Innlent

Hálkublettir víða um land

Þrátt fyrir að sumarið sé að ganga í garð er ekki sjálfgefið að sumarveðrið fylgi með; samkvæmt Vegagerðinni eru hálkublettir víða um land. Þar á meðal eru hálkublettir á Mývatnsöræfum á Norðausturlandi. Þá er einnig hálka á heiðum á Norðausturlandi, á Fjarðarheiði og á leiðinni til Norðfjarðar yfir Oddsskarð og á Steingrímsfjarðarheiði. Ólafur Torfason vegaeftirlitsmaður segir færð sem þessa vera mjög óvenjulega fyrir þennan árstíma en þó hafi það gerst áður að hálka sé á þessum stöðum svona rétt fyrir sumarið og jafnvel í júní og júlí. Hitastigið er um frostmark á þessum stöðum og segir Ólafur að verið sé að hreinsa til. Hann segir þó ökumenn verða að fara varlega því þessi svæði séu mjög lúmsk og auðvelt að velta bílum á þessum slóðum ef ekki er farið varlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×