Innlent

Fær styrk til Evrópukennslu

Háskóli Íslands hefur hlotið styrk til næstu fimm ára frá Jean Monnet áætlun ESB í Evrópufræðum til að kenna námskeiðið Nýjungar í Evrópusamrunanum. Námskeiðið er hluti af nýju meistaranámi stjórnmálafræðiskorar í alþjóðasamskiptum sem hefst í haust. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland hlýtur styrk úr þessari áætlun ESB.  Í tilkynningu frá Háskólanum segir að styrknum fylgi mikil viðurkenning fyrir Háskóla Ísland því Jean Monnet áætlunin styrki þá háskóla í Evrópu sem þykja í fararbroddi í rannsóknum og kennslu í Evrópufræðum, en í stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands hefur til fjölda ára verið kennt námskeið um Evrópusamvinnuna og þróun hennar. Í námskeiðinu sem Jean Monnet áætlunin styrkir verður farið í gegnum helstu kenningar um Evrópusamrunann og þeim beitt til að fjalla um þýðingarmestu breytingar sem orðið hafa á Evrópusamrunanum undanfarin ár, svo sem upptöku sameiginlegs gjaldmiðils, stækkun til austurs, þróun sameiginlegrar utanríkisstefnu og nýja stjórnarskrá sem leiðtogar sambandsins hafa undirritað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×