Lögin í endurskoðun 23. apríl 2005 00:01 Þingmenn Framsóknarflokksins vissu ekki betur en að lög um eftirlaun þingmanna og ráðherra væru til endurskoðunar, segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður, en Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að hann sæi enga ástæðu til að breyta lögunum. Forsaga málsins er sú að í janúar síðastliðnum kom í ljós að sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu sautján milljónir króna í eftirlaunagreiðslur í fyrra, þrátt fyrir að vera á fullum launum í öðrum störfum hjá ríkinu, sem sendiherrar eða forstjórar. Ný lög um eftirlaun tóku gildi um þarsíðustu áramót sem rýmkuðu rétt manna til að fara á eftirlaun og voru helstu rökin þau að þannig mætti ef til vill draga úr sókn gamalla ráðherra í embætti. Ákvæðið sem gerir fyrrverandi þingmönnum og ráðherrum kleift að fá eftirlaun á meðan þeir eru í fullu starfi hjá ríkinu var þó ekki sett í lög þá, heldur hefur það verið til staðar frá því fyrstu lög þessa efnis voru sett árið 1965. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í janúar að menn hefðu ekki séð þessa þróun fyrir og boðaði breytingar á lögunum til þess að koma í veg fyrir að menn geti verið á tvöföldum launum hjá ríkinu. Nú virðist hins vegar komið babb í bátinn; Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær enga ástæðu sjá til að breyta lögunum. Það kemur framsóknarmönnum á óvart, svo ekki sé meira sagt. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að allir flokkar hafi staðið á bak við þá breytingu sem gerð hafi verið. „Ég hygg að það standi ennþá. Við stöndum alla vega á bak við okkar formann í þessu,“ segir Hjálmar. Hjálmar segir málið verða rætt í þingflokknum á mánudag en hann er þess fullviss að samstaða muni nást um breytingarnar milli stjórnarflokkanna. Hann útilokar því ekki að málið komist í gegn fyrir þingslit. Annað eins hafi gerst. Ef það verði þverpólitísk samstaða, eins og var þegar forsætisráðherra gaf yfirlýsinguna, þá hafi þingheimur sýnt að hann geti verið ansi röggsamur í að afgreiða mál. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins vissu ekki betur en að lög um eftirlaun þingmanna og ráðherra væru til endurskoðunar, segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður, en Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að hann sæi enga ástæðu til að breyta lögunum. Forsaga málsins er sú að í janúar síðastliðnum kom í ljós að sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu sautján milljónir króna í eftirlaunagreiðslur í fyrra, þrátt fyrir að vera á fullum launum í öðrum störfum hjá ríkinu, sem sendiherrar eða forstjórar. Ný lög um eftirlaun tóku gildi um þarsíðustu áramót sem rýmkuðu rétt manna til að fara á eftirlaun og voru helstu rökin þau að þannig mætti ef til vill draga úr sókn gamalla ráðherra í embætti. Ákvæðið sem gerir fyrrverandi þingmönnum og ráðherrum kleift að fá eftirlaun á meðan þeir eru í fullu starfi hjá ríkinu var þó ekki sett í lög þá, heldur hefur það verið til staðar frá því fyrstu lög þessa efnis voru sett árið 1965. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í janúar að menn hefðu ekki séð þessa þróun fyrir og boðaði breytingar á lögunum til þess að koma í veg fyrir að menn geti verið á tvöföldum launum hjá ríkinu. Nú virðist hins vegar komið babb í bátinn; Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær enga ástæðu sjá til að breyta lögunum. Það kemur framsóknarmönnum á óvart, svo ekki sé meira sagt. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að allir flokkar hafi staðið á bak við þá breytingu sem gerð hafi verið. „Ég hygg að það standi ennþá. Við stöndum alla vega á bak við okkar formann í þessu,“ segir Hjálmar. Hjálmar segir málið verða rætt í þingflokknum á mánudag en hann er þess fullviss að samstaða muni nást um breytingarnar milli stjórnarflokkanna. Hann útilokar því ekki að málið komist í gegn fyrir þingslit. Annað eins hafi gerst. Ef það verði þverpólitísk samstaða, eins og var þegar forsætisráðherra gaf yfirlýsinguna, þá hafi þingheimur sýnt að hann geti verið ansi röggsamur í að afgreiða mál.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira