Segir vinnubrögð hóps ólýðræðisleg 12. apríl 2005 00:01 Deilur þungavigtarmanna í Samfylkingunni vegna formannskjörsins virðast vera að kljúfa flokkinn. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður, segist hafa sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar vegna ólýðræðislegra vinnubragða hópsins sem starfar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ljóst er að mikil hiti er innan Samfylkingarinnar nú þegar aðeins um mánuður er í landsfund, en bæði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður gefa kost á sér í formannssætið. Össur sagði í Silfri Egils um helgina að fátt nýtt virtist koma frá framtíðarhópi flokksins sem starfað hefur undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, en hópurinn skilar tillögum að framtíðarstefnumörkun Samfylkingarinnar fyrir landsfundinn. Ingibjörg Sólrún telur ummæli Össurar bæði ósmekkleg og ótímabær enda hafi framtíðarhópurinn ekki enn skilað endanlegum tillögum. Einar Karl Haraldsson, stuðningsmaður Össurar, hefur lýst því yfir að starfshættir framtíðarhópsins minni á hugmyndafræðilega yfirtöku og falli ekki að fulltrúalýðræði flokksins. Guðmundur Árni Stefánsson, sem einnig styður Össur, hefur sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar, vegna óánægju með vinnubrögðin. Hann segist hafa séð fyrir sér að fræðimenn yrðu kallaðir til til ráðgjafar ásamt flokksmönnum og að spurningarlistar og lausar og fastar hugmyndir yrðu sendar í flokksfélögin þannig að unnið yrði með gagnvirkum hætti. Þegar það hafi legið fyrir að svo yrði ekki hafi honum fundist ástæða til að aðrir bæru ábyrgð á niðurstöðunum. Guðmundur Árni segir að starfið innan framtíðarhópsins hafi ekki verið eins og hann hafi hugsað sér það. Í þessu sambandi séu umræðustjórnmál lykilatriði ásamt lýðræði og að gagnvirkni sé í starfinu sem skili sér út í flokkinn. Honum skiljist að um hundrað mannst vinni í framtíðarhópnum. Það séu hins vegar 15 þúsund manns í flokknum og hann hafi viljað sjá einhvern hluta þeirra, þó ekki nema 10 prósent, koma að vinnunni með beinum hætti. Í stjórnmálum væri rætt um málefni, sem skiptu miklu máli, en jafnframt stíl og stjórnunarhætti og það skipti hann miklu máli líka. Aðspurður hvort honum finnist þá sem Ingibjörg Sólrún hafi ekki tryggt lýðræðislega vinnubrögð segir Guðmundur að hann hefði staðið öðruvísi að þessu og hafi trúað því að hugmyndin hafi verið sú. Ingibjörg Sólrún vísaði því á bug í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrir stundu að vinnubröðgin innan framtíðarhópsins hefðu verið ólýðræðisleg. Hún sagði að unnið hefði verið eftir þeim tímaramma sem hópnum hefði verið ætlaður og eftir samþykktum flokksstjórnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Deilur þungavigtarmanna í Samfylkingunni vegna formannskjörsins virðast vera að kljúfa flokkinn. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður, segist hafa sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar vegna ólýðræðislegra vinnubragða hópsins sem starfar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ljóst er að mikil hiti er innan Samfylkingarinnar nú þegar aðeins um mánuður er í landsfund, en bæði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður gefa kost á sér í formannssætið. Össur sagði í Silfri Egils um helgina að fátt nýtt virtist koma frá framtíðarhópi flokksins sem starfað hefur undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, en hópurinn skilar tillögum að framtíðarstefnumörkun Samfylkingarinnar fyrir landsfundinn. Ingibjörg Sólrún telur ummæli Össurar bæði ósmekkleg og ótímabær enda hafi framtíðarhópurinn ekki enn skilað endanlegum tillögum. Einar Karl Haraldsson, stuðningsmaður Össurar, hefur lýst því yfir að starfshættir framtíðarhópsins minni á hugmyndafræðilega yfirtöku og falli ekki að fulltrúalýðræði flokksins. Guðmundur Árni Stefánsson, sem einnig styður Össur, hefur sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar, vegna óánægju með vinnubrögðin. Hann segist hafa séð fyrir sér að fræðimenn yrðu kallaðir til til ráðgjafar ásamt flokksmönnum og að spurningarlistar og lausar og fastar hugmyndir yrðu sendar í flokksfélögin þannig að unnið yrði með gagnvirkum hætti. Þegar það hafi legið fyrir að svo yrði ekki hafi honum fundist ástæða til að aðrir bæru ábyrgð á niðurstöðunum. Guðmundur Árni segir að starfið innan framtíðarhópsins hafi ekki verið eins og hann hafi hugsað sér það. Í þessu sambandi séu umræðustjórnmál lykilatriði ásamt lýðræði og að gagnvirkni sé í starfinu sem skili sér út í flokkinn. Honum skiljist að um hundrað mannst vinni í framtíðarhópnum. Það séu hins vegar 15 þúsund manns í flokknum og hann hafi viljað sjá einhvern hluta þeirra, þó ekki nema 10 prósent, koma að vinnunni með beinum hætti. Í stjórnmálum væri rætt um málefni, sem skiptu miklu máli, en jafnframt stíl og stjórnunarhætti og það skipti hann miklu máli líka. Aðspurður hvort honum finnist þá sem Ingibjörg Sólrún hafi ekki tryggt lýðræðislega vinnubrögð segir Guðmundur að hann hefði staðið öðruvísi að þessu og hafi trúað því að hugmyndin hafi verið sú. Ingibjörg Sólrún vísaði því á bug í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrir stundu að vinnubröðgin innan framtíðarhópsins hefðu verið ólýðræðisleg. Hún sagði að unnið hefði verið eftir þeim tímaramma sem hópnum hefði verið ætlaður og eftir samþykktum flokksstjórnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira