Erlent

Réttarhöld halda áfram í Angers

Réttarhöld fara nú fram í Angers í Frakklandi yfir 66 manns sem eru ákærð fyrir stórfellda kynferðislega misnotkun á 45 börnum. Sum þeirra voru kornabörn þegar ódæðin áttu sér stað. Dómarar heyrðu í gær vitnisburð þriggja fórnarlambanna en þau þurftu ekki að koma fram fyrir réttinn heldur var upptaka af sögu þeirra leikin í dómssalnum. Lögreglumenn hafa tjáð réttinum að vitnisburður barnanna hafi verið svo átakanlegur að þeir hafi óskað þess að sleppa við rannsókn slíkra mála í framtíðinni. Búist er við að dómur yfir illvirkjunum verði kveðinn upp í júlí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×