Erlent

Líkamspartar í tösku

Sænska lögreglan telur að líkamspartarnir sem fundust í Stokkhólmi um helgina séu af sömu manneskju og þeir sem fundust í höfuðborginni í lok síðasta mánaðar. Í gær hvatti hún almenning til að aðstoða við rannsókn málsins. Á sunnudaginn fann vegfarandi íþróttatösku sem hafði að geyma mannsbúk vafðan í plastumbúðir. Að sögn Aftonbladet var búkurinn pakkaður inn á sama hátt og líkamspartarnir sem fundust undir brú fyrir tveimur vikum og virðast hlutarnir passa saman. Talið er að þeir séu af karlmanni á sextugsaldri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×