Erlent

Pólverjar hugsa sér til hreyfings

Stjórnvöld í Póllandi áforma að draga herlið sitt frá Írak snemma næsta árs þegar ályktun Sameinuðu þjóðanna um hernaðaraðstoð við írösku ríkisstjórnina rennur úr gildi. 1.700 pólskir hermenn eru nú í Írak en stór hluti Pólverja er andsnúinn stríðsrekstrinum. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fór í óvænta heimsókn til Íraks í gær. Hann hvatti þarlenda ráðamenn til að slaka hvergi á í pólitísku og hernaðarlegu uppbyggingarstarfi. Róstur héldu áfram í landinu í gær, þar af létust fimm í bílsprengjuárás í Mosul.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×