Innlent

Forsetahjónin á Akureyri

Opinber heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og Dorritar Moussaieff forsetafrúar til Akureyrar og Eyjafjarðarsvæðisins hófst klukkan hálfníu í morgun en þá tóku framámenn  innan Akureyrarbæjar á móti þeim á flugvellinum. Forsetahjónin heimsækja ýmsa skóla og stofnanir og í kvöld verður fjölskylduhátíð í Íþróttahöllinni þangað sem öllum bæjarbúum er boðið. Heimsókninni lýkur á miðvikudag en þá heimsækja forsetahjónin Eyjafjarðarsveit.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×