Erlent

10 þúsund listaverk haldlögð

Spænska lögreglan handtók sextán meinta listaverkafalsara í stórtækri aðgerð víða um landið í dag. Einnig var hald lagt á yfir 10 þúsund listaverk sem talin eru fölsuð, m.a. eftir fræga spænska málara. Að sögn lögreglunnar eru sum verkanna þess eðlis að listfræðingar treysta sér ekki til að skera úr um hvort þau séu ekta fyrr en að loknum nánum rannsóknum á þeim. Dregið hefur úr ránum í spænskum listasöfnum og galleríum undanfarin ár að sögn lögreglu, um leið og vart verður við sífellt fleiri fölsuð verk í umferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×