Innlent

Almenningur vill kaupa Símann

Korter yfir sex í gærdag höfðu 217 skráð sig fyrir um 229 milljónum króna til kaupa á hlutabréfum í Símanum. Skráði fólk nafn sitt og upphæð á vefsíðu þar sem stefnan er sett á að vera meðal þriggja fjárfesta í Símanum. Logiledger á Íslandi stendur á bak við vefsíðuna. Ætla forsvarsmennirnir að bjóða í hlutafé Símans skrái fólk sig fyrir milljarði eða meira. Með þessu vilja forsvarsmenninir gera almenningi kleift að taka þátt í útboði ríkisins á Símanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×