Innlent

Skip Hafrannsóknarstofnun í slipp

Bæði rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, Bjarni Sæmundsson RE 30 og Árni Friðriksson RE 200 liggja nú í þurrkví hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfjarðarhöfn. Unnin eru hefðbundin verkefni við skipin, þvottur, málning og öxuldráttur. Vinnu við Bjarna Sæmundsson er nær lokið og fer skipið í rannsóknarleiðangur þann 25. þessa mánaðar. Guðmundur Víglundsson eigandi vélsmiðjunnar segir einkar ánægjulegt að Ríkiskaup,sem buðu verkið út, hafi séð sér hag í því að versla við innlent fyrirtæki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×