Innlent

Hálkuvari í stða nagladekkja

„Hálkuvarinn“ gæti orðið staðalbúnaður í bifreiðum á Íslandi þegar fram líða stundir og telja ungir hönnuðir hans að búnaðurinn geti komið í stað nagladekkja. Hálkuvarinn var eitt verkefnanna sem sent var inn í landskeppni ungra vísindamanna. Það eru þrír Iðnskólanemar sem eiga hugmyndina sem gengur út á að setja lítinn kassa með sandi í bíla en sandinum er síðan dreift með loftpressu fyrir framan drifhjól bílanna í hálku og ófærð. Ökumenn geta sem sagt ýtt á hnapp þegar bíllinn spólar eða þarf meira grip. Þremenningarnir segja þetta framtíðina þó ekki sé hægt að setja þetta í bíla enn sem komið er. Þeir gera ráð fyrir að þetta verði orðið staðalbúnaður í bílum eftir tíu ár - jafnvel fyrr. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×