Erlent

Snarpur skjálfti í Japan

Jarðskjálfti upp á 6,1 á Richter varð rétt utan við Tókýó snemma í morgun en ekki hafa borist neinar fregnir af slysum eða verulegu eignatjóni. Loka þurfti tveim flugbrautum á Narita-flugvelli um stund en þær voru fljótlega opnaðar aftur. Yfirvöld í Tókýó hafa varað við að snarpir eftirskjálftar kunni að fylgja í kjölfar skjálftans í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×