Innlent

Samruni mjólkurframleiðenda

Mjólkursamsalan í Reykjavík (MS) og Mjólkurbú Flóamanna hafa sameinast undir einn hatt. Ný stjórn sameinaðs félags verður kosin 29. apríl næstkomandi, að sögn Magnúsar Sigurðssonar, stjórnarformanns MS. Hann segir formlegt sameiningarferli hafa staðið síðan samruni var samþykktur á aðalfundi félaganna í mars. Magnús telur töluverða hagræðingu og sparnað skapast við þetta. Áætlað er að félagið fái nýtt nafn en vörumerki MS verði notað áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×