í Evrópusöngvakeppninni á laugardagskvöldið. Íslendingar héldu sig við sextánda sætið enda er nánast komin hefð fyrir því. 22.5.2005 00:01
Samfélagið þolir ekki meiri bið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í lokaávarpi landsfundar Samfylkingarinnar að íslenskt samfélag þyldi ekki lengur meiri bið eftir breytingum. Fundinum var slitið með húrrahrópum. 22.5.2005 00:01
Á sokkunum að næsta bæ Ökumaður sem grunaður er um ölvunarakstur velti bifreið sinni á Upphéraðsvegi nálægt Egilsstöðum um níuleytið í gærmorgun. Maðurinn rotaðist og meiddist á fæti, en hafðiekki önnur úrræði þegar hann rankaði við sér en að ganga á sokkaleistunum um þrjá til fjóra kílómetra að Hreiðarsstöðum þar sem hann fékk aðhlynningu. 22.5.2005 00:01
Langt sjúkraflug Sækja varð veikan sjómann í gær úr spænska togaranum Hermanos Gandon Quadro sem var á karfaveiðum 220 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Þótti skipverjum allt benda til þess að hann hefði fengið botnlangakast. 22.5.2005 00:01
Þingkosningum flýtt í Þýskalandi Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hefur flýtt almennum þingkosningunum í landinu um eitt ár og boðað þær strax í haust eftir að flokkur hans, þýski Jafnaðarmannaflokkurinn, galt afhroð í kosningum í sambandsríkinu Nordrhein-Westfalen í dag. 22.5.2005 00:01
Víða ölvaðir ökumenn Margir keyrðu fullir um helgina að sögn lögreglu víða um land. Tólf ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt. 22.5.2005 00:01
Kinverjar vilja samstarf Mikill vilji er hjá yfirvöldum í borginni Qingdao í Kína að starfa með Íslendingum á sviði umhverfismála, bæði milli stofnana og fyrirtækja. 22.5.2005 00:01
Í hart við skattinn Bandalag háskólamanna lagði fram stjórnsýslukæru í síðustu viku vegna ákvörðunar skattstórans í Reykjavík í máli eins geislafræðings Landspítalans. Ákvörðunin hefur þau áhrif að skattur er tekinn af ökustyrk mannsins þar sem hann ekur meira en tvö þúsund kílómetra á ári á eigin bifreið til að komast á og af vinnustað í útköllum. 22.5.2005 00:01
Bannað að bera nakið fram Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að banna að matur sé borinn fram á nöktum kvenlíkömum á veitingastöðum í landinu. Í tilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu í Peking segir að slíkt athæfi sé ósiður sem brjóti í bága við almennt velsæmi. 22.5.2005 00:01
Heppinn að lifa af Ökumaður velti bifreið sinni á Borgarhálsi í Hrútafirði í fyrrinótt. Hann var sendur talsvert lemstraður með sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina á Hvammstanga. 22.5.2005 00:01