Erlent

Reykingar hafa áhrif á barnabörn

Barnabörn kvenna sem reykja á meðgöngu eru meira en helmingi líklegri til þess að fá asma heldur en önnur börn. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem vísindamenn við læknaháskóla í Kaliforníu gerðu. Svo virðist sem breytingar á erfðaefni kunni að eiga sér stað hjá afkomendum kvenna sem reykja á meðgöngu. Þessar breytingar skila sér svo áfram til næstu kynslóða. Þannig er tíðni asma hjá börnum kvenna sem reykja á meðgöngu fimmtíu prósentum hærri en gengur og gerist hjá börnum almennt. Tíðnin eykst svo enn frekar hjá næstu kynslóð þar á eftir þar sem hún er meira en helmingi hærri en alla jafna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×