Innlent

Stúlkur frelsaðar úr gíslingu

Liðsmenn sérsveitar þýsku lögreglunnar yfirbuguðu í gær mann, sem hafði rænt fjórum stúlkum úr skólabíl, vopnaður hnífum, og haldið þeim í fimm tíma í gíslingu í húsi í Ennepetal, smábæ nálægt Düsseldorf í Þýskalandi. Stúlkurnar sakaði ekki, en ein fékk þó hnífsskrámu á magann. Maðurinn reyndist vera fimmtugur hælisleitandi frá Íran, sem dvalið hefur í um áratug í Þýskalandi. Ekki er vitað hvað manninum gekk til, en hann kvað hafa átt við geðræn vandamál að stríða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×