Erlent

4 tonnum af sprengiefni stolið

Fjórum tonnum af efnum til sprengjugerðar var stolið úr vöruhúsi í Frakklandi í dag. Grunur leikur á að ETA, hin herskáu aðskilnaðarsamtök Baska, hafi verið að verki. Ránið, sem átti sér stað í bænum Saint Benoit í Miðvestur-Frakklandi, var framið af sex vopnuðum og grímuklæddum mönnum og að sögn lögreglu bundu þeir öryggisvörð, sem vaktaði vöruhúsið, á höndum og fótum og létu svo greipar sópa. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×