Erlent

Hyggjast leyfa silíkon aftur

Er silíkon hættulegt eða skaðlaust? Enn á ný er um þetta deilt í Bandaríkjunum þar sem stjórnvöld hafa nú í hyggju að aflétta banni við flestum tegundum sílíkonaðgerða sem verið hefur í gildi síðan árið 1992. Hópur vísindamanna hefur þegar mótmælt þessum áformum stjórnvalda og enn stefnir í harðvítugar deilur um hugsanlegar hættur af völdum silíkons og silíkonaðgerða. Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur þegar boðað til þriggja daga fundarhalda hjá sérfræðingum sínum þar sem farið verður yfir málið og í kjölfarið gefin út greinargerð. Niðurstaða hennar gæti ráðið miklu um lyktir málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×