Styðja ekki samgönguáætlun 12. apríl 2005 00:01 Tveir stjórnarþingmenn lýstu því yfir í umræðum á Alþingi í dag að þeir myndu ekki styðja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar, annar vegna svika á kosningaloforðum, hinn vegna misskiptingar vegafjár milli þéttbýlis og dreifbýlis. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mátti sitja undir orraríð þegar þingmenn ræddu framlög til samgöngumála næstu fjögur árin. Umræðan snerist að verulegu leyti um niðurskurð til vegagerðar, sem á þremur árum nemur 5,7 miljörðum króna. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ráðstöfunina alranga á meðan ástandið væri jafnviðkvæmt og víða væri úti á landsbyggðinni. Þetta væri byggðafjandsamlegur niðurskurður sem kæmi alvarlega við þær. Samgönguráðherra varði gjörninginn á þann hátt að benda á að miðað við aðstæður í efnahagsmálum lægi það alveg fyrir að ríkisstjórnin hefði komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gæta hófs í umsvifum í efnahagskerfinu vegna þeirra miklu framkvæmda sem væru við uppbygggingu orkufreks iðnaðar um þessar mundir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði óþolandi að samgöngumál skyldi vera eini málaflokkurinn sem væri undir þetta settur, að hann væri dreginn sundur eins og harmonikkubelgur en þó oftar þjappað harkalega saman til að uppfylla einhverja sálræna þörf og sýnd um það að menn væru að sýna ábyrgð í efnahagsmálum. „Þetta er bara rugl. Í 950 milljarða hagkerfi, hverju breytir þetta þó að dreifðar almennar framkvæmdir af þessu tagi fái að hafa sinn gang?“ spurði Steingrímur. Hörðust var gagnrýnin úr stjórnarliðinu sjálfu því framsóknarþingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson kvaðst ekki styðja niðurskurðinn. Hann sagði að það gengi ekki í vegamálum að lofa stöðugt fyrir kosningar og skera það svo niður eftir þær. „Ég vil beina því til ríkisstjórnarinnar, virðulegi forseti, að hún hætti þessum skollaleik. Það er ekki á okkur stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar leggjandi að standa undir því að verja ríkisstjórnina, útskýra þessar gerðir sem eru á þennan veg. Menn verða einfaldlega að standa við það sem þeir segja, hafa þrek til þess að bera málið til enda út kjörtímabilið það sem þeir ákveða að gera fyrir kosningar. Annað gengur ekki.“ Sjálfstæðismaðurinn Gunnar Birgisson lýsti einnig andstöðu sinni en á öðrum forsendum. Höfuðborgarsvæðið sæti á hakanum. Hann sagði enn fremur að ef einhverjir væru að tala um misskiptingu fjármuna þá ætti hún sér stað í samgönguáætlun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Tveir stjórnarþingmenn lýstu því yfir í umræðum á Alþingi í dag að þeir myndu ekki styðja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar, annar vegna svika á kosningaloforðum, hinn vegna misskiptingar vegafjár milli þéttbýlis og dreifbýlis. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mátti sitja undir orraríð þegar þingmenn ræddu framlög til samgöngumála næstu fjögur árin. Umræðan snerist að verulegu leyti um niðurskurð til vegagerðar, sem á þremur árum nemur 5,7 miljörðum króna. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ráðstöfunina alranga á meðan ástandið væri jafnviðkvæmt og víða væri úti á landsbyggðinni. Þetta væri byggðafjandsamlegur niðurskurður sem kæmi alvarlega við þær. Samgönguráðherra varði gjörninginn á þann hátt að benda á að miðað við aðstæður í efnahagsmálum lægi það alveg fyrir að ríkisstjórnin hefði komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gæta hófs í umsvifum í efnahagskerfinu vegna þeirra miklu framkvæmda sem væru við uppbygggingu orkufreks iðnaðar um þessar mundir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði óþolandi að samgöngumál skyldi vera eini málaflokkurinn sem væri undir þetta settur, að hann væri dreginn sundur eins og harmonikkubelgur en þó oftar þjappað harkalega saman til að uppfylla einhverja sálræna þörf og sýnd um það að menn væru að sýna ábyrgð í efnahagsmálum. „Þetta er bara rugl. Í 950 milljarða hagkerfi, hverju breytir þetta þó að dreifðar almennar framkvæmdir af þessu tagi fái að hafa sinn gang?“ spurði Steingrímur. Hörðust var gagnrýnin úr stjórnarliðinu sjálfu því framsóknarþingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson kvaðst ekki styðja niðurskurðinn. Hann sagði að það gengi ekki í vegamálum að lofa stöðugt fyrir kosningar og skera það svo niður eftir þær. „Ég vil beina því til ríkisstjórnarinnar, virðulegi forseti, að hún hætti þessum skollaleik. Það er ekki á okkur stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar leggjandi að standa undir því að verja ríkisstjórnina, útskýra þessar gerðir sem eru á þennan veg. Menn verða einfaldlega að standa við það sem þeir segja, hafa þrek til þess að bera málið til enda út kjörtímabilið það sem þeir ákveða að gera fyrir kosningar. Annað gengur ekki.“ Sjálfstæðismaðurinn Gunnar Birgisson lýsti einnig andstöðu sinni en á öðrum forsendum. Höfuðborgarsvæðið sæti á hakanum. Hann sagði enn fremur að ef einhverjir væru að tala um misskiptingu fjármuna þá ætti hún sér stað í samgönguáætlun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira