Framsóknarmenn bakka ekki glatt 23. apríl 2005 00:01 "Mín tilfinning er sú að Halldór bakki nú ekki svo glatt enda hefur hann lýst því yfir að hann vilji sjá á þessu breytingar," segir Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins vegna ummæla Davíðs Oddsonar, utanríkisráðherra og formanns sjálfstæðisflokksins. Davíð segir að ekki standi til að endurskoða lög um eftirlaun ráðherra og þingmanna. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafði greint Alþingi frá því að lögin væru í endurskoðun. Var það eftir að ljóst varð að við breytingar á lögunum árið 2003 gætu fyrrverandi ráðherrar og þingmenn fengið greidd eftirlaun þrátt fyrir að vera enn á fullum launum í öðrum störfum á vegum ríkisins. Allnokkrir fyrrverandi ráðherrar þiggja nú þegar þannig eftirlaunagreiðslur ofan á venjuleg laun sín. Spurningar hafa vaknað um hvort hægt sé að afnema réttindi þeirra með lagabreytingum. Magnús bendir á að þar sem lítið sé eftir af yfirstandandi þingi sé ólíklegt að niðurstaða fáist í málið: "Væntanlega verður einhver núningur áfram en nauðsynlegt er að ná samkomulagi annars fellur þetta um sjálft sig." Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir málið verða rætt á þingflokksfundi á mánudaginn: "Ég tel að eigi að breyta lögunum strax og mál eru tilbúin til þess og veit ekki betur en að verið sé að undirbúa það af kostgæfni í forsætisráðuneytinu," segir Hjálmar: "Mér finnst forsendur ekkert hafa breyst frá því að þverpólitísk samstaða allra flokka var um að gera þessar breytingar." Framsóknarmaðurinn, Jónína Bjartmarz, telur eðlilegt að reynt verði að ná samstöðu um málið. "Mín sannfæring er sú að þessum lögum þurfi að breyta enda ósanngjörn mjög." Allir stjórnmálaflokkar á þinginu stóðu að breytingunum laganna um eftirlaun ráðherra og þingmanna á Alþingi í lok árs 2003. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
"Mín tilfinning er sú að Halldór bakki nú ekki svo glatt enda hefur hann lýst því yfir að hann vilji sjá á þessu breytingar," segir Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins vegna ummæla Davíðs Oddsonar, utanríkisráðherra og formanns sjálfstæðisflokksins. Davíð segir að ekki standi til að endurskoða lög um eftirlaun ráðherra og þingmanna. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafði greint Alþingi frá því að lögin væru í endurskoðun. Var það eftir að ljóst varð að við breytingar á lögunum árið 2003 gætu fyrrverandi ráðherrar og þingmenn fengið greidd eftirlaun þrátt fyrir að vera enn á fullum launum í öðrum störfum á vegum ríkisins. Allnokkrir fyrrverandi ráðherrar þiggja nú þegar þannig eftirlaunagreiðslur ofan á venjuleg laun sín. Spurningar hafa vaknað um hvort hægt sé að afnema réttindi þeirra með lagabreytingum. Magnús bendir á að þar sem lítið sé eftir af yfirstandandi þingi sé ólíklegt að niðurstaða fáist í málið: "Væntanlega verður einhver núningur áfram en nauðsynlegt er að ná samkomulagi annars fellur þetta um sjálft sig." Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir málið verða rætt á þingflokksfundi á mánudaginn: "Ég tel að eigi að breyta lögunum strax og mál eru tilbúin til þess og veit ekki betur en að verið sé að undirbúa það af kostgæfni í forsætisráðuneytinu," segir Hjálmar: "Mér finnst forsendur ekkert hafa breyst frá því að þverpólitísk samstaða allra flokka var um að gera þessar breytingar." Framsóknarmaðurinn, Jónína Bjartmarz, telur eðlilegt að reynt verði að ná samstöðu um málið. "Mín sannfæring er sú að þessum lögum þurfi að breyta enda ósanngjörn mjög." Allir stjórnmálaflokkar á þinginu stóðu að breytingunum laganna um eftirlaun ráðherra og þingmanna á Alþingi í lok árs 2003.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira